Morgunblaðið - 09.06.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
Samhliða miklum vaxtalækkunum
Seðlabanka Íslands hafa vextir á
sjóðfélagalánum lækkað talsvert.
Hins vegar hefur meiri lækkun orðið
á lánakjörum þeim sem bankarnir
veita til húsnæðiskaupa og hefur
hlutdeild þeirra á markaðnum aukist
hratt í kjölfarið. Hefur með því snú-
ist við þróun síðustu ára þar sem líf-
eyrissjóðir gerðust sífellt atkvæða-
meiri á markaðnum.
Nýlegar tölur Seðlabankans yfir
ný útlán bankanna með veði í fast-
eignum einstaklinga, að frádregnum
umfram- og uppgreiðslum, sýna að
þar hafa sviptingaranr ekki orðið
nándar nærri eins miklar og hjá líf-
eyrissjóðunum. Í nýliðnum apríl-
mánuði námu útlánin hjá bönkunum
12,8 milljörðum og jukust lítillega
milli mánaða. Í apríl í fyrra voru ný
útlán til fasteignakaupa eða endur-
fjármögnunar á húsnæði 10,2 millj-
arðar.
Það sem af er ári nema ný útlán af
þessum toga hjá bönkunum 44,4
milljörðum króna en voru 39,1 millj-
arður yfir sama tímabil í fyrra. Hjá
lífeyrissjóðunum er samdrátturinn
hins vegar um 2 milljarðar króna og
námu ný útlán þeirra til sjóðfélaga
tæpum 26,6 milljörðum á fyrstu fjór-
um mánuðum ársins. Eins og áður
getur komu þær lánveitingar að nær
öllu leyti fram á fyrstu þremur mán-
uðum ársins.
Skrúfast fyrir lánveitingar
Algjört hrun varð í veitingu nýrra sjóðfélagalána hjá lífeyrissjóðum í aprílmánuði
Bankarnir halda sínu striki Vaxtakjörin hafa breyst mikið að undanförnu
Morgunblaðið/Eggert
Breyting Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur aukið umsvif sín á húsnæðislánamarkaði en nú verður breyting á.
SVIÐSLJÓS
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Algjört hrun varð í veitingu nýrra
sjóðfélagalána hjá lífeyrissjóðunum í
aprílmánuði. Þetta sýna nýjar tölur
frá Seðlabanka Íslands. Þannig
námu ný útlán að teknu tilliti til upp-
og umframgreiðslna aðeins 893
milljónum króna. Drógust þau sam-
an um ríflega 5,7 milljarða króna frá
marsmánuði þegar þau námu rúm-
um 6,6 milljörðum króna. Hafa ný
útlán sjóðanna ekki verið jafn tak-
mörkuð frá því í október 2015 þegar
þau voru 467 milljónir króna. Frá
þeim tíma hafa þau aukist mjög að
vöxtum og náðu hápunkti í október
síðastliðnum þegar þau voru tæpir
14 milljarðar króna.
Sprenging í útlánum sjóðanna
Á liðnum misserum hefur hlut-
deild sjóðfélagalána af eignasöfnum
sjóðanna aukist talsvert. Sem dæmi
má nefna að í lok síðasta árs var hlut-
fall sjóðfélagalána af innlendu
skuldabréfasafni Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna 32% en hafði verið 27%
tólf mánuðum fyrr. Vegna mikillar
aðsóknar í sjóðfélagalán hafa sjóð-
irnir í ákveðnum tilvikum þrengt
lánaskilmála sína, lækkað hámarks-
fjárhæð lána og einnig takmarkað
meira en áður hverjir teljast gjald-
gengir til að taka lán hjá sjóðunum.
ur á gönguskíði.
Þó myndi ég ætla
að seldar gisti-
nætur verði um
helmingi færri en
í fyrra. Veltan í
maí var 30% af
veltunni í fyrra.
Þá er nóttin á
miklu lægra verði
en hefur verið,“
segir Daníel um eftirspurnina.
Hann bendir svo á að eitt hótel af
þremur hjá fyrirtækinu verði lokað í
sumar, sem dragi úr framboðinu.
„Við erum samt sem áður með 90
herbergi í sölu í sumar á hverjum
degi og það er uppbókað í þrjá eða
fjóra daga,“ segir Daníel og víkur að
tekjustreyminu yfir árið. Hótelið
skili hagnaði fjóra mánuði á ári, sé
rekið á núlli tvo mánuði en með tapi
hina mánuðina sex.
Sjálfbær yfir sumarið
„Það hefur í för með sér að við erum
sjálfbær yfir sumarið. Manni sýnist
að það muni vanta 130 milljónir af
alls 300 milljóna veltu í ár,“ segir
Daníel. Vegna tekjufallsins muni
hótelið þurfa aðstoð næsta vetur.
Leigusali og banki muni koma til
móts við hótelið. Þá hafi hlutabætur
komið sér vel í apríl og maí. Nú séu
hins vegar allir í fullu starfi. Mark-
miðið sé að standa af sér storminn.
Hótel Ísafjörður hf. rekur gist-
ingu á fimm stöðum. Hótel Ísafjörð-
ur er á tveimur stöðum, sem og
Gamla Gistihúsið. Síðan rekur fyrir-
tækið Torfnes hótel, sem var áður
Eddu-hótel, en það er lokað í sumar.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Daníel Jakobsson, annar tveggja
hótelstjóra á Hótel Ísafirði, segir
ánægjuefni hversu vel Íslendingar
hafi tekið við sér í sumar.
„Íslendingurinn hefur tekið mjög
vel við sér. Hann ætlar greinilega að
ferðast innanlands í sumar. Það er
skemmtilegt að fá Íslendinga, enda
hafa alltof fáir komið vestur. Þá
hjálpaði það mikið hvað Íslendingar
voru duglegir að koma vestur sl. vet-
Aukin eftirspurn frá Íslendingum
Hótelstjóri á Hótel Ísafirði segir verð á gistingu hafa lækkað mikið milli ára
Daníel
Jakobsson
9. júní 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 131.47
Sterlingspund 166.01
Kanadadalur 97.48
Dönsk króna 19.971
Norsk króna 14.11
Sænsk króna 14.287
Svissn. franki 137.2
Japanskt jen 1.2033
SDR 181.6
Evra 148.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.4827
Hrávöruverð
Gull 1709.55 ($/únsa)
Ál 1553.5 ($/tonn) LME
Hráolía 39.84 ($/fatið) Brent
● KKV Investment
Management Ltd.,
dótturfélag Kvika
Securities Ltd.,
sem er dótturfélag
Kviku banka hf. í
Bretlandi, hefur
formlega gengið
frá samningum um
stýringu á tveimur
breskum veðlána-
sjóðum.
Í tilkynningu frá bankanum segir að
hrein eign sjóðanna sé samtals rúmlega
70 milljarða króna virði.
Sjóðirnir heita annarsvegar KKV
Secured Loan Fund, og eru hlutabréf
hans skráð á aðallista kauphallarinnar í
London, og hinsvegar SQN Secured In-
come Fund. Hlutabréf þess sjóðs eru
einnig skráð í kauphöllinni í London.
Í tilkynningu Kviku segir að í
tengslum við yfirtöku samninganna
muni KKV ráða um 18 sérfræðinga en
meirihluti þeirra hefur unnið við stýr-
ingu sjóðanna undanfarin ár.
Spenntur yfir tækifærinu
Gunnar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Kvika Securities Ltd., segist í til-
kynningunni vera afar ánægður með að
hafa lokið samningunum. „Við erum
spennt yfir því mikla tækifæri sem KKV
stendur frammi fyrir.“
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri
Kviku banka hf., segir í tilkynningunni
að rekstur Kviku í Bretlandi hafi gengið
vel og hafi skilað hagnaði á síðasta ári.
„Þeir nýju samningar sem KKV hefur nú
gert um stýringu tveggja sjóða sem
skráðir eru í Kauphöllinni í London eru
því sérstaklega ánægjuleg skref fyrir
starfsemi okkar í Bretlandi og fellur vel
að þeirri stefnu Kviku að leggja áherslu
á eigna- og sjóðastýringu.“
Stýra 70 milljörðum
króna í Bretlandi
Stýring Kvika
starfar í Bretlandi.
STUTT
● Samkvæmt tilraunatölfræði Hag-
stofu Íslands, sem birt er á vef stofn-
unarinnar, voru 88 fyrirtæki sem skráð
voru í fyrirtækjaskrá Skattsins tekin til
gjaldþrotaskipta í apríl síðastliðnum.
Af þeim voru 48 virk á fyrra ári, þ.e.
annaðhvort með launþega samkvæmt
staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt
virðisaukaskattskýrslum, eða 60% fleiri
en í sama mánuði fyrra árs.
Í tölfræðinni segir einnig að af þeim
48 fyrirtækjum sem tekin voru til gjald-
þrotaskipta í apríl 2020 og voru virk ár-
ið 2019 voru 16 í byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð, 4 í heild- og smásölu-
verslun og viðgerðum á vélknúnum
ökutækjum. Átján voru í einkennandi
greinum ferðaþjónustu og 10 í öðrum
atvinnugreinum.
467 launþegar
Fyrirtæki sem tekin voru til gjald-
þrotaskipta í apríl voru með 467 laun-
þega að meðaltali yfir árið 2019 og 3,4
milljarða króna veltu. Þar af voru 276
launþegar hjá fyrirtækjum í einkenn-
andi greinum ferðaþjónustu og var
velta þeirra um 2,2 milljarðar króna.
88 fyrirtæki tekin til
gjaldþrotaskipta í apríl