Morgunblaðið - 09.06.2020, Side 32
fékk Steindór Hilmar Örn Hilm-
arsson, vin sinn, til að stjórna upp-
tökum. Við erum mjög stolt af þessu
og útgáfan er fyrst og fremst óeigin-
gjarnri velvild Steindórs að þakka.“
Hún bætir við að útgáfan sé ekki
síður mikilvæg tenging við heimilin.
„Við sáum þessum fræjum inn á
heimilin, færum kveðskapinn heim,
sem er mjög dýrmætt og gaman.“
Mikilvægt er að viðhalda þekk-
ingu á kveðskap og rímum, að sögn
Jensínu. Hún bendir á að um 115
börn séu í skólanum á hverju skóla-
ári. Töluverður fjöldi barna á aldr-
inum tveggja til sex ára hafi því
fengið þessa kennslu í kveðskap.
Í þessu sambandi segir hún að á
Þjóðminjasafninu megi hlusta á
gamlan kveðskap. „Eitt sinn kom
barn frá okkur á Þjóðminjasafnið og
þegar byrjað var að spila vísurnar á
bandi tók barnið undir, það kunni að
kveða vísurnar. Þetta hafði starfs-
fólk safnsins ekki upplifað áður; að
barn kæmi og kynni að syngja
gleymdan og grafinn þjóðlegan arf.“
Til stóð að kynna söngheftið og
diskinn á sérstökum viðburði á
Barnamenningarhátíðinni en vegna
kórónuveirufaraldursins verður há-
tíðin með mjög breyttu sniði í ár.
„Útgáfan er okkar framlag til
Barnamenningarhátíðarinnar og til
að byrja með verður efnið í boði inn-
an Hjallastefnunnar,“ segir Jensína.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Starfsfólk leikskólans Laufásborgar
í Reykjavík hefur í samvinnu við
Steindór Andersen kvæðamann
kennt börnum kvæði og að kveða
rímur undanfarin tólf ár. Afrakst-
urinn hefur nú verið gefinn út í
sönghefti og á geisladiski með það í
huga að deila efninu með fjöl-
skyldum og vinafólki.
Jensína Edda
Hermannsdóttir
og Matthildur
Laufey Her-
mannsdóttir eru
leikskólastýrur
Laufásborgar.
Jensína segir að
þær hafi beðið
Steindór að koma
í skólann og
miðla af fróðleik sínum á þorranum
2008. „Hann tók boðinu heilshugar
og var meira en tilbúinn að leggja
sitt lóð á vogarskálarnar,“ segir
Jensína. „Þannig hófst þetta
skemmtilega samstarf. Mikil og
sterk sönghefð er á Laufásborg og
sameiginlegur áhugi okkar og Stein-
dórs á þjóðlegum arfi leiddi okkur
saman.“
Þjóðlegur arfur
Á Laufásborg er unnið með kveð-
skap og þjóðlegan arf á þorranum
og góunni. Bára Grímsdóttir og
fleiri kvæðakonur hafa komið á gó-
unni og undanfarin tólf ár hefur
Steindór komið einu sinni eða tvisv-
ar á hverju tímabili með efni, sungið
og kveðið vísur fyrir börnin og
starfsfólkið auk þess sem foreldrum
hefur verið boðið að fylgjast með.
„Við höfum átt afskaplega skemmti-
lega stund saman ár eftir ár. Við
höfum gripið boltann á lofti frá
Steindóri, æft okkur og kennt börn-
unum kveðskapinn. Þannig við-
höldum við arfinum og bætum ofan
á grunninn á hverju ári með þeim
árangri að börnin á Laufásborg
kunna að kveða rímur.“
Jensína leggur áherslu á að sam-
starfið sé mjög dýrmætt. „Það er
gagnkvæmur áhugi og ástríða á
þessu verkefni og þegar við
ákváðum að ráðast í það metn-
aðarfulla verkefni sem útgáfan er
Börnin kveða rímur
Laufásborg í samvinnu við Steindór Andersen kvæða-
mann gefur út sönghefti og geisladisk Tólf ára samstarf
Laufásborg Steindór Andersen kennir áhugasömum börnum kveðskap.
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Ís-
landsmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2020. Það
verður í það minnsta niðurstaðan ef spá Árvakurs um
Pepsi Max-deildirnar gengur eftir. Fjallað er ítarlega um
spána á íþróttasíðum blaðsins í dag og enn fremur er
fjallað um þau fimm lið sem spáð er að verði í neðri
hluta Pepsi Max-deildar kvenna, en það eru KR, Þór/
KA, FH, ÍBV og Þróttur. »26-27
Valur og Breiðablik verða
Íslandsmeistarar 2020
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Þetta leggst mjög vel í mig og ég
er þakklát fyrir traustið,“ segir
Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Ís-
lenska dansflokksins (Íd), en skip-
un hennar í embætti hefur verið
framlengd til næstu fimm ára frá
og með 1. ágúst. Segir hún síðustu
árin með Íd hafa verið mjög lær-
dómsrík. „Þetta hefur verið mikil
og góð óvissuferð. Ég hlakka til að
takast á við framtíðina og vinna
áfram með dásamlegu fólki að þróun danslistarinnar á
þessum erfiðu, en vonandi góðu tímum,“ segir Erna og
tekur fram að næsta starfsár verði „rosalegt“. „Hluti
þess fer í að sýna þau verk sem fresta varð vegna kófs-
ins. Við munum sýna inni og úti, í litlum plássum og
stórum, sinna nýsköpun og eldri verkum í bland,“ segir
Erna, en Íd mun vinna samstarfsverkefni með Sinfóníu-
hljómsveitum Íslands og Norðurlands, Þjóðleikhúsinu,
Borgarleikhúsinu og Listahátíð. „Lögð verður áhersla á
landsbyggðina auk þess sem við vonum að sýningar-
ferðir erlendis geti hafist aftur á næsta sýningarári.“
Skipun framlengd til fimm ára