Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 17

Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Kreppan mun að öllum líkindum dýpka með haustinu. Ríður því á að auka fram- leiðslu til að afla þjóð- inni gjaldeyris. Löngum voru sjáv- arafurðir verðmætasti útflutningurinn en síð- ustu ár hefur ferða- þjónusta orðið sífellt mikilvægari í gjald- eyrisöflun þjóð- arinnar. En hún er horfin, hvarf eins og dögg fyrir sólu á einni nóttu. Nú þarf að veiða meiri fisk og fyrsta skrefið er að gefa hand- færaveiðar alveg frjálsar. Sjávarauðlindin með fiskinum er enn á sínum stað en hún hefur gengið í gegn um hremmingar, að- allega vegna niðurskurðar í nafni uppbyggingar fiskstofna og mis- skiptingar, þar sem sífellt meiri hluti aflans hefur færst til stór- útgerða á kostnað þeirra smærri og sjávarþorpa landsins. Þá virðist það vera keppikefli kvótahafa að halda afla niðri, mynda skortstöðu, sem hækkar fiskverð og leiguverð á kvóta. Niðurstöður úr nýförnu tog- araralli sýna að þorskstofninn fer hraðminnkandi en vísitala þorsks mældist nú um 25% lægri en í fyrra og um 50% lægri en hún var 2017. Þar sem ráðgjöf um leyfilega veiði byggist á að veidd séu 20% stofns- ins er næsta víst að aflaheimildir í þorski muni fara úr 260 þús. tonn- um í um 200 þús. tonn, minnka um 60 þús. tonn, beiti Hafró ekki ein- hverjum reiknibrellum til að fegra myndina um árangur sinn í upp- byggingu fiskstofna. Þar sem nú er bæði sölutregða og verðfall á fiskafurðum var gefin út reglugerð þar sem heimilt verð- ur að færa 25% af kvóta núverandi fiskveiðiárs yfir á næsta ár. Ef allir nýta sér það verður einungis 15% sókn í þorsk á þessu fiskveiðiári. Næsta ár, þegar geymslunýtingin bætist við, hækkar veiðihlutfallið í 30% og verður enn hærra ef aflaheimildir verða minnkaðar núna, eins og margt bendir til. Veiðihlutfallið fer jafn- vel í 30%. Auk þess rýrnar fiskur við geymslu í sjó eins og dæmin sanna. Það verður úr vöndu að ráða fyrir Hafróið ef þessi staða kemur upp. Þessi stefna um fast veiðihlutfall í síbreytilegu umhverfi, friðun smáfiskjar, hrygningarstopp og hvað þetta nú allt heitir hefur beðið algjört skipbrot. Þetta eru all- ir búnir að sjá nema ráðamenn þjóðarinnar, sem leyfa Hafró að dandalast áfram í vitleysunni af- skiptalaust. Síðasti skandallinn er stóra grásleppumálið, þar sem menn voru skikkaðir til að taka upp veiðarfæri í bullandi fiskgengd og sjómenn á vestanverðu landinu komust ekki einu sinni á sjó. Til grundvallar „stofnmati“ var afli í botntroll í togararalli en grásleppa og rauðmagi eru uppsjávarfiskar og eru útbreiddir um allt N-Atlants- haf. Þegar vegferðin undir þeirra stjórn hófst var lofað 500 þús. tonna stöðugum árlegum afla þorsks en nú fer hann líklega niður fyrir 200 þús. tonn. Í hverra þágu eru ráða- menn okkar að vinna, sem trúa blint á „vísindamenn“ eða réttara sagt láta þá plata sig endalaust? Eftir Jón Kristjánsson Jón Kristjánsson » Þar sem ráðgjöf um leyfilega veiði byggist á að veidd séu 20% stofnsins er næsta víst að aflaheimildir í þorski muni minnka um 60 þúsund tonn Höfundur er fiskifræðingur. jonkr@mmedia.is Nú þarf að veiða meiri fisk Fjarvinna, eða starf án staðsetningar, snýst ekki um að vinna heima á náttfötunum eða hafa ekki sam- skipti við annan en köttinn á heimilinu. Með aukinni sam- skiptatækni og há- hraðafjarskiptateng- ingum um allt land skapast tækifæri til að starfa við margvísleg störf víðar en innan fyrirfram ákveð- inna veggja. Covid-19-veiran kippir okkur hraðar inn í fjórðu iðnbylt- inguna. Stór tæknifyrirtæki eins og Google sjá fyrir sér að starfs- mannaaðstaða verði sífellt minni kostnaður af uppbyggingu fyrir- tækisins, þrátt fyrir að starfs- mönnum fjölgi. Yfir 95% starfs- manna Facebook vinna nú heima hjá sér í Covid-fárinu en nærri 50 þús- und starfsmenn vinna hjá fyrir- tækinu. Kostir fjarvinnu eru margir. Bú- seta er ekki lengur skilyrði fyrir því að velja sér störf við hæfi og því er hægt að velja sér búsetu út frá fleiri þáttum en atvinnu. Fjarvinna getur líka veitt fólki með fötlun aðgang að fleiri valkostum til atvinnu. Með aukinni fjarvinnu er líka dregið úr loftslagsmengun þegar ferðum fækkar til og frá vinnu- stað. Vissulega geta líka verið ókostir við fjarvinnu, þá kannski einna helst að hætta er á að fólk einangrist fé- lagslega og liðsandi meðal starfsmanna verði minni. Varnir, vernd og við- spyrna er yfirskrift á aðgerðaáætlun stjórn- valda við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir nú. Það er mikilvægt hverju samfélagi að halda uppi þróttmiklu og fjölbreyttu at- vinnulífi. Nýtum reynslu síðastlið- inna mánaða til góðs. Við förum aldrei tvisvar yfir sama lækinn. Það er svo sannarlega tími til að virkja mannauðinn á öllu landinu. Við höf- um allt til staðar; viljann, mannauð- inn og tæknina. Samgöngur fara batnandi og með allt þetta að vopni munum við ná viðspyrnu á ný. Eftir Höllu Signýju Kristjánsdóttur Halla Signý Kristjansdottir »Kostir fjarvinnu eru margir. Búseta er ekki lengur skilyrði fyrir því að velja sér störf við hæfi Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Störf án staðsetningar Sjúkraliðar eiga ekki aðild að hjúkr- unarráði Landspít- alans þótt þeir eigi að baki sérstakt nám í hjúkrun og vinni við að sinna sjúklingum við allar athafnir dag- legs lífs, sem á ensku nefnist „bedside nurs- ing“ og við köllum „nærhjúkrun“. – Þetta er að mínu mati alger tímaskekkja. Á vefsíðu Landspítalans skil- greinir hjúkrunarráð hlutverk sitt þannig að það sé meðal annars ráðgefandi vettvangur fyrir stjórnendur spítalans og einnig fyrir umræður um hjúkrun, innan stofnunar og utan. Markmiðið er að veita árangursríka hjúkrun. Það á líka að veita stjórnendum ráð um rekstur, stjórnun, upp- byggingu og nýtingu sjúkrahúss- ins. Ný stefna hjúkrunar og viðfangsefni Í nýsamþykktri stefnu Land- spítala um framtíðarsýn hjúkrunar er meðal annars tekið á mannauði og umbótastarfi í hjúkrun. Eðli málsins samkvæmt tekur mann- auðurinn til allra hjúkrunarstétta, þ.e. hjúkrunarfræðinga, ljós- mæðra, sjúkraliða auk annarra sem veita hjúkrun, með áherslu á að þeir sem þjónustuna veita búi yfir nauðsynlegri fag- legri hæfni til að tryggja gæði og ör- yggi hjúkrunarþjón- ustunnar. Jafnframt er áhersla á öfluga, samhenta og hvetj- andi teymisvinnu þar sem færni og þekking hvers og eins starfs- manns nýtist sem best á hverjum tíma. Heilbrigðisráðuneyti hefur skil- greint störf sjúkraliða í reglugerð þannig að hann ber ábyrgð á störfum sínum við hjúkrun og umönnun í samræmi við menntun, þjálfun og færni sem hann hefur tileinkað sér. Til viðbótar segir einnig að þegar fagleg færni er metin skuli taka tillit til viðbótar- menntunar sem sjúkraliði hefur aflað sér. Breytinga er þörf Við sjúkraliðar erum lykilstétt í nærhjúkrun. Það hafa dæmin ítrekað sýnt. Á það reyndi sér- staklega þegar álagið á heilbrigð- iskerfinu var á þolmörkum vegna Covid-19. Þá kom samtakamáttur samvinnu og samskipta hjúkr- unarstétta berlega í ljós. Það er því í raun furðulegt, ósanngjarnt og skrítið að sjúkraliðar skuli ekki eiga sæti í hjúkrunarráði Land- spítalans. Alþingi hefur nú kjörið tækifæri til að breyta þessu með því að samþykkja frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu sem leggur meðal annars til að læknaráð og hjúkrunarráð verði lögð niður í núverandi mynd. Í staðinn komi þverfagleg ráð fagstétta. Það er í samræmi við vaxandi áherslu á teymisvinnu þar sem ólíkar fag- stéttir vinna saman að settu marki, þ.e. að veita sjúklingi eins góða og örugga þjónustu og mögu- legt er hverju sinni. Á meðan 700 sjúkraliðar eiga ekki fulltrúa í hjúkrunarráði og þar með enga rödd innan spítalans er ráðið einfaldlega tímaskekkja. Eftir Söndru B. Franks Sandra B. Franks » Á meðan 700 sjúkraliðar eiga ekki fulltrúa í hjúkr- unarráði og þar með enga rödd innan spít- alans er ráðið einfald- lega tímaskekkja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. sandra@slfi.is Hjúkrunarráð er tímaskekkja LEIÐRÉTT Gallup gerði könnunina Í grein eftir Þórdísi Lóu Þórhalls- dóttur, Græna planið til endur- reisnar, í Morgunblaðinu í gær var rangt farið með að Capacent hefði gert könnun þar sem fram kemur að „þjóðin vill að stjórnvöld taki loftslagsbreytingar jafn alvarlega og áskorarnir vegna Covid-19“. Höfundur vill koma á framfæri að hið rétta er að Gallup gerði könn- unina. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lyk- ilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.