Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 18

Ægir - 2019, Blaðsíða 18
18 Fjölskylduhátíðin Hátíð hafsins verð- ur á sínum stað við Reykjavíkurhöfn um sjómannadagshelgina en á henni er lögð áhersla á fróðleik um hafið og matarmenningu hafsins í bland við skemmtiatriði. Í megindráttum hefur Hátíð hafsins verið með þessu sniði allt frá árinu 2002 en að henni standa Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og HB Grandi. Með tíð og tíma hefur Hátíð hafsins orðið að einn af stærstu viðburðum í höfuðborginni ár hvert en um 40 þúsund manns lögðu leið sína á hafnarsvæðið um sjómanna- dagshelgina í fyrra. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa Aðal hátíðarsvæðið er á Grandagarði þar sem viðburðir eru á stóru sviði bæði laugardag og sunnudag. Þess utan er mikið um að vera víðsvegar um svæðið, bæði á Grandagarði, á athafnasvæði HB Granda og á bryggjunum við höfnina. Mikið er gert fyrir yngstu kynslóðina og til að mynda er leiksvæði fyrir börn við HB Granda, Ronja ræningjadóttir kemur í heimsókn, boðið er upp á dorgveiði, töframaðurinn Einar Mikael sýnir listir sínar, andlitsmálun er í boði, Leikhópur- inn Lotta sýnir, Lína Langsokkur lítur við og þannig mætti lengi telja. Meðal skemmtikrafta verða Emmsé Gauti, Babies-flokkurinn, Matti Matt og Hreimur og Sirkus sjóarar á stultum. Þá taka félagar í Harmonikufélagi Reykja- víkur nikkur sínur til kostanna og kitla dansfætuna og Skólahljómsveit Austur- bæjar tekur þátt í skrúðgöngu. Síðast en ekki síst er hátíðardagskrá á sunnudeg- inum þar sem sjómenn verða heiðraðir og verður sjómannadagsmessa í Dóm- kirkjunni að morgni sunnudags. Björgun úr sjó verður einnig sýnd en mikilvægi öryggismála sjómanna eru jafnan í kast- ljósi um sjómannadagshelgina. Bragðlaukarnir fá síður en svo hvíld á Hátíð hafsins en fiskmarður verður opinn í Granda Mathöll sem nú er eins árs og sömuleiðis verður báða dagana boði upp á fiskismakk við Grandagarð. Sjómannadagurinn Tugþúsundir sækja Hátíð hafsins þétt dagskrá alla sjómannadagshelgina ■ Skrúðganga í tilefni dagsins. ■ Fiskasýningin vekur alltaf forvitni. ■ Björgun úr sjó sýnd. ■ Jafnan er þjóðlegt og hátíðlegt á Grandagarði og við Reykjavikurhöfn um sjómannadagshelgina. Myndir: hatidhafsins.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.