Morgunblaðið - 10.06.2020, Page 2

Morgunblaðið - 10.06.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Bókaútgáfan Ugla er í dag með 183 titla af bókum í sölu í verslunum Pennans Eymundssonar um allt land eða 3.914 stykki, að sögn Ingi- mars Jónssonar, forstjóra Pennans. Morgunblaðið fjallaði um það í gær að allar bækur Uglu hefðu verið teknar úr sölu en það er ekki rétt. Sumir titlanna, um 10-12%, hafa þó verið teknir úr sölu, að sögn Ingi- mars, 25 titlar alls að sögn útgef- anda. Á síðustu dögum hafa bækur verið teknar í sölu frá Uglu og verslanir endurpantað bækur eftir þörfum; það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að engin viðskipti séu á milli aðila, að sögn Ingimars. „Penninn hefur endursent bækur til fjölda útgefenda á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Ingimar. „Það eru bara margvíslegar ástæður fyrir því eins og gefur að skilja. Sumar bækur seljast vel og aðrar lítið og þá er um að ræða túr- istabækur frá ýmsum forlögum, meðal annars Forlaginu, af ástæðum sem við þekkjum öll.“ Hann segir nýjar og nýlegar bæk- ur frá Uglu og öðrum útgefendum sem eru í streymi á Storytel enn vera í sölu hjá Pennanum; þær bækur skipti hundruðum. Segir Ingimar að bóksala hafi minnkað verulega síðustu mánuði. „Við höfum ekki séð svona sam- drátt í bóksölu áður og er sú stað- reynd mikið áhyggjuefni, bæði fyrir okkur og útgefendur.“ Eigandi Uglu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Penninn hefði tekið bækur útgáfunnar sem einnig eru í streymi hjá Storytel úr sölu. Ingimar segir það af og frá og segir hins vegar að samskipti Jakobs við starfsfólk Pennans hafi ekki ver- ið til fyrirmyndar á undanförnum ár- um. Ætla ekkert að aðhafast Stefán Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri Storytel, segir þó að fleiri útgefendur en Ugla hafi sett sig í samband við hljóðbókaveituna Storytel af sömu ástæðum og Ugla, án þess að nafngreina þær þó. Ef veita Storytel er borin saman við netverslun Pennans má sjá að einhverjar þeirra bóka sem finna má á Storytel eru einnig til sölu í vef- verslun Pennans. Storytel ætlar ekki að aðhafast neitt í málinu að sinni. „Við stöndum öllum opnir og út- gefendur hafa stýrt því hvort eða hvenær þeir koma með efni til okkar,“ segir Stefán. „Verðskuldar athugun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að- spurður að málið sé til skoðunar hjá eftirlitinu og um einstakt mál sé að ræða, ekki fleiri. „Ég get í það minnsta staðfest að við erum búin að hefja athugun á þessum viðskiptaháttum. Því verður flýtt eftir því sem kostur er. Þetta er alveg sjálfstætt mál sem verðskuld- ar athugun.“ Stór hluti bóka Uglu enn til sölu  Einungis 10-12% voru tekin úr sölu hjá Pennanum  Storytel segir fleiri útgefendur hafa haft sam- band  Málið er til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og verður því flýtt eftir því sem kostur er Ingimar Jónsson Stefán Hjörleifsson Lilja Hrund Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Dómstólasýslan leitar nú leiða til að bregðast við því að á vefsíðum dóm- stólanna sé að finna stórt safn dóma og úrskurða sem innihalda persónu- upplýsingar og að svo virðist sem birting þeirra samrýmist ekki per- sónuverndarlögum í öllum tilfellum. Í kjölfar ábendingar til Persónuvernd- ar frá einstaklingum um dóma sem birtir eru á vefsíðum íslenskra dóm- stóla og hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar hóf stjórnvaldið frekari skoðun á málinu. Helga Þór- isdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að í bréfi til Dómstólasýslunnar í ágúst 2018 hafi verið óskað eftir því að stofnunin veitti upplýsingar um meðal annars hvernig Dómstólasýsl- an hygðist bregðast við birtingu eldri dóma sem kunna að geyma viðkvæm- ar persónuupplýsingar. Persónu- vernd ítrekaði þessa beiðni nú í maí og strax í kjölfarið bað Dómstólasýsl- an um fund með Persónuvernd, sem fór fram í byrjun júní. Dómstólasýsl- unni var veittur svarfrestur vegna málsins og segir Helga að viðbrögð Persónuverndar ráðist af þeim upp- lýsingum sem Dómstólasýslan komi til með að veita. Helga segir að Persónuvernd hafi borist þó nokkrar ábendingar um birtingu viðkvæmra persónuupplýs- inga í dómum. „Við höfum brugðist við þeim ábendingum sem okkur hafa borist en það er nokkuð ljóst að það gætu verið fleiri dæmi þarna úti. Þess vegna erum við núna að vinna í þessu. Venjulega er reglan sú að íþyngjandi lagaákvæði eru ekki afturvirk, en ef það er viðvarandi aðgengi að ein- hverju sem er talið brjóta persónu- verndarlög þarf að skoða það. Um- fangið gæti líka verið töluvert og viðbrögð fara væntanlega eftir því,“ segir Helga. Flókið að finna lausn Ólöf Finnsdóttir, framkvæmda- stjóri Dómstólasýslunnar, segir að til standi að ræða málið á fundi stjórnar stofnunarinnar á morgun. „Við höfum skoðað, í samráði við dómstólana sem standa að birtingunum, hvernig hægt verði að greiða úr eldri málum,“ segir Ólöf og bætir við að á síðasta ári hafi tekið gildi samræmdar reglur dóm- stóla um birtingu dóma og úrskurða. „Þegar svona persónuupplýsingar hafa verið birtar þarf að skoða hvort það hafi verið mistök og finna leið til þess að grisja svona mál. Það þarf að hafa fyrir því að finna þau og við þurf- um að finna leiðir til þess, svo að við getum yfirhöfuð tekið þau af vefn- um,“ segir Ólöf. „Væntanlega hafa orðið mistök, við vitum það, en við vit- um ekki hve mörg mál það eru og það er flókið að finna þau eftir á og hreinsa úr þeim. Við erum með þetta í skoðun og leitum leiða til að greiða úr þessu.“ Þá segir Ólöf að gengið sé út frá því að þess hafi verið gætt að birta ekki viðkvæmar persónuupplýsingar, enda gildi um það ákveðnar reglur. „Fyrirfram hljótum við að gefa okkur það að þessar upplýsingar hafi verið afmáðar. En við vitum að það hefur ekki alltaf gerst en hversu oft er ekki hægt að segja til um,“ segir Ólöf. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað- ur Alþingis, segir að til athugunar séu erindi er varða birtingu persónuupp- lýsinga í dómum sem stefnt er að að afgreiða á næstunni. Flókið að finna eldri mál sem þarf að skoða  Viðkvæmar persónuupplýsingar kunna að vera í eldri dómum á vefsíðum dómstóla  Erfitt er að finna slíka dóma Morgunblaðið/Eggert Hæstiréttur Framkvæmdastjóri Dómstólasýslunnar segir það flókið mál að finna dóma þar sem viðkvæmar persónuupplýsingar kunna að leynast. Helga Þórisdóttir Tryggvi Gunnarsson „Þegar við lögðum af stað í þessa vegferð var það alls óvíst hvort þetta myndi hafast, enda er þetta þriðja frumvarpið sem hefur verið lagt fram,“ segir Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Frumvarp Lilju um Menntasjóð námsmanna var sam- þykkt af meirihluta Alþingis í gær. Sjóðurinn tekur við af LÍN 1. júlí, þegar lögin taka gildi. Ábyrgðarmannafyrirkomulag LÍN verður afnumið og ábyrgðir á námslánum falla niður að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum. Þá er veitt heimild til afsláttar til lánþega við uppgreiðslu eða innborgun námslána. Námsstyrkir og fleiri réttindi verða að veruleika. „Það góða við þetta frumvarp er að það var gert í miklu samráði við hagaðila, sér í lagi Landssamtök stúdenta. Stúdentar hafa lengi kallað eftir breytingum og bættum kjörum. Það er því afrek að hafa náð frum- varpinu í gegnum þingið. Það hefði þó aldrei tekist án mikils stuðnings frá formanni allsherjar- og mennta- málanefndar, en ekki síður nefndinni sjálfri,“ segir Lilja. Frumvarp um Menntasjóð námsmanna samþykkt á Alþingi Schengen ætlar að framlengja ferðatakmarkanir yfir ytri landa- mæri sín til 1. júlí og Íslandi er ekki stætt á því að opna ytri landa- mæri sín fyrir ónauðsynlegum ferð- um fyrr en fyrir liggur hvernig best verður staðið að brottfaraeftirliti hér gagnvart öðrum Schengen- ríkjum. Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra í samtali við mbl.is. í gær. Stjórnvöld sendu frá sér tilkynn- ingu á mánudag þar sem greint var frá þeim breytingum sem verða á komum ferðamanna hingað til lands frá og með 15. júní nk. Þar kom fram að ekki lægi fyrir hvort tak- markanir á ytri landamærum Schengen, sem hafa verið í gildi frá 17. mars, yrðu framlengdar til 1. júlí. Dómsmálaráðherra staðfesti svo í gær að það stæði til. „Nú liggur fyrir að Schengen ætlar að framlengja ferðatakmark- anir yfir ytri landamæri til 1. júlí. Við munum því ekki opna ytri landamærin fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en fyrir liggja ákveðnar upplýsingar bæði hvað varðar áform ríkja utan Schengen, t.d. Bandaríkjanna, svo og hvernig best verði staðið að brottfaraeftirliti hér gagnvart öðrum Schengen- ríkjum. Afkastageta okkar við skimun takmarkar okkur einnig við 2.000 sýni á dag í júní,“ sagði Ás- laug. Bætti hún við að brottfaraeftirlit gagnvart öðrum Schengen-ríkjum, þ.e. eftirlit með farþegum sem koma hingað til lands frá ríkjum ut- an Schengen og ætla sér að ferðast áfram til ríkja innan Schengen, sé framkvæmd sem krefjist nýrra lausna. Hún hefur sent bréf til fram- kvæmdastjórnar ESB þar sem gerð er grein fyrir sérstöðu Íslands varðandi þau áform sem hafa verið hér uppi um opnun ytri landamæra. Stefnt er að því að hefja skimun á ytri landamærum frá og með 1. júlí. Ytri landamæri verða lokuð út júní  Óvissa um framkvæmd brottfaraeftirlits Morgunblaðið/Ómar Leifsstöð Stefnt er á að skima á ytri landamærum frá 1. júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.