Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 8

Ægir - 2019, Blaðsíða 8
8 „Okkar sérhæfing er fyrst og fremst í þjónustu við upp- sjávarveiðar, bæði uppsetn- ingar á nýjum veiðarfærum og viðhaldi eftir því sem á þarf að halda. Hér framleið- um við flottroll fyrir kol- munna-, síldar-, makríl- og loðnuveiðar auk þess að setja upp flottrollspoka. Þessa dagana er talsvert að gera í því fyrir komandi kol- munnavertíð en að óbreyttu stefnir í að skipin fari á Rockall-svæðið til veiða og þá þarf mjög sterka poka. Viðhald á nótum er einnig talsverður hluti okkar verk- efna og því segir það sig sjálft að það kemur verulega við okkur ef brestur verður í loðnuveiðum eins og stefnt hefur í að verði þetta árið,“ segir Stefán B. Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Eger- sund Ísland á Eskifirði. Fyr- irtækið er hluti af Egersund Group A/S í Noregi og hefur yfir að ráða 3.200 fermetra húsi fyrir sína starfsemi við höfnina á Eskifirði en þar er bæði góð aðstaða til veiðar- færavinnu og svokallað nótahótel til geymslu á nót- um innandyra. Framkvæmd- ir standa nú yfir hjá Eger- sund Ísland við byggingu þvotta- og litunarstöðvar fyrir poka í eldiskvíum og eru þær liður í frekari efl- ingu fyrirtækisins í þjónustu við fiskeldi. Hátt í 300 milljóna króna framkvæmdir Þegar búið er að slátra fiski úr eldiskví er hún tekin á land og þá þarf að þvo pokann og meðhöndla. Þetta er sú þjón- usta sem Egersund Ísland er að koma upp en pokarnir verða þvegnir og fara síðan í gegnum gæðaeftirlit og við- gerðir ef á þarf að halda. Síð- an í sérstakt sótthreinsi- og litunarefni sem meðal annars hefur þann tilgang að varna því að sjávargróður eins og t.d þari taki sér bólfestu í net- inu. Egersund á Eskifirði er fyrsta fyrirtækið hér á landi til að bjóða fiskeldisfyrirtækj- um þessa þjónustu. „Framkvæmdirnar eru lið- ur í því að breikka okkar þjón- ustusvið og fylgja eftir upp- byggingu í fiskeldi hér á landi. Í heild er um að ræða fjárfest- ingu hjá okkur fyrir 250-270 milljónir króna, stöð sem við byggjum með þvottastöðvar Egersund sem fyrirmynd en Egersund Ísland á Eskifirði Þvotta- og litunar- stöð fyrir sjókvíapoka í byggingu ■ Netagerð Egersund er við höfnina á Eskifirði, vel búið hús með nótahóteli.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.