Ægir - 2019, Blaðsíða 25
25
„Í starfi mínu í dag kemur reynsla og
þekking úr sjómennskunni að góðum
notum og ég er þakklátur fyrir að búa
að henni. Það stóð á sínum tíma ekki
annað til en vera lengur í sjómennsk-
unni en raunin varð en þrátt fyrir
þau slys sem ég varð fyrir þá leið mér
alltaf vel á sjónum. Ég fann aldrei til
sjóhræðslu en hins vegar losnaði ég
aldrei algjörlega við sjóveikina. Í dag
sakna ég sjómennskunnar ekki en
neita því ekki að það væri gaman að
geta farið á bát hér út á Eyjafjörðinn í
góðu veðri,“ segir Eyþór Björnsson,
fiskistofustjóri, sem kynntist því af
eigin raun á sínum sjómannsferli
hversu hættulegt starf sjómennskan
getur verið. Hann bjargaðist úr
tveimur skipsströndum og varð síðan
fyrir alvarlegu slysi um borð í frysti-
togara sem gerði að verkum að hann
gat ekki lengur sótt sjóinn. Þá tók við
nám í sjávarútvegsfræði og í fram-
haldi starf hjá Fiskistofu en í dag býr
Eyþór á Akureyri.
Sjórinn togaði þrátt fyrir
sjóveikina
Eyþór er uppalinn sveitadrengur á sauð-
fjárbúi í Austur-Húnavatnssýslu sem fór
19 ára gamall í fiskvinnu á vertíð í
Grindavík. „Ég tók vetrarvertíðina, síld-
ina um haustið og svo fór ég á sjó í eina
vertíð. Eftir hana fór ég í land og hét því
að gera þetta aldrei aftur. Fannst sjó-
mennskan ömurlegt starf. Ég var bull-
andi sjóveikur en samt fór það nú þann-
ig ég var kominn aftur út á sjó eftir fá-
einar vikur. Ég get ekki útskýrt hvað
það er sem togar svona í mann út á sjó
en þarna var ég búinn að kynnast kon-
unni minni sem er úr sjómannafjölskyldu
og kannski hafði það einhver áhrif að ég
hélt áfram. Svo er sjómennskan líka
gríðarlega sterk í samfélaginu í Grinda-
vík en smátt og smátt fór ég að kunna
að meta starfið. Til að tryggja mér
möguleika til að stunda sjómennskuna
árið um kring fór ég í kokkaríið, sem
auðvitað gaf líka kvarthlut aukalega og
var kærkomið fyrir ungan mann sem var
að stofna fjölskyldu,“ segir Eyþór en
hann réð sig sem kokk á Hrafn Svein-
bjarnarson III.„Þegar þarna var komið
var ég farinn að gera mér grein fyrir því
að ég ætlaði að vera áfram á sjónum og
ákvað því að fara í Stýrimannaskólann.“
Útgerð Hrafns Sveinbjarnarsonar III
fékk endi í febrúar 1988 þegar báturinn
strandaði við Hópsnes, austan Grinda-
víkur. Eyþór fór síðan aftur á sjóinn á
þann bát sem útgerðin fékk í staðinn og
þaðan lá leið hans á togarann Gnúp í
Grindavík en þar var aflinn saltaður um
borð.
„Við vorum með hausara og flatnings-
vél um borð í Gnúpnum og í raun var
aflinn settur í saltpækil. Þetta var
skemmtilegt tímabil í sjómennskunni en
ég veit ekki til þess að nokkur útgerð
geri þetta í dag, líkt og Þorbjarnarskipin
gerðu á þessum árum. Afkoman á saltinu
var ágæt og auðvitað skipti alltaf miklu
máli hvernig fiskaðist. Tekjurnar réðust
af því,” segir Eyþór en hann fékk að
kynnast ýmsum veiðiskap á sinni sjó-
mannstíð; togveiðarfærum, netaveiði,
rækjuveiði, síldveiði, loðnuveiði og
fleiru. „Það var á þessum árum alltaf
mikill ljómi yfir vertíðunum, mikill afli og
vinna. Þegar komið var fram undir
hrygningartímann var stutt fyrir okkur
á Grindavíkurbátunum að sækja,
kannski hálftíma stím í fyrstu trossu.
Sannarlega mikið fiskirí en þá að sama
skapi mikil vinna því samfara.“
Giftusamleg björgun þegar
Hrafn III strandaði
Mannbjörg varð þegar Hrafn Svein-
bjarnarson III fór upp í fjöru við Hóps-
nes en þá var báturinn á leið í land úr
Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, talar um ár sín í
sjómennskunni og sjóslysin sem hann varð fyrir á ferlinum
Ægisviðtalið
■ Eldhamar GK hét áður Hulda ÍS en báturinn var smíðaður árið 1988 og kom til
Grindavíkur árið 1990. Sumarið 1991 var hann lengdur í Póllandi og var því í
einum af fyrstu róðrunum þegar slysið við Hópsnes varð. Mynd: tímaritið Ægir
■ Forsíða Morgunblaðsins laugar-
daginn 23. nóvember árið 1991 þar
sem sagt var frá hinum hörmulega
sjóslysi við Hópsnes þar sem fimm
félagar Eyþórs í áhöfn Eldhamars
fórust.