Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 9
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
VORPERLUR
Vefuppboð nr. 484
Lýkur 10. júní
Nína Tryggvadóttir
vefuppboð á uppbod.is
Úrval góðra verka
Eyborg Guðmundsdóttir
FRÉTTIR 9innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020
Kjaraviðræður Landssambands lög-
reglumanna við íslenska ríkið ganga
„mjög hægt og í rauninni ekki neitt“,
að sögn Snorra Magnússonar, for-
manns sambandsins. „Það hefur nátt-
úrulega verið samið um stærri atriði
eins og vinnutímastyttingu og annað
þvíumlíkt á heildarsamtakaborðinu, en
gagnvart okkur lögreglumönnum ein-
um gengur þetta mjög hægt og nánast
bara ekki neitt,“ segir Snorri. Hann
segir þolinmæði stéttarinnar á þrotum.
„Menn eru orðnir langþreyttir á því að
fá ekki samning í hús. Þolinmæði stétt-
arinnar er bara löngu þrotin.“
Snorri segir lögreglumenn vilja fá
útkljáðar bókanir frá síðustu kjara-
samningum áður en hægt verði að
ræða af alvöru um lífskjarasamning-
inn. „Að stærstum hluta virðast við-
ræðurnar stoppa á þessu, en svo er-
um við líka í vandræðum sem lúta að
stofnanasamningi hjá okkur sem hef-
ur verið allt öðruvísi en svona samn-
ingar eiga að vera. Við fórum í þá veg-
ferð líka 2015 og miðuðum að því að
klára hana með kjarasamningum
2019 en það gekk ekki eftir heldur.
Það kemur á óvart því það var alveg
klár vilji ríkisins að stofnanasamning-
ar séu gerðir og það er skrítið að eiga
við það að ekki sé hægt að landa því
fyrr. Sér í lagi vegna þess að við vor-
um klár með okkar hluta í þessu en
svo strandar þetta hinum megin,“
segir Snorri.
Allt of fáir lögreglumenn
Í skriflegu svari dómsmálaráð-
herra við fyrirspurn Karls Gauta
Hjaltasonar á Alþingi kemur fram að
alls starfa nú 662 menntaðir lögreglu-
menn um land allt. Ákall eftir fjölgun í
stéttinni hefur verið hávært meðal
lögreglumanna undanfarin ár og seg-
ir Snorri að lögreglumönnum hafi í
raun fækkað á meðan álagið hafi auk-
ist. „Þetta eru allt of fáir lögreglu-
menn og við höfum gagnrýnt það
lengi og mikið.“ Árið 2007 störfuðu
678 lögreglumenn um land allt, árið
2006 voru þeir 697 og árið 2003 voru
þeir 702. Þá gerðu áætlanir í
mannaflagreiningu lögreglustjóra frá
árinu 2007 ráð fyrir því að árið 2012
yrðu lögreglumenn að minnsta kosti
804. „Núna átta árum síðar erum við
talsvert undir því,“ segir Snorri.
Hann segir enga fjölgun hafa orðið í
stéttinni samhliða fjölgun ferða-
manna hér á landi og auknu álagi sem
því fylgir. „Það hefur ekki verið nein
fjölgun, engin. Samt gefur það auka
leið að álagið hefur aukist.“ Þá segir
Snorri að miðað við mannaflagrein-
inguna frá 2007 megi ætla að lög-
reglumenn ættu í dag að vera að
minnsta kosti 900 talsins. „Við erum
að horfa upp á það að það vanti ein-
hverja 200 til 300 lögreglumenn til
starfa.“Að öllu óbreyttu má gera ráð
fyrir því að næsti samningafundur
lögreglumanna við ríkið verði á
fimmtudaginn. Snorri segir viðræð-
urnar vera í algjörri pattstöðu eins og
er. „Við höfum ekki verkfallsréttindi
og getum þar af leiðandi ekki beitt
neinum ráðum. Það eina sem við get-
um gert er að biðla til stjórnvalda um
að ganga frá þessum samningum al-
mennilega í eitt skipti fyrir öll og
standa við gefin loforð.“
Þolinmæðin
löngu þrotin
Vilja að ríkið standi við gefin loforð
Morgunblaðið/Eggert
Fáliðaðir Snorri segir 200 til 300 lögreglumenn vanta í stéttina í dag. Þeim
hefur raunað fækkað á síðustu árum og álagið aukist á sama tíma.
ÓBREYTT VERÐ
Opel Ampera-e – til afgreiðslu strax!
Birtm
eð
fyrirvara
um
m
ynd-og
textabrengl.
OPELGOES ELECTRIC
Reykjavík
Krókhálsi 9
Sími: 590 2020
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opið
Virka daga 9–18
Laugardaga 12–16
Opið
Virka daga 12–17
*Samkvæmt wltp staðli.
Kynntu þér þína drægni á opel.is
• Kemst lengra en þú heldur
• Rúmarmeira en þú heldur
• Er sneggri en þú heldur
• 60 kWh batterý
• Allt að 423 km. drægni*
• 204 hestöfl, 360 Nm
OPEL AMPERA-E
ER 100% RAFMAGN
Ampera-e Innovation - 60 kWh
Verð 4.790.000
Sigurður Böðv-
arsson, yfir-
læknir göngu- og
lyflækninga-
deildar við
Heilbrigðis-
stofnun Suður-
lands (HSU),
mun sinna starfi
framkvæmda-
stjóra lækninga í
fjarveru Hjartar
Kristjánssonar, sem er nú kominn í
ársleyfi.
Sigurður hefur starfað á HSU
síðan 1. desember 2018. Þar áður
starfaði hann sem sérfræðingur í
krabbameinslækningum í Gunder-
sen Health System, La Crosse í Wis-
consin, Green Bay Oncology, Green
Bay, Wisconsin og sem sérfræð-
ingur í krabbameinslækningum við
Landspítala. Sigurður er sérfræð-
ingur í krabbameinslækningum og
hefur áralanga reynslu af meðferð
krabbameinssjúklinga, rann-
sóknum, kennslu og stjórnun, var
um tíma formaður Læknafélags
Reykjavíkur og sat í stjórn Lækna-
félags Íslands.
Framkvæmdastjóri lækninga á Suðurlandi
Sigurður
Böðvarsson
Mikil fjölgun var á umsóknum um
kennaranám í háskólum á Íslandi í
ár. Á Menntavísindasviði Háskóla
Íslands fjölgar umsóknum um
framhaldsnám leikskólakennara
um 118% frá því í fyrra, umsóknum
um grunnskólakennaranám um
85%, framhaldsskólakennaranám
um 47% og 67% í íþróttakennara-
námið.
Umsóknum um nám við list-
kennsludeild Listaháskólans heldur
áfram að fjölga. Fjölgunin nam
122% í fyrra og um 12% nú.
Mikil ásókn í leik-
skólakennaranám