Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 22

Ægir - 2019, Blaðsíða 22
22 Í umræðunni um vaxandi gróður- húsaáhrif og mótvægisaðgerðir er mikilvægt að leita vistvænna lausna við kælingu matvæla, aðferða sem skilja eftir sig lítið kolefnisspor. Sér- fræðingar hjá Kælitækni vinna nú hörðum höndum að vistvænum lausn- um í kæli- og frystibúnaði og mæla eindregið með notkun koldíoxíðs (CO2) við kælingu en það er náttúrulegur kælivökvi sem skilur eftir sig lítið kol- efnisspor og hefur mjög góð kæliaf- köst. Við báðum þá Elís H. Sigurjóns- son tæknistjóra og Ingvar Kristinsson sölustjóra fyrirtækisins að segja okk- ur frá CO2 tækninni. Gegn gróðurhúsaáhrifum „Koldíoxíð er einn elsti kælivökvi sem til er og líka einn sá allra afkastamesti þeg- ar horft er á kælingu og frystingu . Áður var vandasamt að stjórna þrýstingi, hita og gashraða koldíoxíðs en slíkt er ekki lengur vandamál og reynslan af notkun þess er mjög góð . Það liggur fyrir að hægt er að spara eldsneyti í skipum með notkun CO2-kerfa og draga um leið stór- lega úr mengun . Menn vita að ein mesta orkusugan um borð í skipunum er kæli- búnaðurinn . Það er því mikilvægt að spara orku ef menn meina eitthvað með því að vilja sporna gegn gróðurhúsa- áhrifum og hlýnun jarðar . Til að vernda ósonlagið eru í dag notaðir kælivökvar sem vissulega innihalda hvorki klór né bróm en í staðinn er þar að finna flúor og önnur efni sem eru síst betri . Þess vegna er krafist nýrra lausna .“ Erlendis eru mörg skip farin að nota koltvíoxíð til kælingar og þar líta rekstr- artölur mjög vel út . Vegna lægra hita- stigs verður frysting 25% hraðari en ella og gæði fisksins þar með líka betri . Einn- ig þarf 10% minna eldsneyti til að reka kerfið sem er mikið í krónum talið ef við horfum á eldsneytiskostnað í dag . Reynslan af notkun CO2 kælimiðla hér á landi er afar góð að sögn þeirra Elís og Ingvars . Kælibúnaður til framtíðar Kælitækni leggur mikið upp úr góðri ráð- gjöf og þjónustu og getur sérsniðið lausnir fyrir hvern og einn viðskiptavin . Stærsta og nýjasta kerfið var sett upp í kæli- og frystivöruhótelinu Garra sem leitaði eftir umhverfisvænum kælibúnaði sem ekki yrði úreltur eftir nokkur ár . „Garri vildi lausn sem dygði til framtíðar og valdi CO2-kerfi og eru forsvarsmenn fyrirtækisins afar sáttir . Rekstrarlega kemur kerfið þannig út að orkukostnað- ur vegna kælingar og frystingar hjá Garra er í dag svipaður og var í eldra húsnæði sem var fimm sinnum minna að flatarmáli . Það segir alla söguna hvað þann þáttinn varðar .“ Þeir Elís og Ingvar segja að ef CO2- kerfið væri ekki valmöguleiki í tilfelli Garra hefði þurft að horfa til R404a- kerfa sem munu úreldast fljótt . . „Heims- byggðin er smám saman að losa sig við flúoraðar gróðurhúsalofttegundir með mikil hlýnunaráhrif sem hafa verið not- aðar til kælingar og frystingar . Það verður gert með því að úrelda þær með vaxandi skattlagningu . Því verða freon- kerfin afar dýr í rekstri innan örfárra ára . Einnig hafa nágrannalöndin beinlín- is sett sér reglur sem banna að þjónusta kælikerfi sem hafa mikla hlýnun í för með sér . Það stefnir því í eina átt og að freonkerfin hverfi af markaðnum innan fárra ára . Í stað þeirra er CO2-kælingin valkostur sem við erum ekki í vafa um að sé besti kosturinn í stöðunni,“ segja þeir Elís og Ingvar . Rótgróið fyrirtæki Kælitækni er meira en hálfrar aldar gam- alt fyrirtæki og var upphaflega rekið sem innflutnings- og þjónustufyrirtæki á sviði kæli- og frystitækni . Árið 1997 var fyrirtækið endurskipulagt og hóf þá sókn á breiðari grundvelli . Í dag er Kæli- tækni sölu- og þjónustufyrirtæki sem flytur inn allt sem viðkemur kælingu og frystingu frá mörgum heimsþekktum birgjum og er leiðandi á íslenskum mark- aði . Kælitækni leggur mikið upp úr því að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt góða ráðgjöf og þjónustu . Þá getur fyrir- tækið einnig sérsniðið lausnir fyrir hvern og einn viðskiptavin . kaelitaekni .is CO2 kælikerfin eru framtíðin Ingvar Kristinsson sölustjóri og Elís H. Sigurjónsson tæknistjóri hjá Kælitækni: „CO2-kælingin er valkostur sem við erum ekki í vafa um að sé besti kosturinn í stöðunni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.