Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 26

Ægir - 2019, Blaðsíða 26
26 netaróðri. Eyþór var í koju þegar bátur- inn fór upp. „Þarna voru sem betur fer ágætar að- stæður, skipið skorðaðist strax í fjörunni og björgun áhafnarinnar gekk mjög vel. Við vorum hífðir upp í þyrlu og þannig lagað var ekki mikil hætta á ferðum þó aldrei sé hættulaust að stranda skipi. Þarna gekk allt blessunarlega vel og veðrið var gott, sem gerði gæfumuninn,“ segir Eyþór. Á þessum tíma var það fyrirkomulag ekki komið á að sjómenn færu reglulega á námskeið í björgun með þyrlu en Eyþór segir að stýrimaður bátsins hafi kunnað vel til verka og stjórnað björguninni fumlaust. „Síðar komu þessi námskeið Slysavarnaskóla sjómanna til sögunnar og þau hafa miklu breytt í öryggismálun- um eins og þekkt er,” segir Eyþór og svarar því aðspurður að ekki hafi hvarflað að honum að hætta sjómennsk- unni þó hann hafi orðið fyrir þessu óhappi. Raunar hafi hann og tveir aðrir úr áhöfninni af Hrafni III farið í róður á Hrafni II strax í vikunni eftir strandið og þá lent í vondu veðri í innsiglingunni til Grindavíkur. „Báturinn lamdist aðeins niður eins og getur gerst þarna við þessar aðstæður og ég man að þegar það gerðist mættumst við allir þrír á leiðinni upp í brú og hugsuðum örugglega allir hvort við værum nokkuð að lenda aftur í óhappi.“ Þyrlan var eina vonin Eyþór fór í Stýrimannaskólann árið 1990 og segir að ætlunin hafi verið að taka bæði fyrsta og annað stig stýrimanna- námsins. Þegar hann var að ljúka fyrsta stiginu bauðst honum að taka við stýri- mannsstöðunni á Eldhamri GK-13 í Grindavík. Eldhamar var smíðaður í Sví- þjóð árið 1988 en var lengdur og yfir- byggður í Póllandi árið 1991. Á heimsigl- ingunni úr línuróðri stuttu eftir breyt- ingarnar, föstudagskvöldið 22. nóvember 1991, strandaði Eldhamar við Hópsnes. Þetta varð eitt stærsta sjóslys síðari ára- tuga hér á landi. „Ég get í rauninni ekki svarað því ná- kvæmlega hvað það var sem þarna gerð- ist en ég og skipstjórinn vorum báðir í brúnni þegar óhappið varð. Veður var ágætt, suðvestanátt en við þær aðstæð- ur brýtur alltaf á Hópsnesinu. Þegar við áttuðum okkur á að við vorum komnir of nálægt Hópsnesinu á heimsiglingunni var báturinn kominn inn í brotsjói og ekki hægt að koma honum út úr öldurót- inu. Við misstum hann þversum og í lát- unum fór skrúfan í grjót þannig að við misstum hana. Þar með vorum við orðn- ir bjargarlausir og áttum enga mögu- leika á að komast út aftur. Við tilkynnt- um um yfirvofandi strand klukkan rúm- lega 20 en það leið síðan talsverður tími þar sem báturinn var að berjast um í fjörugrjótinu. Hann snerist við þannig að stefnið vísaði út, lagðist síðan á bak- borðshliðina meðan hann færðist smám saman upp í grjótið. Við í áhöfninni fór- um aftur á skut og reyndum að skjóta línu í land sem ekki tókst og ekki tókst heldur að skjóta til okkar línu frá hjálp- arsveitarmönnum í landi. Því var ekki önnur von fyrir okkur eftir en björgun með þyrlu,“ segir Eyþór. Áhöfnin var í flotgöllum aftur á bátnum sem barðist um í fjörunni en við brotöldurnar færð- ist báturinn nánast á kaf ofan í gjótu og þar með gengu brotin yfir brúna og skipverjana tók út. Eins og í þeytivindu „Brúin hafði skýlt okkur en þegar hún var farin á kaf fórum við með brotunum ■ Eyþór Björnsson ætlaði sér að gera sjómennskuna að ævistarfi sínu en eftir að hafa orðið fyrir víraslysi um borð í frysti- togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni og slasast alvarlega fyrir 19 árum varð ekki aftur snúið á sjóinn. Eyþór hafði áður lent í strandi Hrafns Sveinbjarnarsonar GK III við Hópsnes þar sem öll áhöfnin bjargaðist og var sá eini sem komst lífs af úr strandi Eldhamars GK við Hópsnes haustið 1991.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.