Mosfellingur - 08.10.2020, Side 19
www.mosfellingur.is - 19
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Skipulagsmál í vinnslu
Mosfellsbær hefur undanfarið kynnt tvær skipulagslýsingar að
breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi í sveitar-félaginu.
Málin eru að ólíkum toga og eru eftir auglýsingu til úrvinnslu á
skipulagssviði. Þar sem ekki er kostur að halda íbúafundi vegna
sóttvarna minnum við íbúa og hagsmunaaðila á að fylgjast vel með
auglýstum tillögum bæði á vef sveitarfélagsins, mos.is, sem og í
blöðum. Spurningum má alltaf beina til starfsmanna í símatíma
eða með pósti á skipulag@mos.is. Formlegar athugasemdir
skulu einnig berast á téð netfang þegar óskað er eftir þeim á
auglýsingatíma.
Tjaldanes deiliskipulag
Nýtt deiliskipulag fyrir Tjaldanes, norðan Þingvalla-vegar, L125059,
3,6 ha. að stærð. Svæðið er bæði innan landbúnaðarsvæðis 205-
L og þjónustusvæðis 226-V. Á Tjaldanesi standa 5 byggingar er
hýsa gisti- og íbúðarrými, markmið með nýju skipulagi er að fjölga
húsum um 6 á jafn mörgum lóðum. Staðsetning húsa má sjá á
mynd en stærðir taka mið af þeirri byggð sem fyrir er á svæðinu.
Lýsingin var kynnt frá 27. júní til 18. júlí 2018.
Dalland aðalskipulag
Aðalskipulagsbreyting fyrir löndin L195745 og L123625 fjallar
um að stækka landbúnaðarsvæði Dalland 524-L um 6,1 ha. til
austurs. Svæðið er óbyggt í dag. Lýsingin er enn aðgengileg á vef
Mosfellsbæjar. Uppdrátt að fyrirhugaðri stækkun má sjá á mynd og
munu ákvæði falla að gildandi aðalskipulagi. Lýsingin var kynnt frá
6. júlí til 4. ágúst 2020.
Ofangreind mál munu vera tekin fyrir á seinni stigum í
skipulagsnefnd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Þau verða auglýst
og kynnt eins og skipulagslög nr. 123/2010 segja til um. Íbúum
formlegar athugasemdir. Auglýstar skipulagstillögur má alltaf
skoða á mos.is/skipulagsauglysingar.
Kristinn Pálsson
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Ungdómskór fyrir 10 – 14 ára
kóræfingar á mánudögum kl. 15 – 16.15.
Barnakór fyrir 7 – 9 ára,
kóræfingar á mánudögum kl. 16.30 – 17.30.
Æfingar verða í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3.
Nánari upplýsingar og skráning er inn á lagafellskirkja.is.
Kórstjóri er Þórdís Sævarsdóttir, söngkona og tónmenntakennari og
Þórður Sigurðsson, organisti sér um undirleik.
Kórskóli
Lágafellskirkju
Æfingar hefjast mánudaginn 12. október:
H
öf
un
du
r k
ro
ss
gá
tu
: B
ra
gi
V
. B
er
gm
an
n
- b
ra
gi
@
fr
em
ri.
is
Mikil sala
Ég vil vinna
fyrir þig!
- fagleg og persónuleg þjónusta
Hringdu í 897-1533
davíð Ólafsson lög. fast.
david@fastborg.is