Morgunblaðið - 09.06.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar OpinN handavinnuhópur kl. 12-16.. Sögustund af hljóðbók
kl. 10.30. Hugarþjálfun, leikir og spjall kl. 13.30. Velkomin. S. 411-2600.
Boðinn Gönguhópur kl. 10.30. Bingó kl. 13. Sundleikfimi kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Hádeg-
ismatur kl. 11.30-12.30. Handavinnuhorn kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30.
Við vinnum eftir Samfélagssáttmálanum, og þannig tryggjum góðan
árangur áfram. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Jónshús/ félags- og íþróttastarf, s. 512-1501: Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8:30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45 -15.15. Félag eldri borgara í Garðabæ, s. 565-6627,
skrifstofa opin miðvikudaga kl. 13.30-15.30. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Minningahópur kl. 10.30. Stólaleikfimi kl. 13.30. Kaffi-
sala frá kl. 14.30-15.30.
Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju. Petan með
Ráðhildi og Magnúsi kl. 13 við Gufunesbæ. Hádegisverður og kaffi-
tímar á sínum stað. Minnum á skráningu í Korpúlfaferðir í sumar,
þátttökulistar liggja frammi í Borgum.
Seltjarnarnes Gler og leir kl. 9 og 13. Búið að opna fyrir alla sem
skráðir eru. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl.
10.30. Jóga með Öldu í sanum á Skólabraut kl. 11. Handavinna með
leiðbeinanda á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30.
Virðum samfélagssáttmálann. Höldum áfram að þvo hendur og
spritta og virðum fjarlægðarmörk.
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
!
Atvinnuauglýsingar
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Jón Þór Þor-bergsson fædd-
ist í Hraunbæ í
Álftaveri 27. apríl
1937. Hann lést 23.
maí 2020 á hjúkr-
unarheimilinu
Klausturhólum.
Foreldrar hans
voru Þorbergur
Bjarnason frá Efri-
Ey í Meðallandi, f.
4.5. 1902, d. 22.11.
1994, og Guðlaug Marta Gísla-
dóttir frá Norðurhjáleigu í
Álftaveri, f. 4.9. 1903, d. 2.9.
1989. Jón var níundi í röð
þeirra þrettán systkina sem
komust á legg, eitt fæddist
andvana og eru sex þeirra á
lífi. Systkini Jóns eru: Þóra
Þorbergsdóttir, f. 6.7. 1927, d.
28.5. 2018, maki Hjálmar Böðv-
arsson, d. Bjarni Þorbergsson,
f. 4.8. 1928, d. 19.6. 2016. Gísli
Guðni Þorbergsson, f. 15.11.
1929, d. 26.6. 2010, maki Sig-
urbjörg Valmundsdóttir. Vil-
hjálmur Þór Þorbergsson, f.
4.8. 1931, d. 17.2. 1992, maki
María Henley. Guðrún Erla
Þorbergsdóttir, f. 1.7. 1933,
maki Albert Jóhannsson, d.
Einar Þorbergsson, f. 25.10.
1934, maki Arnþrúður Hall-
dórsdóttir, d. Fjóla Þorbergs-
dóttir, f. 25.10. 1934, maki Ás-
geir P. Jónsson, d. Guðlaug
Þorbergsdóttir, f. 7.12. 1935,
maki Böðvar Kristjánsson, d.
1961 vann hann hjá Vegagerð
ríkisins. Frá vori 1962 til 1964
starfaði hann hjá Kaupfélagi
Skaftfellinga og hjá Austurleið
1961-1969. Jón hóf nám í lög-
regluskólanum í nóvember
1969 og tók lokapróf þar í maí
1972, hann starfaði í lögregl-
unni í Reykjavík frá 1969 og
síðan skipaður varðstjóri þar 4.
apríl 1986.
Þann 11. mars árið 1967
kvæntist Jón Margréti Maríu
Guðmundsdóttur, f. 29.7. 1944,
Reykjavíkurmey. Hún er dóttir
hjónanna Hólmfríðar Brynjólfs-
dóttur og Guðmundar Magn-
ússonar. Saman eignuðust þau
4 börn en áttu bæði eitt barn
fyrir. Margrét átti fyrir 1)
Hólmfríði Jónsdóttur, f. 21.8.
1963, d. 5.2. 1995. Hún var
kjördóttir Jóns en er fædd
Gylfa Gunnarssyni. Jón átti 2)
Guðbjörgu Rut Pálmadóttur, f.
1966, með Heiðrúnu Rútsdótt-
ur, hún ólst upp hjá móður
sinni og kjörföður, Pálma Frí-
mannssyni. Guðbjörg á tvo syni
og býr nú með Einari Ólafi
Karlssyni. Saman áttu Jón og
Margrét 3) Guðmund, f. 1967,
hann á tvö börn og eitt barna-
barn. Sambýliskona hans er
Valgerður Sveinsdóttir. 4) Guð-
laug Þóra, f. 1969, hún á eina
dóttur. 5) Ragnhildur Hrund, f.
1973, hún á eina dóttur og eina
fósturdóttur, eiginmaður henn-
ar er Einar Kristinn Stefáns-
son. 6) Þorbergur Bjarni, f.
1982, hann á 2 börn og 3 fóst-
urbörn, eiginkona hans er Guð-
ný Lára Egilsdóttir.
Jón Þór verður jarðsunginn
frá Árbæjarkirkju 9. júní 2020
klukkan 13.
Anna Sigríður Þor-
bergsdóttir, f. 23.7.
1938, d. 10.1. 2013,
maki Guðgeir
Sumarliðason.
Guðrún Þorbergs-
dóttir, f. 25.3.
1941, d. 17.3. 1997,
maki Metúsalem
Björnsson, d.
Kjartan Þorbergs-
son, f. 17.10. 1944,
maki Ingveldur
Ásta Hjaltadóttir. Sigurveig
Jóna Þorbergsdóttir, f. 23.12.
1945, maki Kristján Hálfdán-
arson.
Jón ólst upp hjá foreldrum
sínum í Hraunbæ og bjó þar til
vorsins 1954. Fór þá til starfa
fjarri heimahögum og var lang-
dvölum að heiman eftir það, en
hafði lögheimili í Hraunbæ allt
til ársins 1967. Hann lauk
grunnskólaprófi í barnaskól-
anum á Herjólfsstöðum í Álfta-
veri. Jón starfaði frá 10 ára
aldri sem vörslumaður á sumr-
in við mæðiveikigirðinguna á
Mýrdalssandi, með föður sínum
og systkinum, eða frá árinu
1947 til haustsins 1953. Hann
hóf störf hjá Landssíma Íslands
vorið 1954 (línuflokki Júlíusar
Jónssonar, sem fór um Vest-
firði og víðar það sumar og það
næsta en Júlíus hætti þá störf-
um hjá LÍ) og vann þar og hjá
Bæjarsíma Reykjavíkur með
hléum til 1961. Sumrin 1960 og
Elsku afi, nú ertu loksins bú-
inn að fá hvíldina frá þjáning-
arstríði. Dagsverkinu er lokið
og þú mátt vera stoltur af verki
þínu. Mikið afskaplega er það
sárt en minningarnar eru marg-
ar og góðar.
Afi minn var mikið hreysti-
menni og dugnaðarforkur en ró-
legri menn eru vandfundnir.
Hann var fær um að gera allt,
fór það á þrjóskunni, oft voru
verkin erfið og tímafrek, en
þegar allt var yfirstaðið, sama á
hverju hafði gengið, þá var afi
vanur að segja: „ja, þetta gekk
nú vel“.
Mínar fyrstu minningar um
afa eru reiðtúrarnir á Kjóavöll-
um, ég var einungis tveggja ára
og minningin óljós, hann reiddi
mig fyrir framan sig á hnakk-
nefinu, fórum við hring á Kjóa-
völlunum á honum Laxa. Síðan
eru það ótal hestaferðir og
stússið í kringum hrossin, ferðir
í Efri-Rot og Hraunbæ. Eitt
sinn þurftum við mamma að
koma hrossum úr Skaftártungu
og niður í Meðalland, afi ætlaði
að hjálpa okkur og búið var að
ákveða dag. Þennan tiltekna
dag var leiðndaferðaveður, rok
og skúragangur, en afa var ekki
haggað, það var búið að ákveða
að fara með hrossin þennan
dag. Mamma og afi skiptust á
að keyra bílinn og ég reið alla
leið því ég var ekki komin með
bílpróf. Ég man hvernig regn-
droparnir börðu andlitið, ég
hélt mér í hnakknefið til að
fjúka ekki af, lokaði augunum
og skýldi andlitinu. En á leið-
arenda komumst við og þá sagði
afi: „Þetta gekk nú vel“.
Afi var ekki bara hestamað-
ur, hann var líka mikill nátt-
úruunandi. Eitt sinn fór hann
gangandi með mig og Hlyn
frænda minn að Strútslaug, eft-
ir það fékk hann viðurnefnið sjö
mílna afi, því hann tók svo stór
skref og fór hraðar yfir en við.
Við stoppuðum reyndar ört til
að tína steina, honum fannst við
drolla heldur mikið en hafði
ekki orð á því heldur labbaði
hann þangað til við nánast hurf-
um úr augsýn og beið svo þar
til við vorum farin að nálgast,
þá tók hann aftur á rás. Afi
byrjaði líka langt á undan sinni
samtíð að kolefnisjafna og það
er bókað mál að hann skilur
ekki eftir sig kolefnisspor á
þessari jörð og trúlega er hann
búin að kolefnisjafna fyrir okk-
ur afkomendurna líka. Hann
gróðursetti mikið og var byrj-
aður að plokka áður en það orð
var farið að heyrast í okkar
tungumáli. Afi átti það til að
stoppa bílinn jafnvel á Mýrdals-
sandi til að fara út og tína upp
rusl, en þá aðallega dósir, og
þegar hann var orðinn of
stirður sjálfur sökum aldurs
sendi hann okkur Hólmfríði úr
bílnum að tína upp. Ég man eitt
skiptið þótti okkur Hólmfríði
það frekar vandræðalegt, þá tók
afi u-beygju, stoppaði á bíla-
plani fyrir utan búðina og sendi
okkur út að taka upp flösku
sem hann sá þar.
Afi greindist svo með Lewy
body-heilabilun og þurfti að
ganga í gegnum ýmislegt sem
erfitt er að gera sér grein fyrir.
Hann missti hreyfigetu, átti erf-
itt með að tala og tjá sig og
minnið sveik af og til. En það
sem karlinn tæklaði sjúkdóminn
vel, hann var með einstakt
geðslag.
Takk afi.
Ég er þakklát fyrir samfylgd
þína frá því ég fæddist og til
dagsins í dag, ég ætla að reyna
að verða eins og þú. Minning
þín lifir í hjarta mínu.
Hulda Jónsdóttir.
Höfðinginn Jón Þór Þor-
bergsson frá Hraunbæ í Álfta-
veri, hefur kvatt þetta jarðlíf.
Ég kynntist Jóni árið 1983
þegar við Guðmundur sonur
hans urðum miklir vinir. Það
var hestamennska sem var
áhugamál okkar og fórum við
nafnarnir margar ferðir með
Jóni austur í Skaftafellssýslu á
hestum. Voru þetta miklar
skemmtiferðir, þar sem Jón
naut sín vel á heimaslóðum, af-
ar traustur og góður ferðafélagi
sem passaði upp á allt hjá okk-
ur ungu mönnunum. Það var
farið í heimsóknir á bæi og þar
urðu til skemmtilegar sögur
sem lifa enn og eru oft sagðar,
mikið hlegið og alltaf gaman.
Jón var harðduglegur og árið
1985 tók hann að sér að rífa öll
mannvirki á Melavellinum. Þar
var hann í essinu sínu og náði
að nýta flesta hluti sem til féllu
og sendi heilu vörubílsfarmana
af byggingarefni austur í
Skaftafellssýslu sem bændur
nýttu til húsbygginga og fleira.
Það var gaman að vinna með
Jóni og sá maður vel hvað hann
var hraustur og vinnusamur.
Alltaf var stutt í húmorinn.
Jón hafði mikinn áhuga á
hrossarækt og þar komu skoð-
anir hans vel í ljós og var hon-
um ekki haggað þar. Af stóð-
hestum stóð Gáski 920 frá
Hofsstöðum alltaf upp úr sem
uppáhaldshestur Jóns og rækt-
aði hann út af honum með góð-
um árangri.
Elsku Margrét, Gummi,
Gulla, Ragga, Þorbergur og
fjölskyldur. Innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Guðmundur Gíslason.
Jón Þór
Þorbergsson
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Ég var þremur og hálfu ári
eldri enn Ægir-Ib og var litla
mamman hans frá fæðingu til 9
ára aldurs, eftir það var ég Syst-
ir, og það var sagt eins og ég
væri mjög elskuð systir. Margar
og góðar eru bernskuminning-
arnar. Alt frá göngutúrum í
hrauninu eða niður að sjó, yfir í
þriggja vikna tjaldferðalag, þar
sem hver einasti dagur endaði
með göngutúr, ostabrauðsneið
sem var dýft í heitt súkkulaði og
Ægir-Ib Wessman
✝ Ægir-IbWessman
fæddist 12. sept-
ember 1963. Hann
fórst ásamt konu
sinni Ellen Dahl
Wessman og syni
Jon Emil Wess-
man 9. júní 2019.
Útför þeirra fór
fram 21. júní 2019.
svo í svefnpokann
þar sem var talað
og hlegið áður en
við sofnuðum. Í
ökutúrum, hvort
sem þeir voru stutt-
ir eða langir, söng
öll fjölskyldan há-
stöfum. Sumarfríin
voru að öllum lík-
indum meðvirkandi
að bróðir byrjaði í
skátunum. Mörg
hafa trúnaðarsamtölin verið
milli okkar systkinanna. Öll mál-
efni voru til umræðu sem við
höfðum þörf fyrir stuðning eða
skoðun á. Foreldrar okkar lögðu
grundvöllinn fyrir samheldni,
umhyggju og kærleika. Eftir að
við systkinin fluttum að heiman
og fengum okkar eigin fjöl-
skyldu, höfum við notað hvert
tækifæri til að hittast. Annað-
hvort með fjölskyldum okkar
eða bara við fimm. Samveru-
stundirnar þar sem við vorum
bara við systkinin og foreldrar
okkar voru sérstakar og gáfu
endurnæringu á kærleikanum
og samheldninni sem hefur alltaf
verið á milli okkar. Slíka sam-
verustund höfðum við fimm fjór-
tán dögum fyrir slysið.
Bróðir minn var verklaginn,
vandvirkur og framkvæmda-
samur. Hann var alltaf með eitt
eða tvö verkefni í gangi. Ég
nefni sem dæmi fulla endurnýj-
un á heimilinu þeirra í Thorkils-
rud, teiknaði og kom upp ein-
býlishúsinu í Holbæk,
flugvallarskýlið á Reykjarvíkur-
flugelli og bygginguna sem var í
gangi í Múlakoti.
Ægir-Ib var með algjöra
véladellu. Hann keypti gamla
bíla og mótorhjól og gerði upp.
Hann stefndi á flugið frá unga
aldri. Hefði hann hugsjón eða
draum var það framkvæmt.
Hann fékk flugpróf sem einka-
flugmaður áður en hann náði
aldri til að fá ökuskírteini. Tím-
inn í WOW voru bestu atvinnu-
árin hans. Hann var yfir sig hrif-
inn af viðmóti og starfsanda.
Ægir-Ib var ekki að flýta sér að
skrifa undir nýjan vinnusamn-
ing eftir gjaldþrot WOW air. Því
eins og hann sagði; ég er búinn
að fljúga öllum þeim flugvélum
sem mig langar að fljúga, ég er
búinn að hafa stórkostlega
vinnustaði og við viljum búa á
Íslandi.
Ægir-Ib átti ekki auðvelt með
að gefa sig. Meiningar hans voru
sterkar bæði í orði og verki.
Honum lá hátt rómur og hann
fór ekki í felur með skoðanir sín-
ar og gekk beint til verks. Alltaf
sjálfum sér samkvæmur.
Bróðir var mikil tilfinninga-
maður og sýndi það. Hann gaf í
ríkum mæli fjölskyldu og vinum
kærleika, umhyggju og tryggð.
Hann elskaði samverustundir
með fjölskyldunni og vinum.
Hann var alltaf hrókur alls fagn-
aðar þegar það voru veislur.
Hann var mikill ævintýramaður
og framkvæmdi drauma sína.
Elskulega fjölskyldan okkar á
Grettisgötu lifði lífinu og naut
stundarinnar.
Við sem vorum lífsförunautar
Ægir-Ibs, Ellenar og Jón Emils
erum orðin fátækari og heimur-
inn kaldari eftir að þau hurfu af
sjónarsviðinu.
Elsku bróðir, mágkona og litli
frændi, takk fyrir alltof stutta
samfylgd, kærleika og yndisleg-
ar samverustundir. Elska ykkur
og sakna ykkar.
Systir.
Innilegt þakklæti til ykkar
allra sem hafið veitt mér og mín-
um, stuðning og umhyggju síð-
astliðið ár.
Bergþóra Laila
Wessman Søreide.
Meira: mbl.is/andlat.