Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 11

Ægir - 2019, Blaðsíða 11
11 Það eru einkum fjögur mál sem eru eigendum smábáta til umhugsunar þessa dagana. Það er frumvarp til laga um fyrirkomulag makrílveiða, grásleppuveiðar, strandveiðar og línuívilnun. Þeir eru ósáttir við fyrirhugaða breytingar á veiði- stjórnun á makríl, þeir vilja tryggingu fyrir 48 strandveiðidögum, vilja byggja á núverandi veiðistjórnun á grásleppu og vilja línuívilnun fyrir alla smábáta. Ægir ræddi þessi mál við Örn Pálsson, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeig- enda. Ósáttir við makrílfrumvarp „Frumvarp sjávarútvegsráðaherra um makrílveiðar hefur verið kynnt í sam- ráðsgátt Alþingis, en eftir á að mæla fyr- ir því. Við erum mjög ósáttir við hvernig að því er staðið. Í fyrra féll úr gildi ákvæði til bráðabirgða um að taka til hliðar aflaheimildir fyrir smábátana. Þá féll einnig úr gildi ákvæði um að draga ætti 5,3% frá heildarkvóta og taka frá til jöfnunar, áður en úthlutað yrði sam- kvæmt hlutdeild,“ segir Örn og heldur áfram: „Eins og frumvarpið er nú er al- veg skýrt að öllum leyfilegum heildar- afla skuli úthlutað samkvæmt hlutdeild. Ekkert er tekið til hliðar til að minnka áföllin hjá smábátaútgerðinni. Á helm- ingi reynslutímans, sem á að miða kvótasetninguna við, voru smábátar vart byrjaðir á makrílveiðum enda makríllinn ekki kominn hingað upp að ströndinni á þeim tíma. Okkur finnst alveg með ólíkindum að ekki skuli tekið tillit til þess strax og sett inn í frumvarpið. Við væntum þess að þar verði breyting og tillaga LS í þessu máli beinist að því að áður en heildarafl- anum verður úthlutað séu dreginn frá 4.000 tonn og eyrnamerkt færaveiðum hjá smábátum. Við teljum stöðu okkar ásættanlega verði orðið við þessu. Stefna okkar hefur hins vegar verið að 16% af heildarkvóta skuli tekin til hliðar fyrir smábátana. Ef svo kæmi í ljós að bátarnir næðu ekki að veiða það magn, yrði því sem eftir stæði úthlutað til stærri skipa sem á þyrftu að halda. Megin ástæða þess að við höfum ekki Tekist verður á um fyrir- komulag grásleppuveiða rætt við Örn Pálsson, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda um helstu baráttumál smábátasjómanna ■ Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda telur ekki ráðlegt að breyta fyrirkomulagi grásleppuveiða. Það muni leiða til óæskilegrar samþjöppunar. Smábátar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.