Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 15

Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Í miðbænum Sumarið er gengið í garð með hlýrra veðri og lífi í miðbæ Reykjavíkur. Þessi kona virti mannlífið fyrir sér af bekk á horni Klapparstígs og Skólavörðustígs. Eggert Jin Zhijian, sendi- herra Kína, skrifar grein í Mbl. 4. júní til varnar ákvörðun Kommúnistaflokks Kína að svíkja samn- inginn um „Eitt land, tvö kerfi“ sem Kína lofaði í sameiginlegri yfirlýsingu 1984 og átti að tryggja sjálf- stjórn Hong Kong án þvingandi komm- únisma eftir afhendingu Hong Kong til Kína 1997. Núna ganga kommúnistar á bak orða sinna með lögum um „tryggingu þjóðarör- yggis“ sem samþykkt var á nýaf- stöðnu þingi Kommúnistaflokks Kína. Kommúnistar ætla að þvinga Hong Kong undir einræði kín- verska kommúnistaflokksins til að fylgja einræðisreglu flokksins „Eitt land, eitt kerfi“. Christopher Pat- ten, fyrrum samningamaður Bret- lands vegna afhendingar Hong Kong, segir að heimurinn sjái nú framan í hið „nýja einræði í Kína- “.Samningurinn „Eitt land, tvö kerfi“ átti að tryggja stjórn- málalegt og efnahagslegt frelsi í Hong Kong fram til ársins 2047. Það hefur sjálfsagt ekki verið nein til- viljun af hálfu kín- verska sendiherrans að birta greinina á 31. árs afmælisdegi blóð- baðsins á Torgi „him- neska friðarins“ í Pek- ing, þegar þúsundir vopnlausra náms- manna voru drepnar fyrir að færa fram sanngjarnar kröfur um málfrelsi og lýðræði. Það eru þögul skilaboð um að beiting vopna er hluti valdakerfis kínverskra komm- únista bæði innanlands sem erlend- is. Mbl. skrifaði í leiðara 6. júní 1989 að „Alþýðuhernum kínverska hefur nú verið beitt gegn alþýðu eigin lands af hóflausri grimmd“. Á sama hátt ætlar kommúnistaflokk- urinn að ógna og berja íbúa Hong Kong til hlýðni við sig með nýju lögunum um „þjóðaröryggi“. Íbúar Hong Kong eru sviknir af kommúnistum, sem kalla sann- gjarnar kröfur um lýðræði og sjálf- stjórn „hryðjuverk og erlenda íhlut- un“. Sú grimmd sem í vændum er verður ekki falleg og mun bætast á þegar blóðugar hendur kínverskra kommúnista. Vonandi munu ríkis- stjórnir fleiri landa en Ástralíu, Kanada, Bandaríkjanna og Bret- lands bætast í hóp þeirra lýðræðis- ríkja sem mótmæla og fylkja liði gegn þessu samningsbroti sem stríðir gegn vilja íbúanna í Hong Kong og öllum viðteknum og traustum lýðræðislegum sam- skiptum í heiminum. Bretar munu rækja skyldur sínar og tengsl við íbúa Hong Kong og hafa þegar boð- ið á þriðju milljón Hong Kong-búa bresk skilríki. Fyrir Ísland sem eitt af elstu lýðræðisríkjum heims verð- ur það sjálfsagður hlutur að styðja lýðræði og mannréttindi hvar sem er í heiminum og standa með tveimur helstu bandamönnum sín- um Bandaríkjunum og Bretum og mótmæla valdníðslu Kína á frið- sömum íbúum Hong Kong. Það er skiljanlegt að jörðin brenni undir kínverska komm- únistaflokknum eftir framkomu við eigin landsmenn, starfsmenn sjúkrahúsa, smitsjúkdómasérfræð- inga og vísindamanna í því skyni að fela upplýsingar um veiruútbrotið í Wuhan bæði innanlands og utan. Ákvarðanir forráðamanna kommún- istaflokksins, þegar smituðu fólki var leyft að ferðast frá Wuhan eftir áramótafagnað og dreifa smiti út um allan heim, eru glæpur gegn mannkyni sem kostað hefur hundr- uð þúsunda mannslífa og skapað djúpa efnahagskreppu um allan heim. Það þýðir lítið að fylgja eftir í spor veirunnar og nýta sér sviðna jörð hennar til að breiða yfirráð kommúnismans út um heiminn. Mörg lönd sjá þegar í gegnum lyga- vef kínverskra kommúnista eins og ákvörðun um rannsókn á uppruna og meðhöndlun á útbroti veirunnar sýnir. Mörg lönd eins og t.d. Ástr- alía og Svíþjóð hafa sett sérstaka löggjöf til að koma í veg fyrir upp- kaup stórra kínverskra ríkisfyrir- tækja á þýðingarmiklum fyrir- tækjum landa sinna, en það virðist vera markmið kínverskra komm- únista að komast inn í öryggis- búnað sérhvers ríkis Vesturlanda. Fjöldi ríkja flytur framleiðslu frá Kína til heimalandanna. En í stað þess að vinna með þeim sem hafa stutt þá á legg og leggja gögnin á borðið eyðileggja kínverskir komm- únistar sönnunargögn um veiru- rannsóknir í Wuhan og neita al- þjóðasamstarfi um rannsókn á uppruna veirunnar. Allt þetta sýnir að mannslíf skipta kínverska kommúnista ekki máli heldur hefur kommúnistaflokkurinn sett í hærri gír vígbúnaðarkapphlaups og heimsyfirráða sem beinist gegn Vesturlöndum og þá sérstaklega Bandaríkjunum sem Kommúnista- flokkurinn í Kína telur vera höfuð- óvin sinn. Íslendingar þurfa að athuga og endurskoða núverandi utanríkis- stefnu vegna gjörbreytts ástands í heimsmálunum vegna hernaðar- og heimsyfirráðastefnu kínverska Kommúnistaflokksins. Kína er líkt og tígrishvolpur sem núna er orð- inn nógu stór til að éta uppalanda sinn. Hafi einhver trúað því að hægt væri að „kaupa kommúnista“ til að breytast í lýðræðissinna, þá er slíkt misskilningur eins og svo margir eru að fá bitra reynslu af um þessar mundir. Íslendingar þurfa að vera varkárir og gæta þess að dauðans beitt stálkló kínverska tígrisdýrsins slái ekki til og sundri landi okkar, þegar kommúnistar reyna að hefna sín á þeim sem einungis vilja lifa í friði og ráða málum sínum sjálfir rétt eins og þeir eru að gera gagn- vart vinum okkar í Hong Kong. Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Kína er líkt og tígris- hvolpur sem núna er orðinn nógu stór til að éta uppalanda sinn Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fv. ritari Evrópska smáfyrirtækjabandalagsins. Heimsyfirráðastefna kínverska kommúnismans kallar á breytta utanríkisstefnu Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.