Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 54

Ægir - 2019, Blaðsíða 54
54 „Nemendur sem hafa lært líftækni hér við HA hafa mjög góðan grunn til leysa ýmis verkefni í sjávarútvegi. Sérstaklega hvað varðar bætta nýt- ingu á hráefni, svo sem nýtingu auka- afurða en einnig verkefni sem tengj- ast greiningarvinnu t.d. greiningu fiskitegunda og efna- og örverugrein- ingum. Þá er líftæknin ágætis grunn- ur fyrir gæðastjórnun í fyrirtækjum þ.m.t. HACCP.“ segir Hjörleifur Einars- son, prófessor við auðlindadeild Há- skólans á Akureyri um þá þekkingu sem líftæknimenntað fólk við skólann geti nýtt sér til starfa í sjávarútvegi. Líftæknin kemur sterkar inn Hjörleifur segir að um og eftir 2000 hafi verið ákveðið að fjölga námslínum við sjávarútvegsdeild HA og auka náms- framboðið . Á sama tíma var nafni deild- arinnar breytt í auðlindadeild . Ætlunin var að þessar nýju námslínur, líftækni, fiskeldi og umhverfisfræði, byggðu á sömu hugmynd og sjávarútvegsfræðin þ .e .a .s . raun-, rekstrar- og sérgreinum . „Ein af sérgreinum líftækninnar var sjávarlíftækni sem á vissan hátt tengir þessar greinar mjög vel . Í áranna rás hafa áherslur í líftækni breyst þannig að meiri áhersla er nú á raungreinar og minni á rekstur og stjórnun . Í ljósi áhuga nemenda geta þeir nú valið námskeið á heilbrigðissviði en þeir sem áhuga hafa geta valið rekstrargreinar þannig að um visst frelsi er að ræða . Þá hafa mjög margir af okkar nemendum farið í fram- haldsnám, bæði meistaranám og dokt- orsnám, hérlendis sem og erlendis . Okkar tilfinning er að nemendur, sem klára grunnnámið hér við HA, séu ánægðir og með sterkan bakgrunn í framhaldsnám,“ segir Hjörleifur .   Þekking sem víða nýtist Aðspurður um hvort eitthvað í þróun sjávarútvegs hér á landi kalli í auknum mæli á starfsfólk með þekkingu á líf- tækni nefnir Hjörleifur síaukna áherslu á bætta nýtingu, rekjanleikja, gæði og ör- yggi, nýsköpun, leit að nýjum tegundum, t .d . vinnslu á þangi, þara og smáþörung- um, að ógleymdum vexti í fiskeldi . „Fiskeldi þarf mikið fóður, t .d . sjávar- olíur, sem hugsanlega má rækta með smáþörungum og er að glíma við sníkju- dýr og sjúkdóma sem þarf að greina og finna lausn á . Hér kemur líftæknin sterk inn . Nú er víða verið að þróa líftæknileg- ar aðferðir til að gera fisk ófrjóan . Öll þessi verkefni geta nýtt sér einstaklinga með líftæknimenntun . Í víðara samhengi má einnig benda á áherslur Íslands á formennskuári sínu í Norrænu ráðherra- nefndinni „Hafið – blár vöxtur í norðri“ þar sem líftækni getur gegnt lykilhlut- verki,“ segir Hjörleifur .   Góðir starfsmöguleikar  Við val á háskólanámi hafa nemendur starfsmöguleika til hliðsjónar og segir Hjörleifur að reynslan sýni að líftækni- menntun sé eftirsótt í atvinnulífinu . „Eftir því sem ég best veit hefur gengið ágætlega fyrir okkar nemendur að fá vinnu . Við eru núna að fara að greina hvað okkar fyrrum nemendur hafa farið að gera í framhaldi af sínu námi hér við HA . Við eigum eldri könnun sem sýndi að um einn þriðji fór í fram- haldsnám, einn þriðji í vinnu á rann- sóknastofum, í eftirliti og þess háttar og einn þriðji var í öðrum störfum eins og gengur og gerist .“ unak .is Háskólinn á Akureyri Líftæknimenntun skapar tækifæri á vinnumarkaði ■ Hjörleifur Einarsson, prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri: Með námi í líftækni öðlast nemendur þekkingu sem getur nýst þeim víða í atvinnulífinu, ekki síst í sjávarútvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.