Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 88

Ægir - 2019, Blaðsíða 88
88 „Á síðustu árum hefur þróun innan sjávarútvegsins verið hröð. Tækni- framkvæmdir hafa leitt af sér örugg- ara starfsumhverfi og betri nýtingu á verðmætustu auðlind Íslendinga. Verkís hefur tekið að sér fjölmörg verkefni innan sjávarútvegsins sem snúa að stjórnbúnaði og felast mörg þeirra í nútímavæðingu skipaflotans. Þjónusta okkar á þessu sviði er meðal annars forritun, hönnun, ráðgjöf og gerð rafmagnsteikninga,“ segir Þór- ólfur Kristjánsson, rafmagnstækni- fræðingur hjá Verkís verkfræðistofu. Sjálfvirkar stýringar fyrir rafstöðvar Síðustu ár hefur Verkís meðal annars séð um stór sjálfvirkniverkefni í fiski- skipum og landvinnslu ásamt því að forrita sjálfvirkar stýringar fyrir raf- stöðvar . Hingað til hefur áhugi fyrir síðarnefndu þjónustunni aðallega komið frá viðskiptavinum á landi en Þórólfur segist hafa fundið fyrir auknum áhuga frá sjávarútveginum að undanförnu . „Á landi eru rafstöðvar aðallega not- aðar til að bregðast við ef rafmagni slær út, á stöðum þar sem það getur valdið tjóni eða stofnað heilsu og lífi fólks í hættu . Stýringin skynjar þegar rafmagnið fer af, grípur inn í og ræsir rafstöðina til að útvega vararafmagn . Því næst heldur stýringin réttum snún- ingshraða á vélinni á meðan hún þarf að vera í gangi, líkt og sjálfskiptingin velur heppilegan gír í akstri eftir því hvort ekið er upp eða niður brekku,“ út- skýrir Þórólfur . Á sjó eru rafstöðvar aftur á móti allt- af í gangi, sjá til þess að orkuskilyrðum sé fullnægt og streymi orku um skipið sé viðhaldið . „Þannig sjá stýringarnar til þess að vélin haldist á réttum hraða . Jafnvel þó að hlutverk rafstöðvanna sé mismunandi eftir því hvort þær eru á landi eða sjó er búnaðurinn og hönnun við stýringarnar ekki svo ólík,“ bætir Þórólfur við . Gott aðgengi að þekkingu „Þegar við höfum lokið við að hanna og forrita stýringar í rafstöðvar viljum við helst að viðskiptavinurinn þurfi ekki meira á okkur að halda, því það þýðir að allt virkar sem skildi . En eins og við vit- um öll getur alltaf eitthvað komið upp á . Þá viljum við geta brugðist hratt og ör- ugglega við og útvegað góðar og skil- virkar lausnir,“ segir Þórólfur . Hann segir að Verkís státi af breiðri þekkingu og reynslu . „Hjá Verkís eru sterkir rafbúnaðarhópar og meðal ann- ars fyrrverandi vélstjórar til margra ára á fiskiskipum sem geta aðstoðað við út- tekt á vélbúnaði, innkaup og fleira . Við erum líka dugleg að afla okkur meiri og dýpri þekkingar,“ segir Þórólfur . Þegar viðskiptavinir leita til Verkís vegna ráðgjafar og hönnunar stýringa fyrir rafstöðvar, á landi eða sjó, mæla sérfræðingar fyrirtækisins með lausn og búnaði sem hentar fyrir hana . Sérfræð- ingar Verkís hafa forritað búnað frá ýmsum framleiðendum en mæla oftast með búnaði frá DEIF sem er hannaður og framleiddur í Skive í Danmörku . Til að mæta eftirspurn eftir þjónustu hafa sérfræðingar Verkís því aflað sér aukinnar þekkingar á búnaði DEIF, með- al annars með því að sækja námskeið í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Dan- mörku . Þá hefur starfsfólk DEIF einnig komið til Íslands og haldið námskeið hjá Verkís . Þórólfur segir hann og aðrir sér- fræðingar hjá Verkís hafi lagt sig fram við að koma á beinum tengslum við sér- fræðinga hjá DEIF og það hafi komið sér vel fyrir viðskiptavini verkfræðistof- unnar . „Tækninni fleygir sífellt fram og það er bæði spennandi og krefjandi . Við fylgjumst grannt með nýjungum í stjórnbúnaði og hlökkum til framtíðar- innar,“ segir Þórólfur að lokum . Verkís verður á bás A7 á sýningunni Sjávarútvegur 2019 í Laugardalshöll 25 .- 27 . september 2019 . verkis .is Verkís verkfræðistofa Leggja hönd á plóg við nútímavæðingu skipaflotans ■ Þórólfur Kristjánsson, rafmagnstæknifræðingur hjá Verkís verkfræðistofu. „Við fylgjumst grannt með nýjungum í stjórnbúnaði og hlökkum til framtíðarinnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.