Ægir - 2019, Blaðsíða 14
14
Ný handfæravinda
DNG á markað
Nú í sumarbyrjun afgreiðir DNG á Ak-
ureyri fyrstu færavindurnar af nýrri
gerð en unnið hefur verið að þróun
hennar síðustu ár. Vindan ber fram-
leiðsluheitið C7000i en fyrirtækið mun
áfram framleiða C6000 útgáfuna sem
er þekktasta vindan frá DNG og sú
sem er algengust í bátum bæði hér á
landi og erlendis. Nýja C7000i vindan
býður upp á mun meiri möguleika
hvað varðar tengingar og stjórnun en
C6000i útgáfan.
Ármann Helgi Guðmundsson, þjón-
ustustjóri DNG segir að í grunninn sé
nýja vindan búin öllum þeim kostum sem
prýða eldri gerðina en stýrikerfi hafi
verið endurgert, kominn er nýr litaskjár
í vinduna, takkaborðið hefur verið upp-
fært og fleira sem að notandanum snýr.
Þó að ytra útliti sé breytingin ekki mikil
þá segir hann engu að síður um að ræða
stærstu uppfærslu sjálfvirku DNG færa-
vindunnar frá því árið 1995 þegar C6000i
útgáfan tók við af C5000i. Í því skrefi var
mótor endurhannaður sem og stýrikerfi.
Að nýju vindunni meðtalinni eru kyn-
slóðir af fjöldaframleiddum DNG vindum
nú orðnar fimm talsins frá því fyrirtækið
hóf framleiðslu árið 1983.
Meiri samskiptamöguleikar
Ármann segir að fyrstu vindurnar til af-
greiðslu verði búnar veiðikerfi fyrir
botnfisk en á næstunni verður einnig
lokið við þann hluta stýrikerfisins sem
snýr að notkun DNG vindunnar á makr-
ílveiðum smábáta.
„C7000i vindan býður upp á stóraukna
möguleika til tölvutenginga, bæði hvað
varðar samtengingu á vindum og teng-
ingu þeirra við tölvu. Nýja tengingin er
mun hraðvirkari en við höfum verið með
og við bjóðum bæði upp á beintengingu
á vindunum við tölvu og WiFi tengingu.
Þetta er grundvallaratriði á t.d. makríl-
veiðum. Í dag eru menn með tölvu um
borð og tengja hana við vindurnar í
gegnum kapal en með nýju vindunni
bætast nýir samskiptamöguleikar við og
mun meiri hraðvirkni verður í öllum
samskiptum við vindurnar. Auk heldur
býður þessi nýja vinda upp á þann
möguleika fyrir okkur í þjónustunni að
tengjast í gegnum net við vinduna ef á
þarf að halda og það er líka mjög mikil-
vægt fyrir notendurna. Það er gert í
gegnum Bluetooth-tengingu sem um leið
er þá góð þjófavörn þar sem vindan er
með innbyggðu GPS staðsetningarkerfi.
Mikilvægasti þáttur GPS búnaðarins í
vindunni er hins vegar rekkerfi vind-
unnar sem vinnur þannig að hún bregst
sjálf við í samræmi við hvernig bátinn
rekur meðan verið er að veiðum,“ segir
Ármann.
Mun hljóðlátari vinda
Ármann segir að nýja vindan sé mun
hljóðlátari en sú eldri og það skipti tals-
verðu máli þegar bátar eru með nokkrar
vindur í notkun í einu. Þá er nýi skjár-
inn með mun meiri upplausn en sá gamli,
auk þess að vera litaskjár. „Við teljum
óhætt að fullyrða að nýja vindan verði
bylting fyrir smábátasjómenn. Hún er
búin öllum þeim kostum sem okkar við-
skiptavinir þekkja af langri notkun auk
nýjunganna,“ segir Ármann.
■ Ármann Helgi Guðmundsson, þjónustustjóri DNG við vindugerðirnar fimm frá DNG sem hafa verið fjöldaframleiddar síðan
starfsemin hófst árið 1983. Lengst til vinstri er sú nýja C7000i.