Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 17

Ægir - 2019, Blaðsíða 17
17 en hann byrjaði grásleppuveiðar þetta vorið þegar leyft var þann 20. mars. Fyr- ir vertíðina fór hann, líkt og áður, á rauðmaganet en aflinn var fremur treg- ur í ár. Þekkti ekki í sundur síldarkónginn og Churchill Hartmann byrjaði á sjónum 16 ára gam- all, þá á Hauk ÓF á þorskanetum. Ári síð- ar fór hann á síld á Pólstjörnunni EA á Dalvík hjá þeim merka skipstjóra Ólafi Magnússyni sem hafði til að mynda ver- ið skipstjóri á Eldborginni, því mikla aflaskipi. „Ólafur hafði viðurnefnið „Herring King“ sem segir nú eitthvað um hversu fiskinn hann var á síldinni. Enda einn af aflakóngum síldaráranna. Ég var nú svoddan gutti á þessum árum en ég man að einu sinni sem oftar sendi Ólafur skipstjóri mig eftir te fyrir sig sem ég færði honum inn í skipstjóraklefann. Ólafur hafði verið mikið í siglingum á stríðsárunum og var með mynd af Win- ston Churchill á veggnum í klefanum. Og þegar ég sé myndina þá spurði ég skip- stjórann hvort þetta væri mynd af hon- um! Ég man alltaf hvað karlinn hneggj- ■ Fallegur vordagur við Eyjafjörðinn og fátt betra en draga net úr sjó. ■ Og svo er lagt á nýjan leik. Grásleppan virðist vera farin að grynnka á sér, færa sig nær landinu, segir Hartmann. Smábátar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.