Morgunblaðið - 09.06.2020, Page 1

Morgunblaðið - 09.06.2020, Page 1
Frá og með gærdeginum eru framdyr strætis- vagna opnar farþegum og engar fjöldatakmark- anir eða fjarlægðarmörk í gildi. Framdyr strætó voru lokaðar í mars vegna faraldurs kórónuveir- unnar. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýs- ingafulltrúi Strætó, segir framkvæmdina hafa gengið þokkalega. „Eftir að við lokuðum fyrst fannst okkur fólk borga fargjöldin sóma- samlega. Þegar það fór svo að líða á varð fólk kannski aðeins afslappaðra og reiddi ekki endi- lega alltaf fram rétt fargjald. Það hefur verið svo miklu minna eftirlit en hefðbundið er hingað til og erfitt fyrir vagnstjóra að fylgjast með þessu. Það eina sem þeir sjá í rauninni er í bak- sýnisspeglinum. Vonandi förum við að sjá aðeins meiri tekjur í kassann núna, samhliða því að við opnum framdyrnar aftur.“ Áfram verður í stræt- isvögnum sérstakt svæði fyrir þá farþega sem kjósa að halda fjarlægð frá öðrum. Guðmundur segir að fremstu stöku sætin í vögnunum verði notuð fyrir þá einstaklinga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Framdyr strætó opnaðar á ný eftir kórónuveiru Þ R I Ð J U D A G U R 9. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  134. tölublað  108. árgangur  HUGAÐ AÐ MERKUM FLUGMINJUM PRJÓNUÐ EINKENNISFÖT HÓGVÆR HEIÐ- URSBORGARI Í BOLUNGARVÍK LANDVERÐIR Í LOPAPEYSUM 11 HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR 2VILJA FRIÐLÝSA 14 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Svo virðist sem að mestu hafi skrúfast fyrir ný sjóðfélagalán hjá lífeyrissjóðunum í aprílmánuði. Þetta sýna nýjar tölur Seðlabank- ans sem birtar voru í gær. Námu ný útlán þeirra í mánuðinum aðeins 893 milljónum króna og hafa ekki verið lægri í einum mánuði frá því undir lok árs 2015. Frá þeim tíma hafa lífeyrissjóðirnir gert sig sífellt meira gildandi á þessum lánamark- aði. Hefur sú aukna þátttaka bæði birst í sífellt hagstæðari lánakjör- um og einnig fjölbreyttari lánakost- um, m.a. óverðtryggðum lánum, breytilegum og með föstum vöxt- um. Ný útlán sjóðanna í aprílmán- uði drógust saman um 5,7 milljarða frá fyrri mánuði. Þá fækkaði úti- standandi lánum sjóðfélaga hjá sjóðunum einnig og voru þau 40.362 talsins. Hefur þeim ekki fækkað milli mánaða síðan í desember 2017. Á sama tíma og mikill afturkipp- ur hefur orðið í útlánum lífeyris- sjóðanna í aprílmánuði virðast bankarnir halda sínu striki. Voru ný útlán þeirra til fasteignakaupa að teknu tilliti til umfram- og upp- greiðslna tæpir 12,8 milljarðar í aprílmánuði. Eru þær lánveitingar svipaðar að umfangi og verið hefur hjá bönkunum á undanförnum misserum. Samkeppnishæfari vaxtakjör Ekki eru einhlítar skýringar á þeim umskiptum sem urðu á mark- aðnum í apríl, en lífeyrissjóðirnir hafa gert sig sífellt meira gildandi á honum á síðustu árum. Hins vegar hafa vaxtakjör bankanna á húsnæð- islánum orðið samkeppnishæfari á síðustu mánuðum samhliða vaxta- lækkunum Seðlabankans þar sem bankarnir hafa lækkað vexti sína á slíkum lánum umfram það sem al- mennt hefur sést hjá sjóðunum. Bankarnir og sjóðirnir hafa hlutverkaskipti  Sjóðfélagalán dragast verulega saman milli mánaða MSkrúfast fyrir lánveitingar »12 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Atvinnulíf Ný sjóðfélagalán lífeyris- sjóðanna drógust saman í apríl. Allar bækur bókaútgáfunnar Uglu, 25 titlar á fjórum vöru- brettum, voru endursendar frá Pennanum Ey- mundsson til Uglu á dög- unum. Jakob F. Ásgeirsson, stofnandi og eig- andi útgáfunnar, segir að sér hafi verið gefnar upp þær ástæður fyr- ir endursendingunni að allar nýjar og nýlegar bækur sem séu jafn- framt í streymi hjá hljóðbókaveit- unni Storytel séu teknar úr sölu hjá Pennanum. Forstjóri Pennans segir að það sé ekki stefna fyrirtækisins að taka bækur sem eru í streymi hjá Storytel úr sölu. Nokkrir útgef- endur sem Morgunblaðið ræddi við könnuðust við málið en höfðu ekki hug á að ræða það opin- berlega. Jakob hefur leitað til Sam- keppniseftirlitsins vegna málsins, en 90% af sölu Uglu fara fram í gegnum Pennann tíu mánuði árs- ins og er því um að ræða áfall fyr- ir útgáfuna. »4 Allar bækurnar úr sölu  Áfall fyrir Uglu Jakob F. Ásgeirsson  Formaður Landssambands lög- reglumanna segir allt of fáa lög- reglumenn vera í stéttinni. Lögreglumönnum hefur ekki fjölg- að samhliða fjölgun ferðamanna hér á landi og álagið aukist á sama tíma. Alls voru lögreglumenn 662 talsins 1. febrúar síðastliðinn. Kjaraviðræður lögreglumanna við íslenska ríkið ganga afar hægt og þolinmæði stéttarinnar er þrotin. Lögreglumenn biðla til stjórnvalda að ganga frá kjarasamningum og standa við gefin loforð. »9 Stjórnvöld standi við gefin loforð  Umferðarmerkingar eru nú einu hindranirnar sem standa í vegi fyr- ir því að ökumenn aki um göngu- götur í miðborginni og hafa margir ökumenn undanfarið keyrt um göngugötur þó að það sé óheimilt. „Í sjálfu sér sjáum við enga aðra lausn en að ökumenn framfylgi þessu,“ segir Árni Friðleifsson, að- alvarðstjóri umferðardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sektaði átta ökumenn um helgina vegna aksturs um göngugötur. »2 Umferðarmerkingar eina hindrunin Vopnið sem not- að var til að myrða Olof Palme, forsætis- ráðherra Sví- þjóðar, er talið fundið. Sænska ríkisútvarpið SVT greindi frá þessu í gær en héraðssaksókn- ari mun kynna niðurstöður rann- sóknar sinnar á sérstökum kynning- arfundi á morgun. Heimildir ríkisútvarpsins herma að á fund- inum eigi að greina frá þessum tíð- indum. Palme var skotinn til bana í febr- úar 1986 er hann var að koma úr kvikmyndahúsi með konu sinni og hafa yfir 10.000 manns verið yfir- heyrðir í tengslum við rannsóknina á morðinu. Palme-rannsóknarnefndin hefur undanfarin ár haft tvö vopn til próf- unar – vopn sem sögð eru mjög lík- lega koma úr safni byssusafnara. Telja vopnið fundið  Nýjar vendingar í máli Olofs Palme Olof Palme

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.