Mosfellingur - 27.08.2020, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 27.08.2020, Blaðsíða 26
 - Íþróttir26 N a m o e h f . - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g a t a ) - 2 0 0 K ó p a v o g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Bjarki Steinn farinn í ítölsku deildina Mosfellingurinn Bjarki Steinn Bjarkason er genginn í raðir ítalska knattspyrnufélagsins Venezia en hann kemur til félagsins frá ÍA. Bjarki Steinn er tvítugur og hefur leikið með ÍA frá árinu 2018, fyrst í 1. deildinni en svo í Pepsi Max- deildinni. Hann hefur leikið fimm deildarleiki í sumar og skorað eitt mark. Bjarki, sem á að baki níu leiki fyrir yngri landslið Íslands, hóf feril- inn með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára við Venezia. Afturelding keppi í taekwondo á netinu Á þessum fordæmalausu tímum þarf að hugsa út fyrir boxið. Og það hefur verið gert í Taekwondo. Mót í poomsae/tækni eru í gangi um allan heim á netinu. Þá þurfa ið- kendur að taka upp myndbönd sem þeir deila á YouTube. Það er svo fimm manna alþjóðleg dómnefnd sem fer yfir myndböndin og dæmir. Iðkendur frá Aftureldingu hafa verið dugleg að taka þátt. Aþena Kolbeins vann gullverðlaun á Virtual Range Open Poomsae Competition og silfurverðlaun á World Taekwondo Oceania. María Guðrún Svein- björnsdóttir fékk bronsverðlaun á American Online Championship. Aðrir iðkendur frá Aftureldingu sem hafa keppt á netmótum og staðið sig vel en ekki komist á pall að þessu sinni eru: Aþena Rán, Ásthildur Emma, Iðunn Anna, Regína Bergmann og Steinunn Selma. Aðsend grein - Haustið er fram undan með fullt af nýjum áskor- unum. „Þetta verður eitthvað,“ hugsaði ég um daginn, en nýjar áskoranir eru spennandi og þær eru sannarlega til staðar hjá okkur í Aftureldingu þessa dagana. Auðvitað hef ég þungar áhyggjur af stöðunni, hún er grafalvarleg fjárhagslega hjá okkur, en félags- og mann- auðurinn okkar hefur sýnt það undanfarið að við förum létt með að aðlagast nýju umhverfi. Við höfum náð að tækla alla þá bolta sem hefur verið kastað til okkar hvort sem það er að færa æfingar yfir á rafrænt form eða „mastera“ sóttvarnaraðgerðir og allt þar á milli. Fjárhagslegar áskoranir eru þær áskoran- ir sem eru okkur erfiðastar þessa dagana og þar liggja mínar áhyggjur. Ljóst er að Aftur- elding hefur orðið af mörgum mjög stórum fjáröflunum og gríðarlegum tekjumissi það sem af er þessa Covid-ástands og ekki útséð með hvernig endar. Hvernig við leysum það á eftir að koma betur í ljós, en það er alveg á hreinu að allir verða að leggjast á árar þar og eru allar góðar hugmyndir og framlög mjög vel þegin. Vissulega kom styrkur frá ÍSÍ en ljóst er að sú úthlutun er bara dropi í hafið í samanburði við þann tekjumissi sem við höfum orðið fyrir en sannarlega munar mikið um engu að síður. En eins og Helgi Björns söng „Það bera sig allir vel,“ það er ekkert annað í boði. Það hefur aldrei verið mikilvægara að halda börnunum okkar við efnið og við í Aftureldingu höfum mikinn metnað fyrir því að halda úti því allra besta íþróttastarfi sem völ er á. Við bjóðum upp á íþróttir í ellefu grein- um og eru stundatöflur haustsins komnar á heimasíðu félagsins afturelding.is og þar held ég að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Keppni í meistaraflokkum er eitthvað sem við horfum ekkert mjög langt fram í tímann með, þar erum við háð því sem sérsamböndin og þríeykið ákveður hverju sinni í samræmi við ástandið. Íslandsmót- ið í fótbolta gengur ennþá og ljóst er að það mun teygja sig ansi langt inn í haustið og veturinn. Það er augljóst að þegar hand- boltinn og blakið fara af stað verður krefj- andi verkefni hjá okkur miðað við þær sótt- varnarreglur sem eru í gildi núna að láta þetta allt ganga upp, en til þess að það verði þurfum við öll að vera reiðubúin til þess að sýna mikla tillitssemi og aðlögunarhæfni. Ég er engu að síður bjartsýn fyrir vet- urinn og það er von mín að við leggjumst öll á eitt til þess að láta þetta ganga vel og vonandi getum við fljótlega horft til baka til þessa ástands og haldið áfram óheft. Verum góð hvert við annað og hlýðum Víði. Áfram Afturelding, Birna Kristín Jónsdóttir Formaður Aftureldingar. Áskoranir haustsins! Knattspyrnusumarið 2020 hefur verið undarlegt, Íslandsmótið byrjaði ekki fyrr en um miðjan júní og hlé var gert á leikjum í byrjun ágúst vegna Covid-19. Boltinn byrjaði aftur að rúlla um miðjan ágúst en allir leikir fara fram án áhorfenda. Báðir meistarflokkarnir hjá Aftureldingu spila í Lengjudeildinni sem er næstefsta deild á Íslandi. Kvennaliðið er sem stendur í 5. sæti með 12 stig eftir 9 leiki. Stelpurnar spila næst við Gróttu fimmtudaginn 27. ágúst kl. 19.15 á Fagverksvellinum. Strákarnir eru í 8. sæti, einnig með 12 stig eftir 11. leiki. Þeir eiga næsta leik laugardaginn 29. ágúst kl. 14, einnig á Fagverksvellinum að Varmá. Um helgina lauk Íslandsmóti unglinga í höggleik sem fram fór á glæsilegum Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Golfklúbbur Mosfellsbæjar átti rúmlega 20 þátttakendur á mótinu sem öll stóðu sig með stakri prýði. Kristófer Karl Karlsson varð Íslands- meistari í flokki 19-21 árs en hann lék frábært golf í mótinu. GM kylfingarnir Andri Már og Ingi Þór skipuðu 2. og 3. sæti í flokknum og átti GM því efstu 3 kylfingana. María Eir Guðjónsdóttir varð Íslands- meistari í flokki 15-16 ára stúlkna en hún sigraði með 5 högga mun. Katrín Sól hafnaði í 3. sæti í sama flokki. Þá varð Kristín Sól Guðmundsdóttir stigameistari í flokki 17-18 ára stúlkna. marki fagnað fyrr í sumar Leikið án áhorfenda á Fagverksvelli Kristófer Karl og María Eir Íslandsmeistar maría eir guðjónsdóttirkristófer karl karlsson

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.