Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 30

Ægir - 2019, Blaðsíða 30
30 Á sjávarútvegssýningunni Seafood Processing Global í Brussel á dögun- um var skrifað undir samning um kaup Síldarvinnslunnar á 3.500 fiski- körum frá Sæplasti á Dalvík. Körin verða notuð um borð í hinum nýju skipum Bergs-Hugins; Vestmannaey VE og Bergey VE, sem nú eru í smíð- um í Noregi. Samninginn undirrituðu Sigurður Steinn Einarsson fyrir hönd Síldarvinnslunnar, Arnar Richardsson fyrir hönd Bergs-Hugins og Sævaldur Jens Gunnarsson fyrir hönd Sæplasts. Byrjað var að framleiða körin á Dalvík í aprílmánuði sl. og gert er ráð fyrir að framleiðslu ljúki í nóvember næst- komandi. Samningurinn hljóðar upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Þessi nýju kör verða 460 lítra en eldri kör eru 660 lítra. Ástæða þess að minni kör verða fyrir valinu er einkum tví- þætt. Í fyrsta lagi eru gæði aflans höfð í huga og í öðru lagi er auðveldara að vinna um borð í skipunum með minni kör. Kör sem skera sig úr Í frétt Síldarvinnslunnar um samninginn er vakin sérstök athygli á óhefðbundn- um lit nýju fiskikaranna. „Litur karanna vekur nokkra athygli en hann er appels- ínugulur eða orange. Sæplast hafði áður framleitt 750 kör af minni gerðinni fyrir Gullver NS í þessum lit og ákveðið hefur verið að samræma litinn á körum í eigu Síldarvinnslunnar og dótturfélaga,“ seg- ir Sigurður Steinn Einarsson um val á lit karanna. „Við vildum finna lit sem gerði það að verkum að okkar kör skæru sig úr. Það vill gerast að okkar kör blandist við kör í annarra eigu og alltof algengt er að aðil- ar taki kör annarra til eigin nota. Þessi nýi litur mun vonandi gera okkur þægi- legra að finna kör í okkar eigu aftur. Einnig höfum við bætt við sérmerkingu á hlið karanna sem segir til um hvert skal skila körum ef þau lenda út fyrir okkar flutningskerfi. Við höfum unnið að vitundarvakningu varðandi það hvernig umgangast á fiskikör í góðu samstarfi við dótturfélag Sæplasts, iTub, og er það sameiginlegt verkefni sjávarútvegsfyrir- tækja að tryggja góða meðferð á þessum umbúðum aflans,“ segir Sigurður Steinn. Kaupa 3.500 appelsínugul fiskikör frá Sæplasti ■ Fyrir undirritun samningsins í Brussel. Talið frá vinstri: Arnar Richardsson, Sigurður Steinn Einarsson og Sævaldur Jens Gunnarsson. ■ Fyrstu körin í þessari línu sem Sæplast framleiddi fyrir Síldarvinnsluna. Ljósmynd Reimar Viðarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.