Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 8

Ægir - 2019, Blaðsíða 8
8 Stærsta aðildarfélag Landssambands smábátaeigenda er Snæfell, félag smábáta- eigenda á Snæfellsnesi. Örvar Már Marteinsson, formaður félagsins, segir ýmis hagsmunamál brenna á sínum félagsmönnum, til að mynda sé baráttumál línuút- gerðanna að fá heimildir til að róa með net þegar það hentar betur. Sér í lagi verði þörfin fyrir önnur veiðarfæri knýjandi þegar loðna gengur á veiðisvæðið snemma vors. Við þær aðstæður detti krókaveiðin niður. Mikilsverðast segir Örv- ar Már vera almenn rekstrarskilyrði smábátanna sem séu hagstæðari nú en voru í fyrra, fyrst og fremst vegna hærra fiskverðs. Þær breytingar sem gerðar voru á veiðileyfagjöldum í vetur séu einnig til bóta. Örvar Már stendur ásamt föður sín- um og bróður að Sverrisútgerðinni í Ólafsvík sem gerir út tvo báta, línubát- inn Sverri SH 126 og handfæra- og grá- sleppubátinn Glað SH 226. „Við gerum Sverri SH út árið um kring og að stærstum hluta á línu en ég geri ráð fyrir að verða eitthvað á hand- færum á honum í sumar líka,“ segir Örv- Mikið hagsmunamál að línuútgerðirnar fái heimild til netaveiða segir Örvar Már Marteinsson hjá Sverrisútgerðinni ehf. í Ólafsvík og formaður Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi ■ Það koma oft vænir þorskar á línuna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.