Morgunblaðið - 09.06.2020, Blaðsíða 29
Meistaraverk Grímuklæddan starfsmann Prado-safnsins ber við Las Meninas eftir Velazquez sem gestir geta nú
barið augum að nýju. Verkið málaði meistarinn 1656 og er það að margra mati stórkostlegasta málverk sögunnar.
AFP
Á meginlandi Evrópu eru dyr hverrar menn-
ingarstofnunarinnar á fætur annarri nú opn-
aðar gestum að nýju, eftir langvinna lokun
vegna kórónuveirufaraldursins. Forsendur eru
breyttar, mun færri gestir en áður fá aðgang
að myndverkum, fjarlægðarkröfur hafa fækk-
að sætum í tónleikasölum og grímur fyrir vit-
um eru staðalbúnaður, á starfsmönnum sem
gestum. Á sama tíma og stjórnendur sem gest-
ir fagna því að geta notið listanna í stofnunum
að nýju hafa stjórnendur víða áhyggjur af
rekstrarafkomunni, í fjarveru erlendra gesta.
Listaverkin
aftur sýnileg
Í tónlistarborginni Wiener Konzerthaus, hin fræga tónlistarhöll
í Vínarborg, er aftur opin gestum en fáir mættu um helgina.
Mæjurnar Einsamall gestur rýnir í hið fræga málverkapar eftir
Francisco Goya, Klædda Maja og Nakta Maja (1795-1807).
Í Prado Spænskur ráðherra skoðar Dauða-
syndirnar sjö eftir Hieronymus Bosch (1505).
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI.
JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN
ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR
KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA.
Kvikmyndahátíðin í Cannes, sem
haldin er á vorin, var blásin af í ár
vegna kórónuveirufaraldursins. Í
stað þess að láta árið líða án nokk-
urrar aðkomu að vali á áhugaverð-
um og vönduðum nýjum kvikmynd-
um hefur listrænn stjórnandi
Cannes-hátíðarinnar, Thierry
Frémaux, kynnt lista með 56 kvik-
myndum sem hefðu keppt um aðal-
verðlaun hátíðarinnar, Gull-
pálmann, eða um önnur verðlaun
sem standa til boða. Munu mynd-
irnar verða merktar með heiti
Cannes-hátíðarinnar og sérstak-
lega kynntar á öðrum kvikmynda-
hátíðum síðar á árinu.
Frémaux segir það „aldrei hafa
staðið til boða“ að láta árið líða án
þess að setja mark sitt með ein-
hverjum hætti á val á framúrskar-
andi myndum.
Meðal kvikmynda á listanum eru
tvær eftir leikstjórann Steve
McQueen, Lovers Rock og Man-
grove, báðar úr samstarfsverkefni
með BBC þar sem sjónum er beint
að innflytjendum frá Vestur-
Indíum í London. Nýjasta mynd
Wes Andersons er á listanum, The
French Dispatch, en í henni leika
Bill Murray, Tilda Swinton og Beni-
cio del Toro. Frumraun Viggos
Mortensens sem leikstjóra, Falling,
er valin sem og til að mynda kvik-
myndir eftir Francis Lee – sem
Kate Winslet leikur í, Thomas Vin-
terberg, Jonathan Nossiter, Fern-
ando Trueba, Emmanuel Mouret,
Peter Dourountzis, Ben Sharrock
og Elie Wajeman.
Glamúr Eitt árið steig Quentin Tarantino
dans á rauða dreglinum í Cannes.
Cannes-hátíðin kynnir úrval kvikmynda
Í Drouot-uppboðshúsinu í París
verður eftir rúma viku boðið upp
merkilegt listsögulegt sendibréf,
það eina sem vitað er um sem lista-
mennirnir Vincent van Gogh og
Paul Gauguin skrifuðu saman, en
móttakandinn var vinur þeirra í
listinni, málarinn Emile Bernard.
Samkvæmt The Art Newspaper
er gert ráð fyrir að allt að 250 þús-
und evrur fáist fyrir bréfið, eða 37
milljónir króna.
Þrjár síður eru skrifaðar af van
Gogh og ein af Gauguin. Bréfið
sendu félagarnir til Bernard 1. eða
2. nóvember árið 1888, viku eftir að
Gauguin hafði komið til Arles að
dvelja með van Gogh í „Gula hús-
inu“ eins og frægt er úr sögunni.
Og sendibréfið þykir mikilvægt
fyrir ýmissa hluta sakir, meðal ann-
ars fyrir hispurslausa en gaman-
sama lýsingu van Goghs á gesti
sínum. Hann segir Gauguin vera
„óspillta veru með eðlisávísun villi-
dýrs en í Gauguin leggja blóð og
kynlíf metnaðinn að velli,“ skrifar
hann. Þá segir van Gogh þá félaga
hafa farið í „könnunarleiðangra í
vændishúsin og það er líklegt að við
eigum eftir að
fara þangað aft-
ur til að vinna,“
og átti hann þá
vitaskuld við að
mála myndir.
Gauguin skrif-
ar að í framtíð-
inni ættu lista-
menn helst að
starfa í hitabelt-
inu.
Bréfið var síðast selt árið 2012
fyrir nær 60 milljónir króna en er
nú selt aftur þar sem eigandinn er
gjaldþrota.
Skissa Van Gogh málaði senu úr vændis-
húsi í Arles einni viku eftir bréfaskrifin.
Bréf frá Gauguin og van Gogh boðið upp
Síða úr sendibréfi
listamannanna.