Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 16

Ægir - 2019, Blaðsíða 16
16 Á Patreksfirði er mikill metnaður lagð- ur í hátíðarhöld sjómannadagsins og stendur dagskráin nánast óslitið frá fimmtudagssíðdegi fram á sunnudag. Margir leggja hönd á plóg við undir- búning og framkvæmd hátíðarinnar sem er á vegum Sjómannadagsráðs Patreksfjarðar en þeirri vinnu stýrir Leiknir Kristjánsson og hefur gert undanfarin 5 ár. Hann segir að hátíðin eigi sér 78 ára sögu og sé einn af há- punktum í bæjarlífinu á Patreksfirði á hverju ári. Þriggja daga hátíð „Helgardagskráin byrjar strax á fimmtu- deginum með skútuhlaupi fyrir krakkana og íbúar bæjarins hafa líka tekið höndum saman um hverfagrill, skreytingar á hús- um sínum og fleira sem setur mikinn svip á hátíðarhöldin. Um helgina erum við gjarnan með einhvers konar menningarviðburði sem eru opnir alla helgina og í ár er Húsið/ Gamla Verbúðin með ljósmyndasýningu frá Ljósmyndasafni V-Barðastrandar- sýslu þar sem eru myndir frá gamla tím- anum ásamt listasýningu eftir Söru Yas- dini um hinn skynjaða líkama. Einnig verða danskir náttúruteiknarar með sýningu af verkum sínum frá sumrinu 2017 þar sem þemað er nátturan á svæð- inu. María Óskardóttir hefur í mörg ár verið með athyglisverða sýningu heima hjá sér, „Frönsku fiskimenninir og gamli tíminn“, og vil ég hvetja gesti til að fara á þessa menningarviðburði,“ segir Leikn- ir. Lögð er áhersla á að bjóða upp á eitt- hvað fyrir alla aldurshópa. Leikhópurinn Lotta mun heimsækja Patreksfjörð á föstudeginum og verður Landsbankinn með pulsupartý í tengslum við þá sýn- ingu. Einn af helstu viðburðum á hverju ári eru tónleikar á föstudagskvöldinu sem mikið er lagt í og sjá Bjartmar Guð- laugsson og stórhljómsveit hans um þá tónleika í ár. Í framhaldi af því verður dansleikur í félagsheimilinu með hljóm- sveitinni Glæstar vonir. Á laugardeginum hefst þriggja tíma skemmtidagskrá eftir hádegi við Leikskólann Araklett. Þar má nefna: kraftakeppni, Latabæ, Jón Jóns- son, heimatilbúin skemmtiatriði frá Lionsklúbbi Patreksfjarðar og fiskigrill sem notið hefur mikilla vinsælda en þar er grillað hráefni frá Fiskvinnslunni Odda og Arnarlaxi. Í lok dagskrárinnar verður boðið upp á hátíðarsiglingu um fjörðinn sem útgerðirnar á staðnum standa fyrir. Undanfarið hefur verið hljómsveit í einum bátnum sem spilar og skapast alltaf mikil og góð stemning í kringum siglinguna. Lopapeysuball og stórdansleikur með Greifunum „Á laugardagskvöldinu verðum við með útidansleik á hátíðarsvæðinu sem við köllum Lopapeysuball. Þarna koma full- orðnir og börn og skemmta sér saman en lokapunktur laugardagsins er stórdans- leikur með hljómsveitinni Greifunum. Á sunnudagsmorgninum er hressileg sjó- mannadagsmessa þar sem sungin eru sjó- mannalög. Í henni hefur sjómannadags- ráð heiðrað sjómenn eða aðra aðila fyrir eftirtektarvert framlag í þágu samfélags- ins á ýmsum sviðum. Þegar messunni lýkur rölta kirkjugestir saman í skrúð- göngu að þremur minnisvörðum sem til- einkaðir eru íslenskum, breskum og frönskum sjómönnum. Við hvern minnis- varða leggjum við blómsveig og sóknar- presturinn fer með blessun. Eftir hádegi er svo kappróður og í beinu framhaldi af því er Kvenfélagið Sif með hátíðarkaffi í tilefni dagsins. Dagskráin er því nokkuð þétt þessa daga og margt í boði,“ segir Leiknir og svarar því aðspurður að stuðningur smærri jafnt sem stærri fyrir- tækja og félagasamtaka ráði úrslitum um að hægt er að standa fyrir svo metnaðar- fullri hátíðardagskrá sem raun ber vitni. „Öðruvísi væri þetta ekki hægt en auk stuðnings þessara aðila leggur hópur heimamanna fram mikla sjálfboðavinnu í undirbúning og framkvæmd. Það má segja að sjómannadagshelgin sé okkar stóra bæjarhátíð á Patreksfirði og gjarn- an nota fermingarárgangar tækifærið á þeirra tímamótum að koma vestur og hittast þessa helgi,“ segir Leiknir. Sjómannadagurinn stendur hjartanu nálægt Sjálfur er Leiknir starfandi sjómaður og rær á frystitogaranum Júlíusi Geirmunds- syni frá Ísafirði auk þess sem hann fjár- festi í Sómabát í vor og reynir fyrir sér í „Sjómannadagshelgin er okkar bæjarhátíð“ segir Leiknir Kristjánsson, sjómaður á Patreksfirði, formaður Sjómannadagsráðs Patreksfjarðar ■ Leiknir Kristjánsson, sjómaður á Patreksfirði, stýrir skipulagningu hátíðar- haldanna á staðnum um sjómannadagshelgina. Þau eiga sér tæplega 80 ára sögu sem Leiknir segir mikilvægt að viðhalda.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.