Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 98

Ægir - 2019, Blaðsíða 98
98 Frá því sjálfvika tilkynningaskyldan var tekin í notkun fyrir um tveimur áratugum hefur fyrirkomulag við vöktun tekið talsverðum breytingum. Fyrsta áratuginn eða svo var notast við tækni sem byggði á heimagerðri lausn en seinna tók alþjóðlega AIS tæknin við sem nú er í notkun Hringinn í kringum landið eru nú 44 landstöðvar sem nema AIS merki frá skipum og miðla þeim áfram til vakt- stöðvar siglinga þar sem sjálfvirk kerfi og þjálfaðir starfsmenn vakta boðin all- an sólarhringinn . Komi eitthvað upp á er samstundis brugðist við í samræmi við verklag sem um það gildir . Þetta fyrir- komulag hefur margsannað gildi sitt fyr- ir öryggi sjófarenda . Stöðugt er unnið að framþróun kerfanna í vaktstöðinni sem og endurbótum á landstöðvunum í þeim tilgangi að gera þau öruggari í notkun og þétta þjónustusvæðið . Einn þáttur í vöktuninni er að öllum skipum ber að tilkynna um brottför úr höfn en við það hefst vöktunin og henni lýkur ekki fyrr en skip kemur aftur til hafnar . Lengst af hefur tilkynningin um brottför átt sér stað handvirkt um tal- stöðina . Það hefur reynst vel enda er þá í leiðinni kannað hvort talstöðin virki . En sjófarendur kölluðu eftir framþróun á þessu sviði í takt við nýja tíma og breyttar aðstæður . Því var þróað einfalt smáforrit fyrir snjallsíma til að tilkynna um brottför skipa og báta úr höfn til vaktstöðvar siglinga og var það tekið í notkun fyrir rúmu ári síðan . Það virkar samhliða talstöðinni sem verður heimilt að nota eftir sem áður . Sjófarendur hafa þá val um með hvaða hætti þeir tilkynna brottför úr höfn . Smáforritið sem er öll- um aðgengilegt, heitir „Vss App“, í „Play store“ fyrir Android snjallsíma og „VSS Login“ í „App Store“ fyrir Apple snjall- síma . Því þarf að hlaða niður í snjallsím- ann áður en notkun hefst . Skipstjóri skráir sig inn í forritið með kennitölu sinni, tilgreinir síðan skip og fjölda manna um borð og skráir skip sitt úr höfn en við það sendir forritið brottfar- artilkynningu til vaktstöðvarinnar . For- ritið lætur vita ef tilkynning skilar sér ekki til vaktstöðvarinnar, t .d . ef síminn er utan þjónustusvæðis . Ef ferilvöktun- arbúnaður viðkomandi skips er óvirkur þegar það er tilkynnt úr höfn með þess- um hætti, fær skipstjóri ábendingu frá forritinu um að hafa samband við vakt- stöð siglinga . Þar er jafnframt áfram fylgst með því að skip sem lætur úr höfn hafi tilkynnt brottför . Eftir sem áður eru sjófarendur minntir á að hafa ávallt kveikt á talstöðinni og hafa stillt á neyð- arrásina, rás 16, og vera vakandi fyrir neyðarköllum á henni . Eins og áður sagði er stöðugt unnið að endurbótum á AIS landstöðvarkerf- inu . Þannig var til dæmis nýverið reist mastur á Flateyri til að þjóna betur sjó- farendum í utanverðum Önundarfirði . Stöðin sem er á Straumnesi á Horn- ströndum var talvert endurbætt en þar eru aðstæður erfiðar enda ekkert raf- magn frá veitu að hafa og staðurinn fjarri mannabyggðum . Rekstur vind- myllu sem sett hefur verið upp nokkrum sinnum gengur ekki vel því þær brotna jafnharðan í vetrarverðum . Stór hluti orkunnar sem þarf fyrir landstöðina kemur því nú frá sólarrafhlöðunum en afgangurinn kemur frá rafstöð á staðn- um . 112 .is Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Vaktstöð siglinga Smáforrit til að tilkynna um brottför úr höfn ■ Stöðugt er unnið að endurbótum á AIS landstöðvarkerfinu. Hér má sjá núver- andi staðsetningu landstöðvanna. AIS endurvarpi Þorbjörn Bláfjöll Fróðárheiði Miðfell Stykkishólmur Urðarhjalli Tálknafjörður Þverfjall Flateyri Bolafjall Ennishöfði Steinnýjarstaðafjall Einhyrningur Hofsós Grímsey Vaðlaheiði Viðarfjall Hellisheiði Bjólfur Grænnípa Heyklif Hvalnes Háöxl Háfell Stórhöfði AIS Landstöð Bæir Húsavík Gunnólfsvíkurfjall Goðatindur Borgarhafnarfjall Flatey Laugabólsfjall Staður Straumnesfjall Finnbogastaðafjall Múlagöng Snartastaðanúpur Dalatangi Mörk Sandafell Patró Hrísey Djúpivogur Klif AIS endurvarpi Þorbjörn Bláfjöll Fróðárheiði Miðfell Stykkishólmur Urðarhjalli Tálknafjörður Þverfjall Flateyri Bolafjall Ennishöfði Steinnýjarstaðafjall Einhyrningur Hofsós Grímsey Vaðlaheiði Viðarfjall Hellisheiði Bjólfur Grænnípa Heyklif Hvalnes Háöxl Háfell Stórhöfði AIS Landstöð Bæir Húsavík Gunnólfsvíkurfjall Goðatindur Borgarhafnarfjall Flatey Laugabólsfjall Staður Straumnesfjall Finnbogastaðafjall Múlagöng Snartastaðanúpur Dalatangi Mörk Sandafell Patró Hrísey Djúpivogur Klif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.