Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 19

Ægir - 2019, Blaðsíða 19
19 svo er Rut Jónsdóttir hjá Hampiðjunni með þann þriðja. Módelgerðin er hjá Veiðafæraþjónustu. Annars eru nemend- ur á námssamningi hver hjá sínu verk- stæði auk náms við skólann. Hörður seg- ir að raunfærnimatið hafi hjálpað mörg- um og aukið áhuga á því að ljúka sveins- prófi. Það komi til góða þeim sem ekki voru tilbúnir í skóla þegar þeir voru yngri en hafi ýmist verið á sjó eða unnið á netaverkstæðum. Aldur netagerðarmanna ískyggilega hár „Ég vil ekki segja að þetta sé deyjandi stétt en meðalaldur lærðra netagerðar- manna er orðinn ískyggilega hár. Nú eru nemendur að týnast inn á ný en það þarf að ýta undir yngra fólkið í þessum efnum. Stefna stjórnvalda hefur ekki verið sú heldur er öllum stýrt inn í menntaskóla og síðan háskóla. Iðn- menntunin hefur því setið á hakanum. Hvað varðar netagerðina hefur orðið samþjöppun í útgerðinni og sömuleiðis á verkstæðunum. Við höfum verið með sama mannskapinn frá því við byrjuðum þar til í fyrra eða hitteðfyrra. Þá fóru menn að hætta vegna aldurs og þá stóð- um við fram fyrir því að þurfa nýjan mannskap. Fá yngri menn til að koma inn í fagið en það virðist ekki vera hlaupið að því. Við keppum ekki við sjó- menn í launum en erum á svipuðu róli og aðrar iðngreinar í launum að mestu leyti held ég,“ segir Hörður Jónsson hjá Veiðarfæraþjónustunni í Grindavík. Ekki bara fyrir karlmenn Hörður segir netagerðina hafa verið svolítið karllæga stétt en það þurfi hún alls ekki að vera. „Erlendis eru til dæmis mjög margar konur í þessari grein og standa sig mjög vel. Þess vegna þarf að kynna þetta nám fyrir konum líka. Þetta er þægileg vinna sem að mestu leyti er unnin inni, þrifaleg vinna við góðar að- stæður. Við þurfum að kynna þetta á þann hátt að það veki áhuga hjá yngra fólki. Þar má til dæmis nefna að það er heilmikil tölvuvinna í hönnun veiðar- færa,“ segir Hörður Jónsson. Veiðarfæri ■ Verklega námið fer fram á netaverkstæðum víða um land, meðal annars í Hampiðjunni þar sem þessi mynd er tekin.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.