Morgunblaðið - 09.06.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020
hafa sett svip sinn á deildina undan-
farin ár. Sérstaklega Stephany, sem
hefur verið einn albesti leikmaður
hennar síðustu fjögur ár. Hún skilur
eftir sig vandfyllt skarð.
Lára Kristín Pedersen, Þórdís
Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Mist
Pálsdóttir eru allar farnar, sem og
markvörðurinn reyndi Bryndís Lára
Hrafnkelsdóttir.
Þetta er gríðarleg blóðtaka og
Andri Hjörvar Albertsson, sem nú
stígur fram sem aðalþjálfari eftir að
hafa verið aðstoðarþjálfari undan-
farin ár, þarf að glíma við það verk-
efni að byggja liðið upp að nýju.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Lára
Einarsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir
og Hulda Björg Hannesdóttir verða
algjörir burðarásar í ungu liði og
vonir eru bundnar við að Gabriela
Guillén, landsliðskona Kostaríka,
bætist í þann hóp ásamt markverð-
inum Laurie Allen.
Þór/KA býr að því að eiga mikinn
efnivið og hefur unnið meistaratitil
2. flokks þrisvar á síðustu fjórum
árum. Nú þurfa margar efnilegar
stúlkur að gera sig gildandi. Akur-
eyringar þurfa þó líklega að sætta
sig við að horfa á aðra slást um topp-
sætin að þessu sinni og gætu í fyrsta
sinn frá 2007 lent í neðri hlutanum.
Vanmetnir Hafnfirðingar?
Nýliðarnir í FH eru kannski van-
metnir fyrir þetta Íslandsmót.
Hafnarfjarðarliðið rétt skreið upp úr
1. deildinni en hefur viðað að sér
reyndum leikmönnum í vetur. Þær
Sigríður Lára Garðarsdóttir, Andr-
ea Mist Pálsdóttir og Hrafnhildur
Hauksdóttir hafa allar leikið með A-
landsliði Íslands og eru kærkomin
viðbót við efnilegan hóp uppalinna
FH-inga.
Þótt margar FH-stúlknanna séu
ungar eru þær komnar með tals-
verða reynslu af efstu deild og í ár
gætu leikmenn eins og Birta
Georgsdóttir, sem skoraði 11 mörk í
1. deild í fyrra, Helena Ósk Hálf-
dánardóttir og Úlfa Dís Kreye
sprungið út sem lykilmenn í efstu
deild.
Þá ræður miklu hvernig banda-
rísku leikmennirnir falla inn í liðið.
FH fór upp án útlendings í fyrra,
sem er alltaf sterkt, en Taylor Se-
kyra á að styrkja varnarleikinn og
Maddy Gonzalez á að skora mörk.
Flestir virðast reikna með erfiðri
fallbaráttu hjá FH en liðið gæti
hæglega gert betur en það.
Óskrifað blað í Eyjum
Ef einhvern tíma hefur verið erfitt
að átta sig á liði í byrjun Íslands-
mótsins þá er það liðið sem ÍBV tefl-
ir fram í ár. Átta burðarásar frá síð-
asta tímabili eru horfnir á braut,
nánast hjartað úr liðinu. Sigríður
Lára Garðarsdóttir, Kristín Erna
Sigurlásdóttir, Clara Sigurðardóttir,
Sesselja Líf Valgeirsdóttir, Caroline
Van Slambrouck, Cloé Lacasse,
Brenna Lovera og Emma Kelly eru
allar farnar.
Andri Ólafsson hefur fengið það
verkefni í miðjum kórónuveiru-
faraldri, á fyrsta tímabili sínu sem
aðalþjálfari liðs, að búa til nýtt lið
með átta nýjum útlendingum, tveim-
ur ungum lánsmönnum og þeim
kjarna af ungum Eyjastúlkum sem
eftir er í leikmannahópnum.
Erlendu leikmennirnir eru nánast
óskrifað blað, nema Fatma Kara,
tyrkneska landsliðskonan, sem á að
baki tvö tímabil í deildinni með HK/
Víkingi. ÍBV þarf að treysta á að
þær standi flestar undir nafni því
þetta eru jafnframt elstu og reynd-
ustu leikmennirnir í hópnum. Þar á
meðal eru þrjár lettneskar landsliðs-
konur, Grace Hancock frá Banda-
ríkjunum sem á að fylla skarð Car-
oline Van Slambrouck í vörninni og
þær Miyah Watford frá Bandaríkj-
unum og Danielle Tolmais frá
Frakklandi sem eiga að skora mörk-
in sem Cloé Lacasse og Brenna Lo-
vera sáu að mestu um í fyrra.
En lið sem fær skell gegn 1.
deildarliði rétt áður en Íslandsmót
hefst má búast við erfiðu tímabili.
Besta lið í sögu Þróttar?
Þróttur hefur aldrei náð að leika
tvö ár í röð í efstu deild eftir að hafa
unnið sig upp og það er kannski
ástæðan fyrir því að meisturum 1.
deildar frá 2019 er spáð afgerandi
falli úr deildinni.
En þetta gæti verið sterkasta lið
sem Þróttur hefur teflt fram og Nik
Chamberlain hefur verið að byggja
það upp síðustu árin. Í liðinu sem
vann mjög sannfærandi sigur í 1.
deildinni voru m.a. þær Sigmundína
Sara Þorgrímsdóttir og Margrét
Sveinsdóttir, sem hafa mikla reynslu
úr efstu deild, Margrét skoraði 11
mörk í fyrra, og hinar bráðefnilegu
unglingalandsliðskonur Linda Líf
Boama og Andrea Rut Bjarnadóttir.
Linda skoraði 22 mörk í 1. deildinni í
fyrra.
Lauren Wade, sem gerði 20 mörk
í fyrra, fór til Glasgow City í Skot-
landi og um hana munar. En Þróttur
hefur fengið fjóra erlenda leikmenn í
staðinn og sú sem á að skora er
Stephanie Ribeiro, sem hefur leikið í
norsku úrvalsdeildinni síðustu tvö
árin. Sóley María Steinarsdóttir
kemur aftur í Laugardalinn, í láni
frá Breiðabliki, og styrkir varnarleik
Köttara. Þá er hin unga og efnilega
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir komin í
láni frá Val og gæti sprungið út í
sóknarleiknum hjá Nik.
Þróttarkonur hefja leiktíðina í
Eyjum á sunnudaginn og það gæti
verið afar áhugaverður leikur, ekki
síst ef tekið er mið af spánni góðu.
Það ætti að vera Þrótturum í hag að
mæta ÍBV strax í fyrstu umferðinni.
Leikmannahópa liðanna fimm
og allar breytingar á liðunum má sjá
á mbl.is/sport.
Í fyrsta skipti
í neðri hluta
í þrettán ár?
Umbrotatímar hjá Þór/KA Liðs-
auki hjá KR og FH Átta nýir útlend-
ingar í Vestmannaeyjum Heldur
Þróttur sér uppi í fyrsta sinn?
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Reyndar Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Þór/KA og Katrín Ómarsdóttir úr KR
eru í stórum hlutverkum í sínum liðum sem spáð er 6. og 7. sætinu.
KONURNAR 2020
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Liðin fimm sem spáð er sætum í
neðri hluta Pepsi Max-deildar
kvenna í fótbolta af sérfræðingum
Árvakurs (sjá bls. 27) eru KR, Þór/
KA, FH, ÍBV og Þróttur.
Af þessum fimm liðum er ljóst að
KR og Þór/KA gera sterkt tilkall til
þess að vera ofar en spáin segir til
um. Sérstaklega KR-ingar, sem hafa
styrkt lið sitt talsvert á meðan Akur-
eyrarliðið hefur misst marga lykil-
menn. Fyrir FH, ÍBV og Þrótt ætti
baráttan fyrst og fremst að snúast
um að halda sæti sínu í deildinni.
Landsliðskonur í Vesturbæinn
KR hækkar um eitt sæti frá því í
fyrra ef spáin gengur eftir en nokk-
uð ljóst er að Vesturbæingar ætla
sér ofar en það.
Lið þeirra er talsvert breytt en
liðsaukinn er öflugur. Þórdís Hrönn
Sigfúsdóttir, Lára Kristín Pedersen
og Katrín Ásbjörnsdóttir eiga allar
A-landsleiki að baki og þær Kristín
Erna Sigurlásdóttir og Ana Cate eru
með mikla reynslu í efstu deild.
Hins vegar fór Betsy Hassett í
Stjörnuna og munar um minna,
ásamt því að Grace Maher og Gloria
Douglas hurfu af landi brott, Lilja
Dögg Valþórsdóttir er hætt og Ásdís
Karen Halldórsdóttir fór aftur í Val.
Þær Katrín Ómarsdóttir, Þórunn
Helga Jónsdóttir og Tijana Krstic
eru þrautreyndar og markvarslan er
í góðum höndum hjá Ingibjörgu Val-
geirsdóttur og Birnu Kristjáns-
dóttur.
KR er því með hóp sem á að geta
gert betur en spáin segir til um og
raunhæft markmið er líkast til að
slást um fjórða sætið, hugsanlega
það þriðja ef allt gengur upp.
Ár uppbyggingar á Akureyri
Þór/KA hefur verið í baráttunni í
efri hluta deildarinnar undanfarin
tólf ár og tvisvar orðið Íslandsmeist-
ari á þeim tíma. Nú eru hins vegar
blikur á lofti á Akureyri því sex leik-
menn sem jafnan voru í byrjunarlið-
inu í fyrra eru horfnir á braut.
Þar munar heldur betur um
Stephany Mayor og Biöncu Sierra,
sem fóru heim til Mexíkó eftir að
Sigvaldi Björn Guðjónsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, hefur
verið valinn besti leikmaður norsku
úrvalsdeildarinnar 2019-20, en
hann varð tvöfaldur meistari með
Elverum á tímabilinu. Þá lék hann
einnig afar vel fyrir Elverum í
Meistaradeildinni, en hann gekk til
liðs við norska félagið frá Århus
sumarið 2018. Sigvaldi, sem er 25
ára gamall, hefur unnið sér sæti í
íslenska landsliðinu síðustu ár, en
hann samdi við pólska stórliðið
Kielce síðasta vetur og gengur til
liðs við félagið í sumar.
Kveður Noreg
sem sá besti
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Bestur Sigvaldi Björn Guðjónsson
kveður Elverum í sumar.
Fylkismenn bíða eftir svörum frá
indónesíska knattspyrnufélaginu
Persib Bandung um hvort þeir fái
hollenska framherjann Geoffrey
Castillion lánaðan í sumar. Fylkir
var með hann í láni frá FH á síðasta
ári og hann skoraði 10 mörk á Ís-
landsmótinu en fór síðan til Indóne-
síu. Á mbl.is kemur fram að búið sé
að semja við Castillion sjálfan en
Persib bíði staðfestingar frá knatt-
spyrnusambandi sínu um hvort það
geti kallað hann til baka úr láni
hvenær sem er. Castillion lék áður
með Víkingi og FH.
Bíða svara um
Castillion
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Markaskorari Geoffrey Castillion
gæti snúið aftur í Árbæinn.
Birgitta Hallgrímsdóttir úr Grinda-
vík var leikmaður gærkvöldsins í
Mjólkurbikarnum í knattspyrnu en hún
gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk
liðsins í 5:0 sigri á Fram í 1. umferð
keppninnar þegar liðin áttust við á
Framvellinum. Bæði liðin leika í 2.
deild en Grindavík féll þangað í fyrra
og Fram stofnaði meistaraflokk
kvenna á nýjan leik í vetur.
Afturelding úr 1. deild vann HK úr 2.
deild 3:0 í Mosfellsbæ þar sem Ragna
Guðrún Guðmundsdóttir skoraði tvö
mörk og Alda Ólafsdóttir eitt. Vík-
ingur úr Reykjavík vann Gróttu 5:3 í
uppgjöri 1. deildar liðanna á Seltjarn-
arnesi, þar sem Grótta komst í 2:0 og
3:2 en Víkingur hafði betur í framleng-
ingu. Nadía Atladóttir skoraði þrennu
fyrir Víking og María Lovísa Jónas-
dóttir gerði tvö marka Gróttu. Vík-
ingur mætir Haukum í 2. umferð.
Augnablik vann auðveldan 5:0 sigur á
Fjölni í öðrum slag 1. deildar liða í
Grafarvogi. Vigdís Lilja Kristjáns-
dóttir skoraði tvö marka Kópavogs-
liðsins.
Hamar frá Hveragerði greindi frá
því á Facebook í gær að félagið hefði
samið við spænskan leikstjórnanda,
Jose Medina að nafni, en liðið leikur í
næstefstu deild karla. Medina lék í b-
deildinni í Þýskalandi á síðustu leiktíð
en hefur lengst af leikið í b-deildinni á
Spáni. Hann er 27 ára gamall.
Hamar barðist um sæti í efstu deild á
næsta tímabili síðasta vetur en missti
naumlega af því þegar kórónuveiran
batt enda á Íslandsmótið.
Knattspyrnumaðurinn Arnór Borg
Guðjohnsen, hálfbróðir Eiðs Smára,
leikur líklega með Fylki í sumar. Arnór
Borg, sem er 19 ára gamall, er samn-
ingsbundinn velska félaginu Swansea
City en Hrafnkell Helgi Helgason, for-
maður meistaraflokksráðs Fylkis,
staðfesti við Morgunblaðið að beðið
væri eftir því að Arnór semdi um
starfslok við Swansea. Hann hefði æft
með Fylkisliðinu undanfarnar vikur.
Hrunamenn verða með lið í 1. deild
karla í körfuknattleik á komandi
keppnistímabili. Vesturbæjarfélagið
KV hafði þegið sætið eftir að hafa end-
að í þriðja sæti 2. deildar, á eftir B-
liðum KR og Vals, en hefur nú gefið
það frá sér. Hrunamenn höfnuðu í
fjórða sæti og KKÍ tilkynnti í gær að
þeir hefðu þegið boð sambandsins um
að leika í 1. deildinni næsta vetur.
Luis Suárez er orðinn leikfær og
getur því beitt sér með Barcelona þeg-
ar boltinn rúllar á ný á Spáni um
næstu helgi. Suárez gekkst undir að-
gerð á hné 12. janúar og lék síð-
ast í undanúrslitum í bik-
arnum gegn Atlético Madríd í
upphafi árs. Suárez hóf æf-
ingar á ný í byrjun maí en
læknateymi Barcelona
hefur nú gefið honum
grænt ljós á að spila.
Barcelona mætir
Mallorka á laug-
ardaginn. Suárez
hefur verið drjúgur á
tímabilinu til
þessa og
skorað
14
mörk í
23 leikj-
um, þar af 11 í deildinni.
Auk þess hefur hann gefið
sjö stoðsendingar í leikjum í
deildinni.
Eitt
ogannað