Ægir - 2019, Blaðsíða 33
33
16% fuglanna með meira en
0,1 g í maga
Niðurstöður rannsóknanna voru þær að
plast fannst í 70% fýlanna og var hlut-
fallið svipað á báðum tökusvæðum. Um
16% fýlanna voru með meira en 0,1 g af
plasti en meðalfjöldi plastagna var 3,65.
Fýlar frá Vestfjörðum voru með fleiri
plastagnir í sér að meðaltali, eða 4,67 á
móti 2,68 í fuglunum fyrir Norðaustur-
landi. Segir í skýrslunni að þessi munur
stafi öðru fremur af óvenju mörgum
plast ögnum í tveimur fuglanna frá Vest-
förðum sem hvor um sig voru með 28
plastagnir í maga. Marktækt var meira
plast í kvenfuglunum en karlfuglunum.
Aðalsteinn segir niðurstöðurnar í
takti við mælingar á plasti í fýlum ann-
ars staðar við Norður-Atlantshaf. Frem-
ur lítið sé af plasti í íslensku fýlunum
miðað við fugla sunnar í álfunni. Hlutfall
fugla með yfir 0,1 g af plasti í sér mæld-
ist t.d. 78% við Ermarsund árið 2011 en
16% í rannsókninni hér við land í fyrra,
líkt og áður segir. „Plastið minnkar eftir
því sem norðar dregur og við erum t.d.
með heldur minna plast en í Færeyjum
og á Svalbarða mælist aðeins minna í
fýlum en hjá okkur. Magnið eykst eftir
því sem nær kemur þéttbýlinu á megin-
landi Evrópu,“ segir Aðalsteinn.
Minna plast en í eldri mælingum
Tvisvar áður hefur plast í meltingarvegi
fýla verið rannsakað hér á landi. Árið
2011 var safnað fuglum af línubátum úti
fyrir Vestfjörðum og hins vegar voru 40
fýlar skotnir á Vestfjörðum haustið 2013
og í febrúar 2014. Niðurstöður rann-
sókna á þessum fuglum sýndu í báðum
tilvikum meiri tíðni plasts en í rannsókn-
inni 2018. Þannig voru 28% fuglanna
með meira en 0,1 g af plasti í maga árið
2011 og 47,5% samkvæmt frumniðurstöð-
um árið 2014. Aðalsteinn segir þó óvar-
legt að draga of víðtækar ályktanir af
samanburði á þeim niðurstöðum og
rannsókninni í fyrra.
„Reglan er sú í svona vöktunarmæl-
ingum að til að fá heildstæða mynd þarf
að vera röð mælinga yfir lengra tímabil.
Þegar ekki er um að ræða fleiri fugla en
raun ber vitni þá getur verið breytileiki
milli ára og hreinar tilviljanir sem hafa
veruleg áhrif þannig að ég met það svo
að við getum ekki sagt mikið til um þró-
unina í plastmenguninni fyrr en við höf-
um röð mælinga að nokkrum árum liðn-
um til að bera saman. Mælingar nær
þéttbýlinu í Evrópu hafa ekki gefið til-
efni til að ætla að plastagnir í fýlum fari
minnkandi og þar af leiðandi er líklegra
að tilviljanir ráði meiru um það að plast-
ið mældist meira árin 2011 og 2014 í sam-
anburði við niðurstöður okkar mælinga í
fyrra,“ segir Aðalsteinn Örn
Vegna áframhalds þessara rannsókna
leitar Náttúrustofa Norðausturlands að
áhugasömum sjómönnum sem vilja safna
fýlum. Þeim er bent á að hafa samband
við Aðalstein Örn í síma 464-5111 eða á
netfanginu alli@nna.is
Mælingar Rannsóknarseturs Háskóla
Íslands á Suðurnesjum í fyrra sýna að
örplast finnst í fjörukrælingi á öllum
þeim stöðum sem kannaðir voru.
Sýnatökustöðvar í verkefninu voru
alls sex, þ.e. í Ósabotnum á Reykja-
nesi, við Hvassahrauni, á Geldinga-
nesi, í Hvalfirði, við Bjarnarhöfn á
Snæfellsnesi og í Skötufirði við Ísa-
fjarðardjúp. Ekki reyndist marktækur
munur á fjölda örplastagna í krækl-
ingi milli þessara stöðva.
Plastagnirnar sem fundust í krækl-
ingnum voru aðallega þræðir af ýms-
um gerðum og litum. Fjöldi örplast-
agna var á bilinu 0-4 í hverjum krækl-
ingi og fundust plastagnir í 40-55%
kræklings á hverri stöð. Í heild fund-
ust 77 örplastagnir í 120 kræklingum,
þ.e. 1,27 örplastögn pr. krækling.
Safnað var kræklingum á stærðar-
bilinu 4-5 cm neðarlega í fjöru á öllum
sex stöðvunum, að því er segir í nið-
urstöðuskýrslu rannsóknarinnar.
„Í samanburði við rannsóknir NIVA
í Noregi frá árinu 2017 reyndist ör-
plastmengun minni í kræklingi hér við
land. Í Noregi var kræklingi safnað á
13 stöðum við strendur landsins en
þar var meðalfjöldi örplastagna fyrir
allar stöðvar 1,84 per krækling og 1,85
á hvert gramm votvigtar kræklings.
Kræklingur virðist koma vel út sem
bendilífvera fyrir mat á örplastmeng-
un í hafinu við Ísland. Reynt var að
staðla sýnatökur með tilliti til stærðar
dýranna, búsvæðis þeirra og hæðar í
fjöru við söfnun en breytileiki verður
alltaf einhver á milli staða og lands-
hluta,” segir í niðurstöðuskýrslu
rannsóknarinnar sem gefin var út
fyrir skömmu.
Tekin voru sýni af fjörukræklingi á
sex stöðum á vestanverðu landinu
og reyndist ekki vera marktækur
munur á fjölda örplastagna í þeim.
Minna plast í fjörukræklingi en í Noregi
■ Hér má sjá agnir úr maga fýls. Mesta magn í einum fugli voru 28 örplastagnir.
Mengun hafsins