Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 4

Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Opinn fundur um skipulagsmál með áherslu áGrafarvog verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 9. júní, kl. 19.00 í félagsheimili FSG aðHverafold 3. Meðal umfjöllunarefna verðaBorgarlínan, Sundabraut og skipulag í norðanverðum Grafarvogi. Framsögu hafa EyþórArnalds,Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Guðmundsson. Gestur fundarins verðurGuðlaugur Þór Þórðarson. — Allir velkomnir! Boðið verður upp á súpu og brauð frá Ostabúðinni. Skipulagsmál í Grafarvogi — opinn fundur í kvöld SJÁLFSTÆÐISMENN Í GRAFARVOGI Fundinumverður jafnframt streymt frá Facebook-síðu Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Ugla er eina fyrirtækið sem hef- ur orðið fyrir þessu og Ugla virð- ist eiga að vera öðrum víti til varnaðar svo þeir fari ekki að gefa út í streymi hjá Storytel,“ segir Jakob F. Ásgeirsson, stofn- andi og eigandi bókaútgáfunnar Uglu. Allar bækur útgáfunnar, 25 titl- ar á fjórum vörubrettum, voru endursendar frá Pennanum Ey- mundsson til Uglu á dögunum. Jakob segir að vörustjóri Penn- ans hafi útskýrt ákvörðunina með því að allar bækur sem séu jafn- framt í streymi hjá hljóðbókaveit- unni Storytel séu teknar úr sölu hjá Pennanum. Bækur Uglu eru flestallar til í streymi hjá Story- tel. Penninn lífæð útgefenda Hingað til hefur Penninn tekið við bókum frá öllum, að sögn Heiðars Inga Svanssonar, for- manns Félags íslenskra bókaút- gefenda. Hann hefur einungis heyrt hlið Jakobs á málinu en segir að ef rétt reynist sé það stórmál fyrir bransann ef ein- hverjar breytingar séu á því fyr- irkomulagi að verslunin taki við öllum bókum. Félagið skiptir sér þó ekki af viðskiptum einstaka fé- lagsmanna sinna, að sögn Heiðars. „Yfir ákveðinn hluta af árinu er Penninn Eymundsson þó lífæð ís- lenskra bókaútgefenda,“ segir Heiðar. Ingimar Jónsson, forstjóri Penn- ans, ritaði bréf til ráðamanna fyrr í ár þar sem hann gagnrýndi Storytel og sagði félagið skjóta sér undan skattgreiðslum. Jakob telur að með því að taka allar bækur Uglu úr sölu reyni Penninn að fæla aðrar útgáfur frá því að koma bókum sínum í streymi hjá Story- tel. „Núna ætlar Eymundsson sem sagt að drepa þetta fyrirtæki, Uglu, til þess að koma í veg fyrir að nýjar bækur fari í streymi hjá Storytel. Þá er hann náttúrulega að takmarka úrval þess sem boðið er upp á í streymi. Það kemur auð- vitað mjög illa við margt áhugafólk og lesendur hljóðbóka.“ Ingimar Jónsson, forstjóri Penn- ans, segir að það sé ekki stefna fyrirtækisins að taka bækur sem eru í streymi hjá Storytel úr sölu. Spurður hver sé þá ástæðan fyrir því að Penninn Eymundsson hafi tekið allar bækur Uglu úr sölu segir Ingimar: „Þetta er á milli okkar og ein- staka aðila. Við þurfum einfaldlega að meta það hvaða bækur við tök- um inn og hvaða bækur ekki.“ Jakob segir ekki nóg með að Penninn taki bækur Uglu úr sölu heldur gefi Penninn viðskiptavin- um sínum þau skilaboð að bækur Uglu séu ófáanlegar. „Það sem er verst af öllu er að þegar fólk spyr um bækurnar í búðunum er sagt að þær séu upp- seldar. Þetta hefur aldrei gerst hér í bóksölu eða bókaútgáfu hér á Ís- landi, að það hafi verið gerð svona aðför að einu útgáfufyrirtæki.“ Ugla verði öðrum víti til varnaðar  Allar bækur Uglu teknar úr sölu hjá Pennanum  Útgefandinn telur að fyrirtækið reyni að fæla aðra útgefendur frá útgáfu á Storytel  Forstjóri Pennans segir ekkert til í því og fyrirtækið hafi val Ljósmynd/Jakob F. Ásgeirsson Bækur Hér má sjá sumar þeirra bóka sem voru endursendar en á brettin vantar fimm kassa sem komu frá Akureyri. Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjón- ustumiðstöðinni á Leirum og í versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum. Þetta er vegna endur- skipulagningar, en algjört stopp á gestakomum síðustu mánuði vegna kórónu- veirunnar hefur gjörbreytt að- stæðum í rekstri þjóðgarðsins. „Þessar uppsagnir eru erfiðar aðgerðir en óumflýjanlegar,“ sagði Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðs- vörður í samtali við Morgunblaðið. „Hingað á Þingvelli hefur komið á aðra milljón gesta á síðustu árum og svo er það allt hrunið. Starf- semina hér höfum við að stórum hluta byggt á sértekjum; svo sem af sölu minjagripa og annars slíks. Þetta hefur skilað um 300-400 milljónum króna í kassann á ári en nú er þetta á núlli. Sama er að segja um tekjustofn, svipaðan að stærð, sem er bílastæðagjöld, tjaldsvæði, köfunargjald í Silfru og sala veiðileyfa í Þingvallavatni. Við þurfum því algjörlega að stokka upp reksturinn og bregðast þannig við aðstæðum sem upp eru komn- ar.“ Uppsögnunum fylgir að stefnt er að útvistun á verslunarrekstri og veitingasölu á Þingvöllum, sem miðað er við að komi til fram- kvæmda með haustinu. Auk starfs- mannanna sjö ná uppsagnirnar til lausráðins fólks með tímabundna starfssamninga. Önnur starfsemi á Þingvöllum verður óbreytt að svo komnu máli, en fjárveitingar til þjóðgarðsins eru nú í endurskoðun í umhverfisráðuneytinu. sbs@mbl.is Sjö sagt upp starfi  Endurskipulagt á Þingvöllum  Sér- tekjur á núll  Gestastofan og Leirur Einar Á.E. Sæmundsen Freyr Bjarnason freyr@mbl.is „Ég tel að þetta sé réttasta og besta leiðin til að koma okkur út úr CO- VID,“ sagði Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir á blaðamannafundi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu í gær. Yfirvöld kynntu þar þær breytingar sem verða á reglum um komur ferðamanna til Íslands frá og með 15. júní nk. og útskýrðu nánar hvernig staðið verður að skimun á landamærum landsins. Þórólfur sagði að með skimuninni væri verið að gera allt sem hægt væri að gera til að lágmarka áhætt- una á því að kórónuveiran komi aft- ur inn í íslenskt samfélag. Á sama tíma myndi skimunin hjálpa til við að koma atvinnulífinu af stað á nýjan leik. Framkvæmdin verður með þeim hætti að áður en farþegi leggur af stað til Íslands þarf hann að fylla út forskráningarform með helstu upp- lýsingum um sig. Á landamærum landsins mun heilsugæslan sjá um sýnatökur. Eftir að farþegi hefur farið í sýnatöku verður honum heim- ilt að fara á sinn áfangastað uns nið- urstöður eru tilkynntar með rafræn- um hætti. Farþegum verður ekki gert að fara í sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatökunni liggur fyrir en verður ráðlagt að fara varlega þangað til. Komi smit í ljós fer af stað hefð- bundið ferli þar sem hringt verður í viðkomandi, hann boðaður í blóð- prufu, m.a. til að ganga úr skugga um hvort hann sé smitandi og hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi smitrakningu og fjarheilbrigðis- þjónustu. Greining sýna verður fyrst um sinn hjá Íslenskri erfðagreiningu sem hefur boðist til að lána tæki sín og aðstöðu. Sýkla- og veirufræði- deild Landspítalans mun einbeita sér að því að greina klínísk sýni og vera í viðbragðsstöðu vegna þess. Fyrirhugað er að efla tækjabúnað og aðstöðu á deildinni þannig að hún geti sinnt verkefni af þessum toga. Áætlað er að unnt verði að greina að hámarki 2.000 sýni á sólarhring. Óvissa vegna verkfalls Fyrirhugað verkfall hjúkrunar- fræðinga er ógn við heilbrigðiskerf- ið, sem verður ekki rekið án hjúkr- unarfræðinga. Þetta sagði Alma D. Möller landlæknir á blaðamanna- fundi í gær. Ef verður af verkfallinu, sem hefst að óbreyttu 22. júní, mun það setja verkefnið um skimun á landamærum landsins í uppnám. Skimun lágmarkar áhættu á annarri bylgju  Ekki í sóttkví eftir sýnatöku  Grein- ingargeta 2.000 sýni á sólarhring Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Blaðamannafundur Útfærsla skimunar á landamærum og breytingar á reglum um komur ferðamanna til landsins voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Fallið hefur verið frá þeim áform- um að taka við heilbrigðisvott- orðum frá far- þegum sem koma hingað til lands eftir 15. júní eins og stað- ið hefur til. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamanna- fundi í gær. Hann hefur áður lýst því yfir að slík vottorð væru ein leið til að stýra umferð inn í land- ið. Þannig gæti einstaklingur, sem greinst hefur með kórónuveiruna og náð bata, framvísað slíku vott- orði við komu til landsins og kom- ist hjá sóttkví. Fram kom í máli Þórólfs að eftir nánari umhugsun hefði það ekki reynst hægt að treysta slíkum vottorðum þar sem ekki væru til alþjóðleg vottorð um slík veikindi og mælingar og því væri erfitt að meta þau og treysta. Sú niðurstaða verður þó, eins og annað er varðar komur farþega hingað til lands eftir 15. júní, í sí- felldri endurskoðun. Alþjóðleg vottorð eru ekki til HEILBRIGÐISVOTTORÐ UM FYRRI VEIKINDI EKKI TEKIN GILD Þórólfur Guðnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.