Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 33

Ægir - 2019, Blaðsíða 33
33 Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um tímabundnar lok- anir á veiðisvæðum á grunn- slóð við Ísland til umsagnar. Samkvæmt reglugerðinni er lagt til að 16 veiðisvæðum verði lokað tímabundið til tveggja til þriggja ára. Starfshópur um faglega endurskoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum skilaði skýrslu til ráðherra í september 2018. Í skýrslunni voru m.a. lagðar til breytingar á framkvæmd lok- ana veiðisvæða. Á undanförn- um árum hefur skyndilokunum á djúpslóð fækkað, en fjölgað á grunnslóð. Með öðrum orðum hafa skyndilokanir færst af hefðbundnum veiðisvæðum togaraflotans inn á grunnslóð- ina, þar sem hluti línubátanna en þó sérstaklega handfæra- bátarnir stunda veiðar. Starfs- hópurinn lagði til að tilteknum svæðum, þar sem mest væri um skyndilokanir eða smáfisk, yrði lokað með reglugerð. Í þeim drögum sem nú eru kynnt er lagt til að 16 svæðum verði lokað tímabundið til tveggja til þriggja ára. Af þessum 16 svæðum eru 9 svæði ný og þar er lagt til að lokunin gildi hluta úr ári, en á 7 svæðum eru reglugerðir nú þegar í gildi og þar eru 5 svæði lokuð hluta úr ári en 2 svæði lokuð allt árið. Tillögurnar voru unnar í samráði og samstarfi við Haf- rannsóknastofnun, Fiskistofu, Landsamband smábátaeigenda, Samtök fyrirtækja í sjávarút- vegi og Samtök smærri út- gerða. Í hluta draganna er far- ið alfarið eftir tillögum heima- manna en hluti draganna byggist á sögu skyndilokana og öðrum gögnum þar sem engar tillögur frá heimamönnum bár- ust eða samstarfsvilji þeirra var lítill. Samhliða er lagt til að við- miðunarmörkum vegna lokana veiðisvæða verði breytt sam- kvæmt tillögu Hafrannsókna- stofnunar. Viðmiðunarmörk fyrir þorsk, ýsu og ufsa verði 50% af fjölda, í stað 25% í þorski og 30% í ýsu og ufsa, en lengdarmörk verði óbreytt (55 cm í þorski og ufsa og 45 cm í ýsu). Hert á svæðalokunum vegna smáfisks ■ Mörg þeirra16 veiðisvæða sem lokað verður tímabundið á grunnslóðinni samkvæmt reglugerðardrögunum eru ný og lagt til að lokunin gildi hluta úr ári. Fréttir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.