Morgunblaðið - 09.06.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020
Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun,
hárgreiðsla, brúðkaupsferðin,
veislumatur, veislusalir og brúðar-
gjafir eru meðal efnis í blaðinu.
- meira fyrir áskrifendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 12, mánudaginn 15. júní.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
BRÚÐKAUPSBLAÐ
Morgunblaðsins kemur út
föstudaginn 19. júní
SÉRBLAÐ
40 ára Sigtryggur er
úr Kópavogi en býr í
Reykjavík. Hann er lög-
fræðingur að mennt
frá HR og er löglærður
fulltrúi í rannsóknar-
deild hjá Skattinum.
Maki: Valgerður Sig-
urðardóttir, f. 1986, viðskiptafræðingur
og deildarstjóri afgreiðslu og þjónustu
hjá Skattinum.
Börn: Tómas Ari, f. 2003, og stjúpbörn
eru Júlía Mekkín Guðjónsdóttir, f. 2008,
og Egill Kári Guðjónsson, f. 2013.
Foreldrar: Kolbeinn Gíslason, f. 1955,
bæklunarskósmiður, bús. í Ottawa, Kan-
ada, og Ingibjörg Sigtryggsdóttir, f. 1956,
vinnur hjá Stoð, búsett í Kópavogi.
Sigtryggur Kolbeinsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú geislar af krafti og ert tilbúinn
til að hefjast handa hvort sem er í starfi
eða einkalífi. Reyndu svo að áætla betur
framhaldið.
20. apríl - 20. maí
Naut Leitaðu ánægjunnar í öllum hlutum,
líka þeim litlu sem virðast ekki hafa upp á
margt að bjóða. Slakaðu á og vertu skyn-
samur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu þér ekki bregða þótt margt
óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður
sem þú hafðir allra síst átt von á. Vertu
ekki of óþolinmóður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gætir átt erfitt með að ná sam-
komulagi við einhvern í dag. Leystu litlu
vandamálin á meðan þau eru enn lítil.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er betra að eiga sér góðan trún-
aðarvin en byrgja allt innra með sér, því
það getur verið skaðlegt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú átt umfram allt að stefna að því
að láta drauminn rætast, hversu fjarlægt
sem takmarkið virðist í upphafi. Leggðu
inn í gleðibankann líka.
23. sept. - 22. okt.
Vog Stundum er betra að láta kjurt liggja
og það skaltu hafa í huga þegar þú hittir
fólk sem hefur gert eitthvað á þinn hlut.
Gefðu þér líka góðan tíma.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu það ekki setja þig úr
jafnvægi, þótt hlutirnir gangi eitthvað
skrykkjótt fyrir sig. Taktu áhættu í nýrri
leið til fjáröflunar. Láttu fara vel um þig,
svo öðrum líði vel með þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hvort sem þér líkar betur eða
verr þá muntu sennilega vekja athygli ann-
arra með einhverjum hætti í dag. Aukin
ábyrgð krefst nákvæmari skipulagningar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er ekki allt gull sem glóir
og margt reynist eftirsókn eftir vindi. Tal-
aðu við maka, viðskiptavini eða aðra um
það sem þig langar til þess að áorka.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það hefst ekkert nema menn
séu reiðubúnir til þess að sækja hlutina.
Einbeittu þér að fjölskyldunni í dag.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þetta er undirbúningstími í lífi
þínu. Sjálfsöryggi og þolinmæði skiptir
miklu máli þegar þú leysir úr vanda-
málum.
inn einn úr hverfinu, eins og sagt er.“
Þór flutti heim til Íslands 1997 og
hóf störf á tölfræðisviði Seðlabanka
Íslands sem deildarstjóri við upp-
setningu á gagnagrunnskerfi fyrir
tölfræðigögn Seðlabankans, fjár-
málaráðuneytisins og Þjóðhagsstofn-
unar. Þór lauk og námi til kenn-
araréttinda á framhaldsskólastigi við
Háskólann á Akureyri árið 2000 og
kenndi í hlutastarfi þjóðhagfræði og
rekstrarhagfræði við Tækniskólann.
Eftir fimm ár í Seðlabankanum lá
leið Þórs til Lánasýslu ríkisins þar
sem hann starfaði sem deildarstjóri
yfir Ríkisábygðasjóði. Samhliða því
var Þór í virku samstarfi Lánasýsl-
unnar og OECD í París sem sérfræð-
ingur í skuldastýringu ríkissjóða og
þegar Lánasýslan var lögð niður árið
2007 fór Þór alfarið til starfa fyrir
OECD og var meðal annars að-
alráðgjafi OECD í samstarfsverkefni
OECD og Afríkuríkja um skuldastýr-
ingu ríkissjóða í Afríku.
„Íslenska stjórnsýslan var um
margt langt á eftir þeirri stjórnsýslu
sem ég kynntist í Bandaríkjunum,
vinnubrögðin ekki eins öguð og
skipulögð og allt og allir virtist vera
undir einhvers konar pólitískum járn-
hæl þannig að starfsfólkið sem margt
var mjög fært fékk ekki almennilega
að njóta sín. Ég kynntist þó mörgu
frábæru fólki og þetta var mjög
áhugaverð reynsla. Starfið hjá
OECD var svo af allt öðru og miklu
Sameinuðu þjóðanna þar sem hann
ritstýrði einum árgangi af U.N. Stat-
istical Yearbook, stærstu útgáfu sam-
takanna.
„New York var frábær. Ég bjó öll
sex árin í Greenwich Village, fyrst
eitt ár í West Village sem kallað var
en svo í East Village sem einnig gekk
undir nafninu Lower East Side eða
Alphabet City. Þar í kringum Avenue
A og B var lífið heldur betur skraut-
legt og hver dagur í raun sem ný bíó-
mynd um leið og maður kom út fyrir
hússins dyr. Mannlífið í New York er
engu líkt og þrátt fyrir hörkulegt útlit
og orðspor voru íbúarnir alveg ynd-
islegt fólk, um leið og maður er orð-
Þ
ór Saari fæddist 9. júní
1960 á Miami Beach í
Flórída í Bandaríkjunum
og ólst þar upp til sex ára
aldurs er hann fluttist
ásamt móður og systur til Íslands.
Þar tóku við Ísaksskóli, Æfingadeild
Kennaraskólans, Austurbæjarskól-
inn og svo landspróf frá Gagnfræða-
skóla Austurbæjar (Vörðuskóla).
Þór fór til sjós 16 ára á skip Eim-
skipafélagsins og var þar háseti og
bátsmaður á skipum félagsins í ára-
tug. „Siglingarnar voru mikill
reynslubanki og þó mest væri siglt á
Evrópu komum við oft til sjaldséðari
staða í Austur-Evrópu og lönd eins og
Sovétríkin, Eystrasaltsríkin, Pólland
og Austur-Þýskaland voru sem annar
heimur á þeim tíma. Lengst komst ég
þó með Ms. Mánafossi til Nýju-
Kaledóníu í Suður-Kyrrahafinu er
hann var seldur þangað.“
Eftir áratug til sjós söðlaði Þór um
og hóf nám í markaðsfræði við Rík-
isháskólann í Suður-Karólínuríki í
Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan
með láði árið 1991. „Þetta var Am-
eríka sem maður sá ekki almennt í
fjölmiðlum, afturhaldssamt samfélag
þar sem aðskilnaður kynþátta var
enn við lýði þótt óformlega væri.
Þarna var líka ótrúlega mikil fátækt
um leið og komið var skammt út fyrir
helstu þjóðleiðir gegnum fylkið. En
fólkið var almennt vingjarnlegt og
hæglátur Suðurríkja-lífsmátinn var
enn ríkjandi.“
Frá Bandaríkjunum lá leið Þórs til
Barselóna þar sem hann kenndi
ensku á háskólastigi við hótel- og
ferðamálaskólann Euroaula og hjá
Centre D‘Estudis Catalunyia. Að
loknu tæpu ári þar hóf Þór MA-nám í
hagfræði við New York University á
Manhattan og útskrifaðist þaðan
1994. Samhliða náminu starfaði hann
í fjármálageiranum sem hagfræð-
ingur hjá The Brenner Group sem þá
var til húsa á 47. hæð í World Trade
Center II byggingunni. Þaðan fór
Þór til The Conference Board sem er
helsta fagráð atvinnulífsins í Banda-
ríkjunum og starfaði meðal annars
með bandaríska viðskipta-
ráðuneytinu við yfirfærslu verkefna
þaðan til TCB. Síðan lá leið Þórs til
skemmtilegra kalíberi þar sem full-
komin fagmennska réð ríkjum í öllu
sem gert var.“
Þingmennskan var hakkavél
Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar í
janúar 2009 eftir að hafa mótmælt
með fjöldanum í sex fallega janúar-
daga fyrir utan Alþingishúsið varð
Þór einn af stofnendum Borgara-
hreyfingarinnar, síðar Hreyfing-
arinnar, sem bauð fram í kosning-
unum á apríl 2009 og var Þór kosinn á
Alþingi fyrir Suðvesturkjördæmi. Á
Alþingi átti Þór sæti í efnahags- og
skattanefnd, fjárlaganefnd, sérnefnd
um stjórnarskrármál, allsherjar-
nefnd, atvinnuveganefnd, Íslands-
deild Vestnorræna ráðsins og var
áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd. Þór
var á kjörtímabilinu 2009-2013 flutn-
ingsmaður með þingmönnum Hreyf-
ingarinnar að 62 þingmálum, þar af
32 frumvörpum og 29 þingsályktun-
artillögum.
„Þingmennskan og atið í kringum
hana var í raun alger hakkavél þar
sem maður var í vinnunni sjö daga
vikunnar í fjögur ár. Þetta voru krefj-
andi tímar þar sem reynt var að tjasla
saman hrundu samfélagi og stjórn-
málum með öllum þeim átökum sem
því fylgdu. Aðspurður hef ég lýst
þessu þannig að þingstarfið hafi verið
mjög áhugavert. Það hafi verið
merkileg og mikilvæg reynsla og gert
mér kleift að kynnast fólki, landi,
þjóð, stjórnsýslu og stjórnskipan á
nýju og dýpra plani en áður og líka
kennt mér að hægt er að eiga í sam-
skiptum við annað fólk við furðuleg-
ustu aðstæður. Það fylgir þó með að
íslensk stjórnmál eru jafnframt án
vafa ömurlegasta vinnuumhverfi sem
ég hef nokkurn tíma unnið í.“
Að lokinni veru á Alþingi og eftir
alllangt tímabil atvinnuleysis stofn-
setti Þór ferðaþjónustuna Hlidsnes
Holiday Homes á Álftanesinu sem
samanstóð af gistiaðstöðu í tveimur
samliggjandi einbýlishúsum og sem
ár eftir ár hlaut hæstu einkunn ís-
lenskra gististaða frá gestum bók-
unarsíðunnar Booking.com. Hann
skrifaði líka bók um árin á þingi,
„Hvað er eiginlega að þessu Alþingi?“
sem kom út árið 2016 á vegum bóka-
Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður – 60 ára
Úr þingsal Þungt hugsandi þingmenn að takast á við hrunið.
Aktívisti frá sextán ára aldri
Feðginin Þór og Hildigunnur í
óbyggðum S-Afríku 2017.
30 ára Tanja er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Grafarvogi en býr í
Mosfellsbæ. Hún er
hárgreiðslusveinn að
mennt og er í meist-
aranámi í hárgreiðslu
hjá Tækniskólanum.
Tanja hefur einnig lokið förðunarnámi.
Dóttir: Gabríela Tara Hafsteinsdóttir, f.
2014.
Foreldrar: Aðalheiður Bjarnadóttir, f.
1964, húsmóðir í Mosfellsbæ, og Sig-
urður Kristinn Guðfinnsson, f. 1963, mál-
ari og söngvari, búsettur í Keflavík.
Stjúpfaðir er Kristján Þór Ingvarsson, f.
1965, kvikmyndagerðarmaður.
Tanja Dagbjört
Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is