Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 9

Ægir - 2019, Blaðsíða 9
9 ar Már. Hann lætur vel af fiskiríinu nú í vetur en aðra sögu er að segja af gæft- unum. „Á köflum hafa gæftirnar verið alveg hræðilegar í vetur, miklir og langir brælukaflar. Það var góður fiskur á slóð- inni fram í miðjan mars þegar loðnan flæddi yfir og þá var alveg nóg af henni til að þorskurinn æti sig saddann. Loðn- an var því alveg til staðar núna á þeim tíma sem hefðbundið er hér hjá okkur en manni heyrðist hún ekki vera í því magni við landið að réttlætanlegt væri að leyfa veiðar. Það held ég að hafi bara verið ábyrg niðurstaða,“ segir Örvar Már og bætir við að mjög góð veiði hafi verið á línuna fyrstu tvær vikurnar í mars. Í fyrra kom loðnan nokkuð fyrr á svæðið og þá fékkst mjög lítið á línuna allan marsmánuð. „Núna virtist loðnan koma mjög dreift á svæðið og ég vona að þegar hrygning- arstoppinu lýkur eftir páskana þá glæð- ist veiðin á nýjan leik,“ segir Örvar Már en meðan róa þeir á Sverri SH norður undir Látrabjarg og fiska steinbít á lín- una og hefur aflinn verið ágætur að undanförnu. Hærra fiskverð - bjartara yfir strandveiðinni Aðspurður um þróun í smábátaútgerð- inni á Snæfellsnesi segir hann að stað- reyndin sé sú að smátt og smátt fækki þeim bátum sem gerðir eru út. „Sér í lagi á þetta við um línuútgerðirnar og báta sem eru af þeirri stærð. Það hefur verið meiri stöðugleiki í strandveiðiflotanum, svipaður fjöldi báta síðustu 2-3 ár. Líkt og annars staðar var mestur fjöldi báta í strandveiðinni allra fyrstu árin og síðan kom jafnvægi á þá útgerð,“ segir Örvar Már en strandveiðibátar róa frá flestum sjávarbyggðunum á Snæfellsnesi, í sum- um tilfellum eru það bátar sem tilheyra útgerðum sem hafa yfir fleiri bátum að ráða, t.d. línuútgerðir líkt og Sverrisút- gerðin ehf. „Þetta er mjög blandað, sumir eiga tvo báta og róa öðrum í strandveiðinni. Eða þá að menn eru með strandveiðina sem hlutastarf og stunda þessa vinnu á sumrin. Strandveiðarnar hafa skipt máli bæði fyrir stærri sem minni smábátaút- gerðir en vissulega eru bæði kostir og gallar við það kerfi. En sérstaklega tel ég að rekstrargrundvöllurinn hafi batnað með þeim breytingum sem gerðar voru á strandveiðikerfinu í fyrra. Kerfið varð manneskjulegra, ef svo má segja, og hagkvæmara. Kapphlaupið sem áður var í kerfinu leiðir óhjákvæmilega til sóunar á aflaverðmæti en nú er hægt að nýta betur daga þegar betur viðrar og hægt að sækja lengra. Þannig getur meira orðið úr hverjum degi en ella,“ segir Örvar Már. Síðustu tvö ár hefur fiskverð verið lágt en Örvar Már segir stöðuna talvert betri núna. Bjartara útlit sé því fyrir strandveiðiútgerð í sumar. „Ég held að það komi líka til með að skipta máli hvað fiskverðið snertir að það eru ekki allir bátar á sjó á sama tíma eins og var áður en kerfinu var breytt. En þrátt fyrir skárra útlit fyrir strandveiðitímabilið þá reikna ég ekki með að veruleg fjölgun verði í veiðunum í sumar. Mér finnst lík- legt að fjöldi strandveiðibáta hér á svæðinu verði svipaður og síðustu ár.“ Beitningarkostnaður og veiðigjöld bíta Sá þáttur sem Örvar Már segir skýra fækkun línubáta er rekstrarkostnaður- inn sem hafi farið hækkandi síðustu ár. „Þarna leggst margt saman en sér í lagi ■ Örvar Marteinsson dregur línuna á Sverri SH. Smábátar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.