Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 80

Ægir - 2019, Blaðsíða 80
80 Íslenska fyrirtækið Naust Marine hef- ur frá því það var stofnað árið 1993 orðið eitt af öflugustu fyrirtækjum í heimi í framleiðslu á rafmagnstog- vindum og vindustjórnkerfum fyrir fiskiskip. Fyrirtækið hóf snemma að framleiða sjálfvirka ATW CatchControl togvindukerfið, sem síðan hefur þró- ast mikið og í dag er það í stórum sem smáum fiskiskipum vítt um heim. Nýtt spilkerfi afhent á fjögurra mánaða fresti „Þessa dagana erum við að skila fyrsta kerfinu af sex í rússnesku togarana sem smíðaðir eru fyrir útgerðarfyrirtækið Norebo Holding . Íslenska fyrirtækið Nau- tic ehf . hannaði skipin og fleiri íslensk fyrirtæki koma að verkefninu og hafa unnið saman á þessum markaði undir merkjum markaðsfyrirtækisins Knarr . Samkvæmt samingum um þetta verkefni skilum við af okkur kerfi á fjögurra mánaða fresti en í heild afhendum við 41 vindu í hvert skip . Þær eru hannaðar og smíðaðar af Naust Marine Spain, sem er dótturfyrirtæki okkar í Vigo á Spáni . Stjórnkerfið er hins vegar hannað að fullu og sett saman hér heima,“ segir Helgi Kristjánsson sölustjóri, sem ráð- gerir að uppstart á kerfinu í fyrsta rúss- neska togaranum geti orðið snemma næsta sumar . Rússneska markaðinn þekkir Naust Marine vel því fyrirtækið hefur á undanförnum árum endurnýjað vindukerfi í nokkrum þarlendum stórum vinnsluskipum . Ný vindukerfi í öll vinnsluskip American Seafoods Hitt verkefnið sem Helgi nefnir sérstak- lega eru ný vindukerfi í vinnslutogara American Seafoods en þeir eru gerðir út frá vesturströnd Bandaríkjanna . Naust Marine afhenti í sumar kerfi í tvö skip American Seafoods og verða þau sett um borð nú í árslok . Þar með hefur Americ- an Seafoods fjarlægt öll glussaspil og skipt yfir í rafmagnsvindukerfi frá Naust Marine í öllum sínum skipum . Undanskil- ið er eitt lítið skip í þeirra eigu, sem sennilega verður ekki breytt . „Þetta eru fimm stór verksmiðjuskip með 135-140 manna áhöfnum hvert þannig að þau eru engin smásmíði . Þau voru smíðuð í Noregi og V-Þýskalandi á árabilinu 1985-1990 og voru búin lág- þrýstum glussaspilum . Fyrir okkur er mikill sigur að hafa fengið svona viða- mikið verkefni fyrir jafn stórt fyrirtæki og raun ber vitni þar sem samkeppnin er hörð . Útgerðin lagði mikla áherslu á að fjarlægja allan glussa því þessi skip eru á veiðum í köldum sjó í Beringshafi og þar þarf að lúta mjög ströngum kröfum varðandi mengun . Útgerðin lagði því áherslu á að draga úr allri áhættu og losa sig við allan vökvadrifinn spilbún- að,“ segir Helgi og bætir við að auk þess koma í veg fyrir hættu að umhverfisslysi vegna olíuvökva sem gæti farið í sjóinn þá felist mikill orkusparnaður og minna viðhald í notkun á rafmagnsspilum sam- anborið við vökvaspilin . „Ávinningurinn er því margþættur,“ segir hann . Að auki hafa nokkur fleiri útgerðir frá þessu svæði farið sömu leið og Amer- ican Seafoods og skipt út öllum glussa fyrir rafmagn . Má þar nefna Trident Seafoods og Coastal Villages Region Fund, B&N Fisheries og fleiri . naustmarine .is Naust Marine Afhenda stór rafmagnsvindu- kerfi í vinnsluskip í Rússlandi og Bandaríkjunum ■ Vindur í smíðum í dótturfyrirtæki Naust Marine á Spáni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.