Morgunblaðið - 09.06.2020, Page 14

Morgunblaðið - 09.06.2020, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Meginvið-skipta-vísitala Bandaríkjanna hef- ur hækkað töluvert síðustu daga, eink- um í kjölfar opin- berra talna um styrkingu atvinnu- stigs landsins, þvert á fyrri spár. Þessi vísitala er þó tilfinningadrifinn mæli- kvarði, en ekki staðfesting þess að allt sé fast í hendi. En hún er þó iðulega vísbending sem taka má nokkurt mark á. Flökt þess- arar vísitölu eykst þegar óvissuþáttum fjölgar. Og nú eru óvissuþættirnir margir. Einn af þeim snýr beint að sökudólgnum, kórónuveirunni. Þeir sem telja sig geta talað um hugsanlega þróun hennar með vísindalegum formerkjum eru fjarri því að tala einum rómi. Ástæða þess er sú að enn eru miklar gloppur í vísindunum en faraldurinn óvenjulegur og fjarri því að vera fullgreindur. Stór óvissuþáttur snýr að því hvort smitfallið sem orðið er sé varanlegt eða ekki. Fjölmargir vísindamenn telja enn að ekki sé útilokað að baklsag verði í hinni jákvæðu þróun. Fari svo kynni veiran að verða illviðráð- anlegri en fyrr en mótstaðan (hjarðsmitun) hafi til þessa að- eins byggst upp að takmörkuðu leyti. Annar óvissuþáttur snýr að afleiðingum lokunar atvinnulífs landanna. Hversu mörg fyrir- tæki munu ekki ná að þreyja þennan heimatilbúna þorra. Mörg ríkisstjórnin lengdi í sín- um snörum, en þó ekki svo að reipið dugi til að fyrirtækin nái tám niður áður en hnúturinn herpist að hálsi. Margt hjálp- ræðið fólst í að fresta inn- heimtum skattmanns í hinum ýmsu gervum hans. En það þýðir að þegar fyrirtækin fikra sig til lífs á ný lenda þau í tvö- földum skatti. Þeim sem reglu- lega fellur til og hinum sem settur var á ís en hefur nú þiðn- að. Önnur spurning felst í trausti alls almennings, til að mynda gagnvart farþegaflugi, skemmtiferðaskipum og ferða- þjónustu almennt. Treystir fólk sér í að leggja í kostnaðarsam- ar ferðir í ljósi sífelldra vanga- veltna sérfræðinga um næstu bylgju veirunnar? Lifir enn ótt- inn um að festast fjarri heima- landi við ótryggar aðstæður? Góðvinur Íslendinga, King lávarður, áður aðalbankastjóri Englandsbanka, var nýlega spurður um þessi efni. Hann óttast að laskað atvinulíf verði lengur á lappir aftur en stjórn- málamenn vona. King ámælir sínum eigin stjórnvöldum fyrir loforð þeirra um neyðarlán til fyrirtækja sem berjast fyrir til- veru sinni eftir árás veirunnar og þó einkum eftir skyndiákvarðanir ríkisvaldsins. Hann undir- strikar að ríkis- stjórnin og þeir ráðherrar sem helst komu við sögu verði að ná utan um verkefnið eigi að komast hjá varanlegum skemmdum á efnahagslífi landsins. King segir mjög hæp- ið að slá því föstu nú að bati efnahagslífsins verði hraður. Spár sem heyrast um mjög snöggan bata efnahagslífsins séu hvorki sannfærandi né trú- verðugar. Allt bendi til að bat- inn verði hægari en óskhyggjan byggi undir í augnablikinu. Þessi sjónarmið Kings stangast að nokkru á við nýleg orð And- rews Bailey, núverandi stjórn- anda Englandsbanka, sem taldi að atvinnulífið gæti náð vopn- um sínum á ný miklu hraðar en það gerði eftir bankaáfallið 2008. King lávarður sagði það ýta undir áhyggjur sínar um afdrif smærri og meðalstórra fyrir- tækja að þær aðgerðir sem ríkisvaldið hefði boðað voru ekki tilbúnar við þá kynningu og fjármálaráðuneytið hefði þurft drjúgan tíma til að strauja og slétta úr krumpum og bæta úr göllum. Það hefði þýtt tafir sem fyrirtæki í vanda þyldu illa. Betur hefði farið á því ef stjórnvöld hefðu falið sérfróðum aðilum að halda utan um hjálparinngrip ríkisins. King sagði: „Stjórnmála- menn eru í góðri þjálfun við að tilkynna væntanlegar aðgerðir en hafa enga reynslu af því að stýra eða halda utan um nokk- urn hlut. Ég held að vandinn liggi ekki í því að draga upp að- gerðir á hæsta þrepi stjórnsýsl- unnar, heldur í framkvæmdinni á hinum jarðbundnu slóðum.“ Þessi aðvörunarorðs Kings breyttu ekki því að hann telur að hraði batans geti orðið mikill á næsta ári og hagvaxtaraukn- ing þá náð allt að 15% og komist í fyrri stöðu þegar á miðju ári 2021. Það væri í raun mjög öfl- ug endurkoma efnahagslífsins. Það var svo eftirtektarvert að gamli bankastjórinn gagn- rýndi bresku stórbankana fyrir að hafa verið seinir í svifum með sínar aðgerðir. Þeirra hug- arheimur réði því að hjálparféð fór allt of seint úr húsum til þeirra sem voru í mestri þörf. Það sem tafði var að innan- búðar veltu menn sér allt of lengi upp úr spurningum um það hversu mikil töp fyrirtækj- anna yrðu og þá í kjölfarið hættan á því að þau hefðu ekki afl til að endurgreiða neyðar- hjálpina. Segja má að ekki sé ágreiningur um að bati sé í spilunum. Spurningin sé að- eins um hversu hraður hann verði} Sjónarmið Kings lávarðar F orseti Bandaríkjanna lætur her- menn ryðja burt friðsömum mót- mælendum til þess að hægt sé að taka mynd af honum með biblíu í hendi. Svipmyndin er svo heimskuleg að Hollywood léti sér ekki detta svona þvæla í hug. Þegar Trump var kosinn óttuðust margir að hann gæti gert skelfilega hluti, en aðrir voru vissir um að Bandaríkin, brjóstvörn lýðræðisins, hefðu næga öryggisventla. Reynslan sýnir þvert á móti að Trump gengur sífellt lengra, hótar andstæðingum, rekur þá sem eiga að gæta þess að reglum sé fylgt og hefur þær að engu. Hann dregur Bandaríkin út úr alþjóðasamvinnu, reisir múra, berst markvisst gegn viðskiptum þjóða á milli og býr til ímyndaða óvini eins og djúpríkið. Í leikritinu Brennuvargarnir eftir Max Frisch segir frá Biedermann, virðulegum borgara, sem leigir tveimur náungum herbergi í húsi sínu. Í borginni er íkveikjufaraldur og áhorfendur sjá fljótlega að leigjend- urnir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Biedermann trú- ir samt engu illu upp á þessa leiguliða, jafnvel þegar þeir segjast vera brennuvargar. Þó að bensíntunnurnar blasi við á loftinu réttir hann þeim eldspýtustokkinn. Í lokin er húsið í ljósum logum. Dæmisagan er skýr. Ógnaröflin færa sig upp á skaftið meðan enginn sér við þeim. New York Times líkti nasistum Hitlers við skátaflokk árið 1928. Þá fengu þeir 2% atkvæða í kosningum. Fimm árum seinna varð Hitler kanslari eftir kosningasigur nasista. Hann herti hratt tökin og skapaði samfélag ótta og einangrunar. Í nóvember 1933 kusu 94% þjóðarinnar nasista. Margir kjósendur nýttu sér þau „þægindi“ að greiða atkvæði án þess að fara inn í kjörklefann. Sú saga komst á kreik að atkvæðaseðlarnir væru leynilega merktir og ráðamenn ýttu undir slíkar vangaveltur. Alræðisstjórnir fortíðar áttu leynilegar skrár um alla. Koma þurfti fyrir hlerunarbúnaði og skrifa upp skýrslur með ærinni vinnu og fyrir- höfn. Núna göngum við sjálfviljug með búnað sem skráir allar hreyfingar okkar, veit hvað við lesum, hlustum eða horfum á og getur heyrt og tekið upp allt sem sagt er. Það sem meira er, of- urtölvur með gervigreind geta unnið úr upplýs- ingunum á augabragði. Svona búnað hefðu Stal- ín og Hitler þegið með þökkum. Þeir sem slökktu á símanum hefðu farið fyrst í fangabúð- irnar. Þýskaland var ekki vanþróað land óupplýst fólks og illmenna upp úr 1930 fremur en Bandaríkin árið 2016. Heiðvirt fólk brást bara ekki við hættunni meðan það var hægt. Á Íslandi hæðist ákveðinn hópur manna að „góða fólkinu“, jafnvel menn sem áður nutu álits. Þórarinn Eldjárn orti: Veðrið er fínt, það er fallegt á Bakka og fasisminn ríður í hlað. Velgreiddur maður í vönduðum jakka, í vasanum morgunblað. Bakkabræður taka gestinum vel. Í lok kvæðisins vill hann gista. Hverju svörum við þá? Benedikt Jóhannesson Pistill Fasisminn ríður í hlað Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundurmbl.is Spurningar hafa vaknað umvarðveislu flugminja hér álandi vegna umræðna umframtíð gamals flugskýlis á Reykjavíkurflugvelli þar sem flug- félagið Ernir starfrækir viðhalds- stöð fyrir flugflota sinn. Eggert Norðdahl, sem er sérfróður um flug- söguna, hefur upplýst að umrætt flugskýli sé líklega hið elsta hér á landi, upphaflega byggt árið 1938 yf- ir TF-ÖRN, sjóflugvélina sem mark- aði upphaf samfellds atvinnuflugs á Íslandi. Nú liggur fyrir að ekkert verður af áformum borgaryfirvalda um að rífa flugskýlið til að leggja veg á svæðinu þar sem það stendur. Framtíð flugskýlisins, sem er nr. 6 á flugvellinum, er að öðru leyti óljós. Eggert hefur lagt til við Minjastofnun að það verði friðlýst ásamt fleiri minjum á flugvallar- svæðinu. Hann segir að það hafi ver- ið endurbyggt 1940 eftir bruna en viðbygging við það sé frá 1942. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur 2013 (nr. 161) segir að umrætt skýli hafi frá upphafi verið nefnt Sjó- skýlið. Eftir brunann 1940 hafi nýtt skýli verið reist á sama stað eftir teikningum Bárðar Ísleifssonar arkitekts. Í skýrslunni segir: „Lagt er til að flugskýlið njóti verndar í rauðum flokki. Flugskýli Flugfélags Íslands [Sjóskýlið] er eitt af fyrstu flugskýlum á Íslandi hannað af ís- lenskum arkitekt. Það er reist á her- námsárunum og vísar til upphafs Reykjavíkurflugvallar.“ Flugskýli 1 friðlýst Í janúar síðastliðnum friðlýsti mennta- og menningarmálaráðherra flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Var það gert að tillögu Minjastofn- unar. Flugskýlið stendur við hlið gamla flugturnsins sem var byggður 1940 og einnig er friðaður. Saman mynda skýlið og turninn merka minjaheild frá árum seinni heims- styrjaldar sem hefur fágætisgildi á landsvísu, segir á heimasíðu Minja- stofnunar. Friðlýsingin tekur til stálburðargrindar og upprunalegra rennihurða á göflum skýlisins. Und- anskildar ákvæðum friðlýsingar eru seinni tíma breytingar: viðbygg- ingar og klæðningar utan- sem og innanhúss. Á heimasíðu Minjastofnunar segir að flugskýli 1 sé fyrsta stóra flug- skýlið sem byggt var á Reykjavík- urflugvelli. Það er eitt fimm flug- skýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og reist á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn og standa fjögur þeirra enn. Flugbátabryggja í hættu Í bréfi sem Eggert Norðdahl sendi fjölmiðlum fyrir helgi bendir hann á fleiri minjar við Reykjavík- urflugvöll sem friða þurfi. Nefnir hann t.d. að vestan við sjóskýlið sé enn til flugbátasteinbryggja gerð snemma 1941 fyrir stærri flugbáta og hafi hún einnig verið notuð af Flugfélagi Íslands. Þessi stein- bryggja hafi verið byggð jafnhliða gerð flugvallarins 1941 og liggi hún nú undir skemmdum. En gamlar flugminjar sem huga þarf að með tilliti til verndar eða friðunar eru víðar en í Reykjavík. Eitt af elstu flugskýlum landsins er t.d. á Sandskeiði, margvíslegar flug- minjar eru á Keflavíkurflugvelli og á ýmsum flugvöllum úti á landi. Í skýrslu opinberrrar nefndar undir formennsku Margrétar Hallgríms- dóttur þjóðminjavarðar frá 2006 um flugsögu og flugminjar hér á landi segir að stór hluti þessara minja liggi undir skemmdum og sé í hættu ef ekkert verði aðhafst. Athygli beinist að varðveislu flugminja Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðlýstar Flugskýli 1 (stóra byggingin t.v.) og gamli flugturninn á Reykja- víkurflugvelli eru friðaðar byggingar og munu því standa til frambúðar. Nefnd um flugsögu og flug- minjar gerði þá tillögu í skýrslu frá 2006 að stofnað yrði sjálfstætt Flugminjasafn Íslands með aðsetri á Reykja- víkurflugvelli. Það hefur ekki gengið eftir en umræður um slíkt flugsafn á vellinum eru þó enn í gangi. Tuttugu ár eru síðan Flug- safn Íslands var stofnað á Ak- ureyri og heldur það úti starf- semi á flugvellinum þar. Þar eru til sýnis gamlar flugvélar, svifflugur og flugmódel og ýmsir minjagripir úr sögu flugsins. Á nokkrum byggða- söfnum eru flugminjar einnig varðveittar, m.a. í safninu á Hnjóti við Patreksfjörð og Stríðsminjasafninu á Reyðar- firði. Ýmsar stofnanir varðveita flugminjar, þ. á m. Flugmála- stjórn, sem á í fórum sínum gömul tæki sem notuð hafa verið á flugvöllum landsins, og Landhelgisgæslan. Flugsafn er á Akureyri FLUGMINJAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.