Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 20

Ægir - 2019, Blaðsíða 20
20 Nýjar rafmagnstogvindur frá íslenska vindufram- leiðslufyrirtækinu Naust Marine voru settar í frysti- togarann Blæng NK undir lok síðasta árs og hafa þær reynst vel, að sögn Helga Kristjánssonar, markaðs- stjóra Naust Marine. Raunar eru þetta fyrstu vindurnar frá Naust Marine sem fara í íslenskt fiskiskip eftir að fyrirtækið hóf framleiðslu á Spáni undir eigin merkjum á síðasta ári eftir að hafa ver- ið með vinduframleiðslu um tíma í Serbíu. Fram að því hafði fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu á stjórnkerfum fyrir rafmagnsvindur. Rafmagnsvindur í staðinn fyrir vökvavindurnar Naust Marine hefur frá því fyrirtækið var stofnað árið 1993 lagt áherslu á kosti raf- drifins sjálfvirks togvindu- kerfis, ATW CatchControl og framleitt sjálft stjórnbúnað fyrir kerfin. Með tilkomu eigin framleiðslu á vindunum sjálf- um urðu því þáttaskil í þjón- ustu fyrirtækisins á þessum markaði. „Við getum nú boðið heild- stæð rafmagnsvindukerfi undir okkar merkjum og höf- um á að skipa þrautreyndu fólki bæði í stjórnkerfafram- leiðslunni hér heima og í vindu smíðinni á Spáni. Við framleiddum vindukerfi á síð- asta ári í stórt vinnsluskip í Bandaríkjunum en vindurnar í frystitogarann Blæng voru þær fyrstu sem við framleið- um fyrir íslenskan markað,“ segir Helgi en um borð í Blæng er 22 ára gamalt vindu- stjórnkerfi frá Naust Marine sem hefur staðið sig prýðilega og var ákveðið að nota það áfram. Undir vinduframleiðsluna falla fjölmargar gerðir af vindum, s.s. togvindur, kapal- vindur, grandaravindur, aukavindur, akkerisvindur og fleiri. Naust Marine framleiðir einnig stjórnkerfi fyrir víra- röðun, aflstjórnkerfi fyrir vél- arrúm (samkeyrsla á rafölum), viðvörunarkerfi og fleira. Stórt verkefni í Rússlandi í farvatninu „Stærstu tækifærin fyrir okk- ar framleiðslu eru sem fyrr á erlendum mörkuðum. Það stefnir í að við setjum stjórn- og vindukerfi í stórt vinnslu- skip í Bandaríkjunum síðar á þessu ári og sömuleiðis er spennandi verkefni hjá okkur í nýju vindukerfi í hollenskan dragnótabát sem stundar veiðar syðst í Norðursjó. Við vitum af fleiri slíkum útgerð- um í Hollandi sem fylgjast með hver reynslan verður. Síðan eru verkefni í sjón- máli í Rússlandi, beggja vegna ef svo má segja. Bæði skip sem eru á austurströnd Rússlands þar sem við höfum sett tals- Naust Marine Nýjar vindur settar frystitogarann í Blæng NK ■ Ný kapalvinda frá Naust Marine í bandaríska vinnsluskipinu Seafreeze America.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.