Morgunblaðið - 09.06.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.06.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Tólf konur sem stunda atvinnu-rekstur í og við Miðbæ Reykja- víkur rituðu grein í Morgunblaðið fyrir helgi og sögðu þar að ein- hverra hluta vegna hefðu „borgaryf- irvöld undanfarinn áratug kosið að fara með ófriði gegn rekstraraðilum við Laugaveg og neðanverðan Skólavörðustíg“. Þær bættu því við að herferðin væri gegn vilja rekstr- araðila og líka gegn vilja borgarbúa, og vitnuðu í því sambandi í nýlega skoðanakönnun.    Konurnar tólf lýstu því hvílíkuviðhorfi þær mættu hjá meiri- hlutanum í borginni, þar sem Dóra Björt Guðjónsdóttir pírati hefði til dæmis kallað málflutning þeirra „fortíðarskvaldur“ og segði þær klappstýrur afturhaldsins með „sveittar krumlur fortíðar“!    Konurnar furðuðu sig á þessu,sem von er, og sögðu að þær hefðu „seint trúað því að skæðasti andstæðingur okkar yrði meirihluti borgarstjórnar (meirihluti borgar- stjórnar sem situr í skjóli minnihluta atkvæða)“.    Í lok greinarinnar var svo ákall tilborgaryfirvalda: „Látið Lauga- veg og Skólavörðustíg í friði og hlustið á vilja afgerandi meirihluta rekstraraðila.“    Því miður er hægt að fullyrða aðnúverandi meirihluti borgar- stjórnar mun ekkert hlusta á þetta ákall frekar en önnur frá rekstrar- aðilum í Miðbænum. Andúðin á einkabílnum tekur öllu öðru fram. Engu skal eirt til að leggja steina í götu hans og þvinga fólk til að nota aðra ferðamáta en þann sem það kýs. 12 konur sem borgin mun hunsa STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Aron Þórður Albertsson Kristján H. Johannessen Fari Reykjavíkurborg ekki að fyrir- mælum Vinnueftirlitsins innan settra tímamarka hefur stofnunin heimild til að leggja á dagsektir þar til úrbætur hafa verið gerðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Vinnu- eftirlitsins við fyrirspurn Morgun- blaðsins. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá framkvæmdi Vinnueftir- litið svokallaða takmarkaða úttekt á skrifstofuhúsnæði Reykjavíkur- borgar 14. september 2019. Í kjöl- farið var borginni gert að kynja- skipta salernum þar á ný og fékk til þess frest til 14. október. Frestur til úrbóta hefur síðan þá verið framlengdur í nokkur skipti, síðast til 29. maí síðastliðins. Nú síðast ákvað Reykjavíkurborg að kæra ákvörðun Vinnueftirlitsins til félagsmálaráðuneytisins. Að því er fram kemur í svari Vinnueftirlitsins hefur engin til- kynning borist eftirlitinu um úrbæt- ur og er nú næsta skref að taka ákvörðun um ítrekunarferli. Í slík- um tilvikum, þar sem send eru ítrekunarbréf, eru atvinnurekendur hvattir til að fara að fyrirmælum Vinnueftirlitsins. Er þeim jafnframt veitt tækifæri til að koma á fram- færi skriflegum athugasemdum. Fari svo að atvinnurekendur fylgi ekki umræddum fyrirmælum er hægt að grípa til þess þvingunar- úrræðis að leggja á dagsektir þar til úrbætur er gerðar. Skylt að fylgja fyrirmælum Á fundi mannréttinda-, nýsköp- unar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur- borgar, sem haldinn var 28. maí sl., samþykktu fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalista- flokks Íslands að ráðast ekki í að merkja salerni í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar fyrr en ákvörð- un félagsmálaráðuneytisins lægi fyrir um fyrrgreinda kæru. Tillaga ráðsins um ókyngreind salerni er í kærunni sögð byggjast á mannrétt- indastefnu borgarinnar og áherslum hennar að vinna gegn mismunun borgaranna. Að því er fram kemur í svari Vinnueftirlitsins er atvinnurekendum skylt að fara að fyrirmælum eftirlitsins og ber þeim jafnframt að tilkynna stofn- uninni þegar úrbótum er formlega lokið. Geti lagt dagsektir á Reykjavíkurborg  Borgin fór ekki að fyrirmælum Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta er í takt við það sem er að ger- ast í Evrópu. Við áttum von á þessu,“ segir Óðinn Valdimarsson, verk- efnastjóri hjá Bílgreinasambandinu, um sölutölur nýrra fólksbifreiða í maí- mánuði. Heildarsalan í mánuðinum dróst saman um 74,4% samanborið við sama mánuð í fyrra. Munaði þar mest um samdrátt í sölu til bílaleiga og helgast það nær eingöngu af áhrif- um faraldurs kórónuveiru. Þrátt fyrir framangreindan sam- drátt stóð sala til einstaklinga að mestu leyti í stað. Þá voru svokallaðir nýorkubílar rétt um 67,8% af sölunni. Aðspurður kveðst Óðinn bjartsýnn á að heildarsalan muni taka við sér síð- ar á árinu. Þá sé óbreytt sala til ein- staklinga mjög jákvæð tíðindi. „Ef at- vinnuleysisstig verður með sama hætti gæti þetta auðvitað orðið þungt. Við erum hins vegar bjartsýn og telj- um að seinni partur ársins verði góð- ur,“ segir Óðinn og bætir við að áður en áhrifa kórónuveiru tók að gæta hér á landi hafi sölutölur fyrir árið litið vel út. „Áður en þetta kom upp vorum við að spá lítillegri söluaukningu frá síð- asta ári. Nú er þetta auðvitað bara al- gjör óvissa. En sala til einstaklinga gefur okkur von um að seinni hluti ársins verði góður.“ Sala á nýjum bifreiðum hrundi í maí  Sala til einstaklinga stóð í stað milli ára  Samdráttur í sölu til bílaleiga Morgunblaðið/Árni Bílar Kórónuveiran hafði áhrif.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.