Morgunblaðið - 10.06.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
Verið velkomin
Við póstsendum um allt land • Sími 568 5170
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Nýjar glæsilegar
SUMARVÖRUR
Kjólar • Blússur • Bolir • Peysur • Buxur • Töskur
Túnikur • Silkislæður • Plíseruð buxnapils
Vinsælu heima-
og velúrgallarnir
alltaf til í mörgum
litum og í stærðum
S-4XL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í gærmorgun
að þau myndu hætta öllum samskiptum sínum við
Suður-Kóreumenn. Bandaríkjastjórn lýsti í gær
yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun Norður-
Kóreumanna og hvatti þá til þess að hefja á ný við-
ræður við nágranna sína í suðri.
Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja
að aðgerðinni sé ætlað að skapa þrýsting á Banda-
ríkjamenn og Suður-Kóreu, sem geti tryggt ríkinu
frekari ívilnanir síðar.
Tilkynning Norður-Kóreumanna kemur í kjöl-
far þess að stjórnvöld í Pyongyang kvörtuðu í síð-
ustu viku undan því að aðgerðasinnar í suðri væru
að senda bæklinga um ógnarstjórnina í norðri yfir
landamærin.
Samningaviðræður við Norður-Kóreu um
kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans sigldu í strand
á síðasta ári, eftir að leiðtogafundi Kims Jong-un,
leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trump
Bandaríkjaforseta í Hanoi, höfuðborg Víetnam,
lauk án árangurs. Greindi leiðtogana á um hvaða
skref Norður-Kóreumenn þyrftu að stíga í átt að
afvopnun áður en refsiaðgerðum alþjóðasam-
félagsins vegna kjarnorkuvopnaáætlunar landsins
yrði aflétt. Með ákvörðuninni hefur verið slitið al-
gjörlega á öll samskipti milli norðurs og suðurs, en
sérstakur sími var tengdur á milli ríkjanna árið
2018 eftir sögulegan fund Kims með Moon Dae-
un, forseta Suður-Kóreu. Hefur verið venjan að
hringt sé í hann tvisvar sinnum á dag. Þá hefur
„rauður sími“ sem tengir saman leiðtoga Norður-
Kóreu og forseta Suður-Kóreu verið aftengdur í
bili, ásamt öðrum samskiptalínum milli herja
Kóreuríkjanna.
Talið er að Kim Yo-jong, systir Kims Jong-un
og helsti ráðgjafi hans, hafi verið helsti hvata-
maðurinn að ákvörðuninni, en völd hennar og áhrif
við stjórn landsins hafa farið ört vaxandi á undan-
förnum mánuðum. Shin Beom-chul, sérfræðingur
í málefnum Norður-Kóreu, sagði við AFP-frétta-
stofuna að hann teldi þetta ekki vera einangrað til-
felli, þar sem Kim Yo-jong þyrfti að „sýna tenn-
urnar“ og reyna að hrista upp í stefnu
Suður-Kóreumanna gagnvart norðri.
Tæknilega séð ríkir enn styrjöld milli ríkjanna á
Kóreuskaganum, en Kóreustríðinu lauk árið 1953
með vopnahléssamkomulagi.
Slitu öll tengsl við S-Kóreu
Ákvörðunin sögð tilraun til þess að búa til þrýsting á Bandaríkin og S-Kóreu
AFP
Norður-Kórea Kim Jong-un sótti miðstjórnar-
fund Kommúnistaflokks N-Kóreu um helgina.
Útför George Floyds fór fram í gær
í Houston, heimaborg hans. Lík-
menn og útfararstjóri sjást hér
bera kistu Floyds til kirkju fyrir at-
höfnina, en um sex þúsund manns
vottuðu Floyd virðingu sína í fyrra-
dag. Um fimmhundruð manns sóttu
sjálfa athöfnina í gær, þar á meðal
hnefaleikakappinn Floyd May-
weather, sem greiddi allan útfarar-
kostnað fyrir fjölskyldu Floyds.
Joe Biden, forsetaframbjóðandi
demókrata, heimsótti fjölskylduna
á mánudaginn til þess að votta sam-
úð sína. Sagði Biden að andlát
Floyds yrði einn af vendipunktun-
um í sögu Bandaríkjanna hvað
varðaði virðingu fyrir lýðréttindum
borgaranna. Vísaði Biden til þess
að sjö ára gömul dóttir Floyds hefði
sagt að pabbi sinn myndi breyta
heiminum. „Og ég held að pabbi
hennar muni breyta heiminum.“ AFP
Fjölmenni
sótti útför
Floyds
Sadiq Khan,
borgarstjóri
Lundúna, höfuð-
borgar Bret-
lands, sagði í gær
að styttur af fólki
sem tengst hefði
þrælasölu ættu
ekki að fá að
standa. Hefur
Khan skipað
nefnd sem á að fara yfir minnis-
merki borgarinnar til að tryggja að
þau endurspegli fjölbreytni borg-
arinnar. Ákvörðunin er tekin í kjöl-
far þess að mótmælendur í Bristol
rifu niður styttu af þrælasalanum
Edward Colston og vörpuðu í höfn-
ina á sunnudaginn.
Khan tók sérstaklega fram að
hann liti ekki svo á að fjarlægja
ætti styttu af Winston Churchill við
breska þinghúsið, sem krotað var á
um helgina. Sagði Khan að fræða
þyrfti um bæði góðar og slæmar
hliðar mikilmenna sögunnar.
Vilja rífa niður stytt-
ur með þrælatengsl
Sadiq Khan
BRETLAND
Stjórnvöld í Búr-
úndí tilkynntu í
gær að forseti
landsins, Pierre
Nkurunziza,
hefði látist úr
hjartaáfalli á
mánudaginn.
Nkurunziza,
sem var 55 ára
gamall, var flutt-
ur á sjúkrahús á laugardaginn
vegna vanlíðanar en virtist á bata-
vegi þar til hjartaáfallið reið yfir.
Nkurunziza var forseti Búrúndí í
15 ár, en þriðja og síðasta kjör-
tímabili hans átti að ljúka í ágúst.
Fjölmenn mótmæli voru þegar
hann bauð sig fram í þriðja sinn ár-
ið 2015, og létust minnst 1.200
manns í óeirðum. Eftirmaður hans,
Evariste Ndayishimiye, var sagður
hafa verið handvalinn af Nkur-
unziza, en hann hlaut 71,45% at-
kvæða í kosningum sem haldnar
voru í maí á þessu ári.
Forsetinn látinn
úr hjartaáfalli
Pierre Nkurunziza
BÚRÚNDÍ
Rússnesk stjórnvöld staðfestu í gær
að þau ætluðu að hefja viðræður við
Bandaríkjastjórn um að framlengja
nýja START-afvopnunarsamkomu-
lagið, sem undirritað var í apríl 2010.
Sagði í tilkynningu Rússa að að-
stoðarutanríkisráðherra Rússlands,
Sergei Ryabkov, myndi funda með
Marshall Billingsley, sérstökum
sendimanni Bandaríkjastjórnar, í
Vínarborg 22. júní næstkomandi.
Samkomulagið sem um ræðir var
undirritað af Barack Obama, þáver-
andi Bandaríkjaforseta, og Dímítrí
Medvedev, þáverandi forseta Rúss-
lands, en með því skuldbundu þeir
ríki sín til þess að fækka um helming
langdrægum eldflaugum sem borið
geta kjarnorkuvopn.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hefur í forsetatíð sinni slitið nokkr-
um samningnum sem Bandaríkja-
menn og Rússar hafa gert, þar sem
hann hefur sakað Rússa um að hafa
ekki staðið við sinn hlut í þeim.
Trump hefur þó gefið til kynna að
hann telji vert að halda í nýja
START-samkomulagið, en á sama
tíma hefur hann óskað eindregið eft-
ir því að Kínverjar verði einnig
fengnir að samningaborðinu.
Ryabkov sagði hins vegar í gær að
hann teldi ómögulegt að Kínverjar
myndu vilja taka þátt í afvopnunar-
viðræðunum, og að það gæti teflt
samkomulaginu í hættu ef Banda-
ríkjastjórn vildi gera þátttöku Kín-
verja að úrslitaatriði.
Gaf Ryabkov einnig til kynna að
Bretar og Frakkar ættu þá að taka
þátt í afvopnunarviðræðunum, þar
sem erfiðara yrði að horfa framhjá
kjarnorkuvopnabúrum þessara ríkja
eftir því sem meira fækkaði í vopna-
búrum Bandaríkjamanna og Rússa.
Vilja fram-
lengja START
Rússar og
Bandaríkjamenn
munu funda í Vín
AFP
START Obama og Medvedev við
undirritunina 2010 í Prag.