Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 62

Ægir - 2019, Blaðsíða 62
62 Vöruflutningar um höfnina í Þorláks- höfn eru stöðugt að aukast. Hjörtur Jónsson hafnarstjóri segir að þjónusta við fiskiskip sé mjög góð, enda fari það mjög vel saman að vera með hvorttveggja í senn, fiski- og flutn- ingahöfn. Þá sé töluvert af smábátum sem landi í Þorlákshöfn og búið er að bæta aðstöðu þeirra talsvert með uppsetningu á þriðju flotbryggjunni og einnig er verið að byggja ramp til sjósetningar á smærri bátum. „Við er- um að vinna að og láta hanna breyt- ingar á höfninni svo hægt sé með góðu móti að taka á móti 180 metra löngum skipum og gera hana stærri, öruggari og betri,“ segir Hjörtur. Mykines siglir til Rotterdam í Hollandi og Færeyja „Fiskiskipunum sem landa hér reglulega hefur heldur fækkað en magn á lönduð- um afla hefur haldið sér nokkurn veginn undanfarin ár og vöruflutningar eru að aukast . Aukning hefur orðið á löndun aðkomuskipa sem landa beint til útflutn- ings í ferjuna . Öll jarðefni eins og sand- ur, vikur og rauðamöl, sem flutt eru út, fara héðan . Ekjuskipið Mykines hefur siglt hingað vikulega í rúm tvö ár . Það hefur gengið mjög vel en skipið fer héð- an til Rotterdam í Hollandi og kemur við í Færeyjum á leiðinni til Íslands . Það fer frá Þorlákshöfn á föstudagskvöldi og er komið til Rotterdam um miðjan dag á mánudegi . Flutningurinn með því er nokkuð jafn . Það er yfirleitt alltaf með fullfermi þegar það kemur hingað; bíla, vinnuvélar, tæki og alls konar varning í vögnum en útflutningur með Mykines fer vaxandi . Það er að aðallega ferskur fiskur og allskonar aðrar sjávarafurðir,“ segir Hjörtur . Stefnt að enn frekari stækkun hafnarinnar Á næsta ári á að endurnýja stálþil á Svartaskersbryggju sem er 250 metra löng og verður dýpið við hana 10 m . Lengja þarf Suðurvarargarð um 200 m og byggja sandfangara norðan við inn- siglinguna til að það sé hægt að halda nægu dýpi í innsiglingunni . „Miðað er við að færa innsiglinguna út á dýpri sjó þannig að við náum að halda meira dýpi í innsiglingunni og höfninni . Við það verður höfnin enn betri og aðkoman að henni sömuleiðis . Það er mikið verkefni,“ segir hafnarstjórinn . „Hér hefur verið útbúið mikið svæði vegna vöruflutninga og erum við búin að taka í gagnið ný vöruplön sem eru samanlagt um 9 hektarar . Hér er því að skapast kjörin aðstaða fyrir fyrirtæki eins og í sjávarútvegi og önnur fyrirtæki sem flytja þurfa vörur til og frá landinu . Við höfum gríðarmikið og gott bygging- arsvæði . Ég hugsa að hvergi á landinu, eins og staðan er nú, sé betra að vera með stórt fiskvinnsluver en hér í Þor- lákshöfn . Sveitarfélagið sem slíkt er orð- ið mjög kvótalítið en ég hef þá trú að þar sem hagstæðast er að reka sjávarút- vegsfyrirtæki, þangað komi þau . Á staðnum er svo bæði kæli- og frysti- geymsla fyrir fisk og önnur matvæli . Í Þorlákshöfn er búið að skipuleggja tals- vert af atvinnulóðum af mismunandi stærðum . Það hefur verið mikil íbúa- fjölgun í sveitarfélaginu og margar íbúð- ir í byggingu og ný hverfi í skipulags- ferli . Allir innviðir sveitarfélagsins eru til fyrirmyndar .“ Mjög góðar aðstæður „Aðstaðan hér er mjög góð, bæði hvað varðar landfræðilega staðsetningu og möguleika á útflutningi á sjó og í lofti . Þessi ferjuleið til Evrópu á sjálfsagt bara eftir að vaxa og héðan er stutt á flug- völlinn í Keflavík,“ segir Hjörtur . olfus .is Vöruflutningar um Þorlákshöfn fara stöðugt vaxandi ■ Hjörtur Jónsson hafnarstjóri telur Þorlákshöfn vera ákjósanlegan stað fyrir umfangsmikla fiskvinnslu. Ljósmynd Hjörtur Gíslason . ■ Flutningar með færeyska ekjuskipinu Mykinesi fara stöðugt vaxandi. olfus@olfus.is thorlakshofn.is Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800 ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér. Mykines, vöruflutningaskip Smyril Line Cargo, siglir vikulega allan ársins hring á milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Flutningstíminn með Mykines er sá stysti sem í boði er á SV-horni landsins í sjóflutningum til og frá landinu. Þorlákshöfn er á SV-strönd landsins og er hún eina flutnings- og fiskiskipahöfnin á Suðurlandi allt austur að Hornafirði. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum. Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.