Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 10

Ægir - 2019, Blaðsíða 10
10 Marás ehf. hefur tekið við umboði hér á landi fyrir spænska vinduframleiðand- ann Ibercisa. „Með tilkomu þessa umboðs getum við boðið heildstæð stjórn- og vindukerfi hér á markaðnum en við höfum um árabil selt „auto-troll“ vindustjórnbún- að frá Scantrol í Noregi, bæði í nýsmíðar í fiskiskipaflotan- um og eldri fiskiskip,“ segir Þorkell Guðmundsson, sér- færðingur í Scantrol búnað- inum hjá Marás. Þorkell segir að auk sölu- umboðs fyrir Ibercisa vindurn- ar muni Marás hér eftir annast alla viðhalds- og varahluta- þjónustu fyrir þá fjölmörgu notendur Ibercisa sem eru í fiskiskipaflotanum. „Scantrol í Noregi hefur um árabil unnið með Ibercisa og því búum við að mikilli reynslu í notkun þessara kerfa. Þetta eru hvort tveggja mjög þekkt merki og mikið ánægjuefni fyrir okkur að geta nú boðið heildstæðar lausnir á þessu sviði fyrir allar gerðir togskipa,“ segir Þorkell. Scantrol tengjanlegt við allar vindur Vindustjórnbúnaður frá Scan- trol segir Þorkell hafa þann stóra kost að auðvelt sé að tengja hann mismunandi vindu búnaði, hvort heldur er um að ræða vökvaknúnar há- þrýsti- eða lágþrýstivindur eða rafmagnsvindur. Framleið- andinn leggi mikið upp úr að kerfið geti þannig nýst sem best, óháð því hvaða gerð af vindum skip eru búin. „Scantrol á sér langa sögu og mörg íslensk skip eru með kerfið en ég hef einnig komið að uppsetningum á Scantrol- kerfinu erlendis, m.a. í stór stórum rússneskum vinnslu- togurum sem fá viðhaldsþjón- ustu í Suður-Kóreu. Tengi- hæfni kerfisins og einfaldleik- inn eru stóru kostir Scantrol kerfisins. Svona „auto-troll“ kerfi hefur gjörbreytt vinnu skipstjórnenda. Áður fyrr köstuðu menn út trollinu og treystu á bremsurnar en núna er allt stillt inn í kerfið sem síðan sér um að halda veiðar- færinu nákvæmlega eins og beðið er um, gefa eftir og hífa inn eftir því sem átakið breyt- ist. Og halda einnig réttri stöðu í stjór og bak til að veið- arfærið sé sem réttast eða þá að stilla kerfið inn á ákveðna skekkju ef þess gerist þörf og þá sér Scantrol um að halda henni.“ Scantrol sér um togið frá upphafi til enda Grunnvirknin er sú að kerfið sér algjörlega um að halda trollinu sem allra mest opnu fyrir aftan skipið, sem að sjálf- sögðu er lykilatriði í því að ná árangri í veiðum. „Þegar á að hífa er bara ýtt á einn takka á skjánum og hífir kerfið trollið inn sjálfkrafa og stoppar þar sem það tók við, þegar trollið var látið fara. Maðurinn í brúnni tekur þá við með fjarstýringunni og klárar ferlið þaðan. Svona vinnur þetta í grunninn; stjórnar öllu ferlinu frá því trollið er komið í sjóinn og þar til það er komið upp að skipinu á ný,“ segir Þorkell. Hann segir „auto-troll“ hafa gjörbreytt vinnu skipstjóranna og ekki síður hlífi kerfið ýms- um búnaði, s.s. vindum og bremsum, að ónefndum veiðar- færunum sjálfum. „Í dag reynir enginn að kasta veiðarfæri með gamla laginu eftir að hafa notað „auto-troll“. Þetta er ómissandi tæki í nútíma fiskveiðum,“ seg- ir Þorkell. Marás með Ibercisa vindur og Scantrol stjórnkerfi ■ Skjámyndir úr Scantrol vindustjórnkerfinu gera notendum auðvelt að fylgjast með og stilla kerfið. Scantrol sér síðan um togið frá upphafi til enda. ■ Togskip búið Ibercisa vindukerfi. Marás hefur nú tekið við um umboði fyrir þetta merki hér á landi. Veiðarfæri

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.