Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 56

Ægir - 2019, Blaðsíða 56
56 Tæknifyrirtækið Curio hlaut fyrr á þessu ári 2,3 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu til þess að þróa áfram nýja vél sem sker klumbubeinið af bolfiski. Tækið, sem þegar hefur verið smíðað í frumgerð, stuðlar að betri nýtingu afla, sparar verulega mannafla og dregur úr kolefnisspori. Áður hafði Curio hlotið styrk til sama verkefnis frá norska FHF sjóðnum, sem leit á verkefnið sem mikið fram- faraspor og nýlega hlaut síðan fyrir- tækið einnig styrk frá Tækniþróunar- sjóði. Að sögn Elliða Hreinssonar, framkvæmdastjóra Curio, hafa þessir styrkir haft úrslitaáhrif á að hægt sé að sinna þróun búnaðarins af krafti, enda sé svona verkefni bæði mjög tímafrekt og afar kostnaðarsamt. Um er að ræða tölvustýrða klumbu- skurðarvél fyrir h/g fisk (headed and gutted), en mest er unnið af slíkum fiski, ferskum eða uppþíddum, í Noregi, ann- ars staðar í Evrópu og Bandaríkjunum . Fram til þessa hafa klumbubeinin verið skorin af fyrir flökun ýmist með hand- skurði eða gamlir hausarar verið aðlag- aðir og nýttir til verksins við illan leik og með lélegri nýtingu . Fiskvinnsluvélar Curio víða um heim Áhersla Curio er á framleiðslu vélbúnaðar fyrir fisk- vinnslur og hefur fyrirtækið hingað til lagt höfuðáherslu á framleiðslu og sölu þriggja gerða véla, fyrir bolfiskflökun, hausun og roðdrátt, auk sérhæfðra brýna fyrir þessar vélar . Fyrirtækið sel- ur stærstan hluta sinnar framleiðslu á erlenda markaði og eru Curio vélar nú komnar í vinnslur í mörgum þjóðlöndum . Samhliða útflutningnum er þó að sögn Elliða ávallt mikil áhersla lögð á markaðinn hér heima, sölu vél- búnaðar til fiskverkenda og þjónustu við vélarnar . Fyrirtækið er gott dæmi um vöxt þjónustufyrirtækja í íslenskum sjávarút- vegi en Curio hefur á 12 árum vaxið í að vera með yfir 50 manns í vinnu og með tvö dótturfélög erlendis í sölu og þjón- Curio þróar byltingarkennda klumbuskurðarvél ■ „Leiðarljós í okkar þróun er að auka hráefnisnýtingu og gæði afurðanna,“ segir Elli Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio. Nýja klumbuskurðarvélin stuðlar að betri nýtingu, sparar verulega mannafla og dregur úr kolefnisspori.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.