Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 26

Ægir - 2019, Blaðsíða 26
26 Nú um áramótin var öll starfsemi Hampiðjunnar sem snýr að veiðarfæra- gerð, sölu og þjónustu á Ís- landi sameinuð starfsemi Fjarðanets ehf. í Neskaup- stað og nafni félagsins breytt í Hampiðjan Ísland ehf. Jón Oddur Davíðsson, sem áður var sölu- og mark- aðsstjóri Hampiðjunnar tók við framkvæmdastjórn nýja félagsins og segir hann þessar skipulagsbreytingar skerpa enn frekar áherslu Hampiðjunnar á þjónustu við viðskiptavini sína hér- lendis. Fimm starfsstöðvar og 70 starfsmenn „Hampiðjan hefur um árabil verið meirihlutaeigandi Fjarðanets en keypti allt hlutafé félagsins á síðasta ári og í kjölfarið var öll starfsem- in sameinuð í eitt félag. Mark- miðið er að auka samvinnu milli okkar starfsstöðva, miðla þekkingu og verkefnum, nýta betur mannskapinn en um leið erum við að efla þjónustunet Hampiðjunnar út um landið og færa okkur enn nær við- skiptavinunum. Það er lykilat- riði að þeir geti gengið að okkar þjónustu í sinni heima- byggð,“ segir Jón Oddur. Í heild verða starfmenn Hampiðjunnar Ísland ehf. um 70 talsins en auk netagerðar og annarrar starfsemi í Reykjavík rekur félagið starfs- stöð í Vestmannaeyjum til viðbótar netaverkstæðunum á Ísafirði, Akureyri og Neskaup- stað sem áður tilheyrðu Fjarðaneti. Nýtt hús í Neskaupstað tilbúið í vor „Hér í Reykjavík rekum við stórt og mjög öflugt netaverk- stæði en á fyrri hluta þessa árs reiknum við með að taka í notkun nýbyggt og mjög vel búið hús í Neskaupstað þar sem auk fullkomins netaverk- stæðis verður mjög góð að- staða til geymslu á nótum. Það er ákveðin bylting fyrir okkur að geta boðið viðskipta- vinum slíka þjónustu. Við stát- um því af tveimur mjög stórum og velbúnum neta- verkstæðum þegar húsið í Neskaupstað verður tilbúið, sem ég vona að verði í vor eða byrjun sumars,“ segir Jón Oddur. Við þessar breytingar tók Árni Skúlason við starfi fram- leiðslustjóra nýja félagsins, Jón Einar Marteinsson stýrir útibúinu í Neskaupstað, Her- mann Guðmundsson er rekstr- arstjóri á Akureyri og Snorri Sigurhjartarson rekstrarstjóri á Ísafirði. Jón Oddur segir áherslur einstakra útibúa verða með svipuðum hætti og verið hafi. „Lykilatriði er að veita sem besta þjónustu í byggðarlögunum en sem fyrr mun útibúið fyrir austan verða með mikla áherslu á þjónustu við uppsjávarveið- arnar og með sama hætti eru öflugar útgerðir á Norðurlandi og Vestfjörðum sem útibúin í þessum fjórðungum munu þjónusta. Vonandi verður þetta til mikilla hagsbóta fyrir útgerðirnar, það er okkar markmið,“ segir Jón Oddur. Byggt á langri samfylgd með íslenskum sjávarútvegi Sem fyrr segir Jón Oddur mikla samkeppni ríkja í sölu veiðarfæra og þjónustu en Hampiðjan hafi af að státa mjög langri sögu í íslenskum sjávarútvegi. „Verð, þjónusta og gæði eru áhersluefni sem þurfa að fara saman. Vöruþróun er sífellt í gangi og á því sviði hefur Hampiðjan alla tíð verið leið- andi, hvort heldur er þróun í efnum eða uppsetningu veið- arfæra. Við höfum að baki okkur öfluga framleiðslu Hampiðjunnar í Litháen en það hefur líka verið okkar gæfa í gegnum tíðina að eiga í góðu samstarfi við skipstjórn- endur og fyrirtæki hér á landi um vöruþróun og prófanir á nýjum hugmyndum. Stöðugt eru nýjungar að koma fram í togveiðarfærum og við erum þakklátir fyrir hversu viljugir skipstjórnarmenn eru að gefa sér tíma til að prófa nýja hluti fyrir okkur. Með því að færa starfsemina á Íslandi í eitt fé- lag undirstrikum við það markmið okkar að vera áfram leiðandi í vöruþróun og þjón- ustu á veiðarfærasviðinu hér á landi,“ segir Jón Oddur. „Markmiðið að vera áfram leið- andi í vöruþróun og þjónustu“ segir Jón Oddur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hampiðjunnar Ísland ehf. ■ Jón Oddur Davíðsson. ■ Unnið í djúpnót á netaverkstæði Hampiðjunnar Ísland ehf. í Reykjavík. ■ „Vöruþróun er sífellt í gangi og á því sviði hefur Hamp- iðjan alla tíð verið leiðandi, hvort heldur er þróun í efnum eða uppsetningu veiðarfæra,” segir Jón Oddur. Veiðarfæri

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.