Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 13

Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma AFP Minneapolis Þessi mótmælandi minntist George Floyds á sunnudaginn. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Borgarfulltrúar í Minneapolis til- kynntu í fyrrinótt að þeir hygðust leggja niður lögreglulið borgarinn- ar í núverandi mynd. Ákvörðunin er tekin í kjölfar mótmæla gegn kyn- þáttahyggju innan lögreglunnar, sem nú hafa staðið yfir í tvær vikur um gervöll Bandaríkin eftir að George Floyd var myrtur í haldi fjögurra lögreglumanna frá Minn- eapolis. „Við samþykktum að taka í sund- ur lögvörslu eins og við þekkjum hana í Minneapolisborg og byggja upp á nýtt með samfélaginu nýja fyrirmynd í almannaöryggi, sem ver samfélagið okkar í reynd,“ sagði Lisa Bender, forseti borgarstjórnar Minneapolis, við CNN-fréttastof- una. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur hins vegar lagst gegn áformum um að leggja lög- reglu borgarinnar niður, en baulað var á hann á mótmælum helgarinn- ar þegar hann sagðist vera mótfall- inn þeim hugmyndum. Frey sagði við fjölmiðla að hann styddi umbæt- ur til að vinna gegn kerfislægri kyn- þáttahyggju innan lögreglunnar en ekki að leggja hana alfarið niður. Lögreglumenn beri ábyrgð Krafa um að leggja niður eða draga verulega úr fjárframlögum til lögreglunnar hefur verið áberandi í mótmælunum til þessa, en undir- tektirnar hafa verið misjafnar. Bill de Blasio, borgarstjóri New York- borgar, lofaði því á sunnudaginn að skera niður fjárframlög til lögregl- unnar þar í borg, og sum önnur sveitarfélög hyggjast banna notkun táragass og gúmmíkúlna til þess að hafa hemil á mótmælum. Samtök svartra þingmanna á Bandaríkjaþingi hugðust hins vegar leggja fram frumvarp í fulltrúa- deildinni í gær, sem á að gera það auðveldara að ákæra lögreglumenn fyrir manndráp og banna handtöku- aðferðir sem leitt geti til andnauðar líkt og í tilfelli George Floyds. Þá vilja þingmennirnir láta setja upp gagnagrunn, þar sem lögreglu- ofbeldi verði skráð. Óvíst er hins vegar hvort frum- varpið muni njóta stuðnings innan öldungadeildarinnar, þar sem repú- blikanar eru með meirihluta, eða hvort Donald Trump Bandaríkja- forseti myndi beita neitunarvaldi sínu á frumvarpið. Niðurrifið „glæpsamlegt“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gagnrýndi framferði sumra mótmælenda þar í landi um helgina og sagði þá hafa grafið und- an mótmælunum með „fantaskap“. Allt að fjórtán lögreglumenn hlutu áverka eftir mótmæli helgarinnar og ókvæðisorð voru máluð á styttu Winstons Churchills við breska þinghúsið. Þá gagnrýndu bæði Johnson og Keir Starmer mótmælendur fyrir að hafa rifið niður í leyfisleysi styttu af Edward Colston, kaup- sýslumanni frá 17. öld í Bristol, en hann lét flytja um 100.000 þræla frá Afríku vestur um haf, og er talið að um 20.000 af þeim hafi ekki lifað ferðalagið af. Styttunni var svo rúll- að að höfn borgarinnar og varpað í sjóinn. Sagðist Johnson skilja tilfinning- ar þeirra sem rifu niður styttuna en það væri samt sem áður glæpsam- legt athæfi og að lögreglan myndi vilja ákæra þá sem bæru ábyrgðina á því. Flestir í Bretlandi virðast þó sammála um að ekki eigi að reisa styttuna aftur á sama stað. Marvin Rees, borgarstjóri Bristol, sagði að styttan hefði ávallt verið móðgandi fyrir sig og aðra íbúa borgarinnar af svipuðum uppruna, en faðir Rees er frá Jamaíku. Sagði Rees að stytt- an yrði á endanum veidd upp úr höfninni og sett á safn. Vilja leggja niður lögregluna  Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja huga að öðrum háttum við löggæslu  Boris Johnson segir „fantaskap“ hafa grafið undan mótmælunum í Bretlandi  Styttan af þrælasalanum verður flutt á safn Powell ætlar að kjósa Joe Biden Colin Powell, hershöfðingi og fyrrverandi utan- ríkisráðherra George W. Bush, sagði í fyrrinótt að hann myndi kjósa demókrat- ann Joe Biden í forsetakosning- unum í haus. Sak- aði hann Donald Trump Bandaríkja- forseta um að hafa vikið frá grundvallargildum stjórnarskrár Bandaríkjanna og gagnrýndi repú- blíkana harðlega fyrir að hafa ekki látið Trump bera ábyrgð. „Hann lýgur um hluti og kemst upp með það, því fólk vill ekki gera hann ábyrgan orða sinna,“ sagði Powell og gagnrýndi Trump fyrir að hafa móðgað „hér um bil alla í heim- inum,“ sér í lagi nána bandamenn Bandaríkjanna. Powell var á sínum tíma fyrsti svarti hershöfðinginn til þess að vera skipaður formaður herráðs Bandaríkjanna, undir forsæti George Bush eldri. Colin Powell  Trump hafi vikið frá stjórnarskránni Bandarísk yfirvöld hafa farið þess á leit við Breta að þau fái að yfir- heyra Andrés Bretaprins vegna tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Andrés hefur hingað til neitað að svara spurningum saksóknara í New York vegna glæparannsóknar í tengslum við Epstein, sem tók eig- ið líf síðasta haust eftir að hafa ver- ið handtekinn. Eitt af fórnarlömbum Epstein, Virginia Roberts Giuffre, sakar Andrés um að hafa haft samræði þrisvar við sig á árunum 2001-2002, þar af tvisvar meðan hún var undir lögaldri. Andrés neitar allri sök. Andrés lét af konunglegum emb- ættisskyldum sínum á síðasta ári eftir að viðtal hans við BBC- sjónvarpsstöðina, þar sem hann reyndi að hreinsa sig af ávirðing- unum, þótti misheppnast. Vilja yfirheyra prins- inn vegna Epstein BRETLAND AFP Epstein Andrés Bretaprins verður mögulega yfirheyrður vegna Epstein. Stuðningsmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, lagar hér andlitsgrímu með mynd af forsetanum í ofur- hetjubúningi, á stuðningsfundi sem haldinn var á Copa- cabana-ströndinni frægu í Rio de Janeiro. Fjölmenni var á götum allra helstu borga Brasilíu í gær og mættu bæði stuðningsmenn og andstæðingar Bolsonaros til þess að segja skoðun sinni á forsetanum umdeilda og viðbrögðum hans við heimsfaraldrinum. AFP Fjölmenni á mótmælum í Brasilíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.