Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 12

Ægir - 2019, Blaðsíða 12
12 náð að hasla okkur almennilega völl í makrílveiðunum er inngrip stjórnvalda í veiðarnar. Til dæmis má nefna árið 2014 en þá var mjög góð makrílveiði hjá okk- ur. Þá voru þær stöðvaðar 5. september í mokveiði þegar voru um hundrað bátar á veiðum og makríllinn rann niður í lest- ar þeirra sem aldrei fyrr. Síðan gerist það 2015 að makríllinn var kvótasettur hjá smábátunum þrátt fyrir að þetta hafi aðeins verið þriðja árið hjá þeim á makr- ílveiðum og veiðireynsla því lítil.“ Að vissu marki ánægðir með strandveiðibreytinguna Veiðikerfi fyrir strandveiðar var breytt í fyrra þegar tekið var upp 48 veiðidaga kerfi á tímabilinu maí til og með ágúst. Þá var horfið frá svæðaskiptum veiðum með takmörkunum fyrir hvert svæði fyrir sig og fjórum veiðidögum í viku uns hámarki svæðisins var náð. „Við erum að vissu marki ánægðir með þá breytingu en engu að síður telj- um við nauðsynlegt að þessir 48 dagar náist. Breytingin er líka gerð til að auka öryggi sjómanna. Áður en þetta kerfi kom á, áttu menn það á hættu að veið- arnar yrðu stöðvaðar í upphafi hvers mánaðar þegar kvótinn á þeirra svæði var búinn. Því myndaðist mikil keppni um að reyna að ná sem flestum dögum. Í þessu 48 daga kerfi verður líka að horfa til þess að ekki komi ekki til neinnar spennu um að lokun allra svæða sé á næsta leiti, ef aflakvótinn er að verða búinn og því gríðarlega mikilvægt að tryggja 48 daga. Nú eru aflaheimildirnar í einum potti en ekki skipt eftir svæðum eins og áður var. Því verður ekki eitt landsvæði stoppað af heldur stoppa þá allir á sama tíma ef heildaraflaviðmiðun er náð.“ Í fyrra fóru færri bátar af stað á strandveiðarnar en árið áður þannig að veiðin minnkaði milli ára og það kom ekki til neinnar stöðvunar. „Þannig var veiðin eiginlega alveg í takt við spá Landssambandsins. Við teljum einnig að með því að auka leyfilegan heildarafla og að ufsinn teljist þar fyrir utan sé búið að tryggja grunn strandveiðanna með fjórum sinnum 12 dögum að ekki komi til neinnar stöðvunar. Við erum því sáttir við þessar breytingar. Þær eru skref í rétta átt. Það eru svo ýmsar aðrar breytingar sem við viljum sjá í framtíðinni. Okkur þótti til dæmis miður að ekki hafi verið gerð úttekt á kerfinu í fyrra en við ger- um ráð fyrir að það verði gert í lok þessa strandveiðitímabils. Meðal þessara at- riða er að veiðitímabilið verði lengt, apríl og september teknir inn og að menn geti sagt sig frá veiðunum á miðju tímabili og farið á aðrar veiðar í stað þess að vera bundnir í strandveiðunum alla fjóra mánuðina. Það myndi létta þrýstinginn á kerfið, til dæmis ef það kæmi góð makrílvertíð. Þá gætu menn snúið sér að makrílnum ef það gæfi fyrirsjáanlega möguleika á betri tekjum en af strand- veiðunum,“ segir Örn. Hækkandi verð á grásleppu Grásleppuvertíðin hófst þann 20. mars og liggur fyrir að Hafrannsóknastofnun telur að draga þurfi lítillega úr veiðun- um. „Við teljum samt sem áður að þar sem við náðum ekki að veiða það magn sem við ætluðum í fyrra á 44 dögum þá verði leyfilegir veiðidagar á því rólinu. Við erum að fara yfir hvaða tillögur við gerum til ráðuneytisins um fjölda daga á vertíðinni og munum mæla það út frá Úrsagnir stærstu smábátanna á sínum tíma úr Landsam- bandi smábátaeigenda komu illa við sambandið. Örn segir að þó þeir hafi sagt sig úr félaginu, njóti þeir engu að síður áfram starfs LS. Það hafi berlega komið í ljós þegar veiði- gjaldið var ákveðið. Landssambandið hafi ekki gert greinar- mun á því í kröfugerð sinni hvort smábátarnir væru innan þess eða annars félagsskapar. Lögð hafi verið áhersla á að sérstakur afsláttur á veiðigjaldinu yrði fyrir smærri og með- alstórar útgerðir. Tekist hafi að hækka þennan afslátt mjög mikið, úr 20% í 40% af gjaldi sem var innan við sex milljónir. Þetta muni miklu fyrir útgerðirnar. Þá sé það annar þáttur að LS standi í samningum við stéttarfélögin um kaup og kjör á bátunum. Þar sé LS einnig að vinna fyrir aðila sem kjósi að standa utan félagsins. „Okkur finnst mjög miður að þessir aðilar sjái sé ekki fært að vera innan landssambandsins, því aldrei í sögunni hefur það unnið beint gegn hagsmunum þessara aðila. Við vitum að með því að sameina alla smá- bátaeigendur innan eins félags, eru engin samtök eins sterk eins og Landssamband smábátaeigenda,“ segir Örn Pálsson. Værum sterkari allir saman ■ Makrílveiðar hafa skilað smábátum miklum verkefnum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.