Morgunblaðið - 10.06.2020, Qupperneq 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
Þegar verkskipt
borgarsamfélag
var í örri mótun á
Íslandi 20. aldar
urðu til margvís-
legar þarfir sem
þurfti að sinna.
Meðal annars
komu skrifstofuvél-
ar til sögunnar
sem stórjuku af-
köst við reiknings-
hald og bréfaskrif.
Lengst af var ein-
göngu um að ræða ritvélar og
frumstæðar reiknivélar en síðar
komu til sögunnar bókhaldsvélar
og loks tölvur sem þróuðust svo
ört að vart er til það svið mann-
lífsins í samtíma okkar sem ekki
er tölvuvætt. Í allri þeirri sögu
sem tekin hefur verið saman um
upphaf og þróun upplýsinga-
tækninnar hér á landi stendur
nafn eins manns upp úr sem
brautryðjanda. Það er nafn Ott-
ós A. Michelsen, en í dag eru lið-
in 100 ár frá fæðingu hans. Ottó
var fæddur á Sauðárkróki árið
1920, sonur hjónanna Jörgens
Franks Michelsen og Guðrúnar
Pálsdóttur. Jörgen var danskur
að uppruna, úrsmiður að mennt
og fékkst einnig við gullsmíði.
Haldið utan á óvissutímum
Það var einlægur vilji for-
eldra Ottós að þau systkinin
helguðu krafta sína iðngreinum.
Samt sem áður var erfitt að
komast á samning sem iðnnemi í
miðri heimskreppu og margir
um hvert lærlingspláss. Þegar
sumri hallaði 1938 var Ottó að
verða úrkula vonar um að kom-
ast til náms þegar honum bauðst
skyndilega að halda til Þýska-
lands að læra viðgerðir á rit-
vélum og reiknivélum sem Egill
Guttormsson heildsali hafði um-
boð fyrir.
Ottó hélt utan til Zella-Mehlis
í Thüringen og var um veturinn
í starfsnámi hjá Mercedes Büro-
Maschinen, sem var einn stærsti
framleiðandi skrifstofuvéla í
heiminum á þeim tíma. Heim
kominn vorið 1939 hélt Ottó á
síld norður í landi en fór aftur
suður til Reykjavíkur eftir ver-
tíðina.
Þar rann upp fyrir honum að
hann yrði að bæta við sig þekk-
ingu á fleiri tegundum ritvéla og
reiknivéla.
Hann ákvað því að halda aft-
ur utan, þvert á vilja ættingja
sinna og vina, sem töldu hann
ekki með réttu ráði í ljósi hern-
aðarframvindunnar á megin-
landinu.
Innlyksa á stríðsárunum
Ottó hélt til Kaupmannahafn-
ar og fékk fljótlega vinnu í fagi
sínu.
Með stríðinu jókst gríðarlega
eftirspurn eftir hvers kyns
vinnuafli í Þýskalandi og úr varð
að Ottó komst aftur á samning
hjá sínum fyrri vinnuveitanda
þar í landi.
Ottó var falið að annast við-
gerðir skriftvéla vítt og breitt
um Þýskaland og hann var því á
stöðugu ferðalagi næstu árin.
Hann sóttist eftir því að fá að
flytjast til Danmerkur en þeirri
beiðni var synjað. Sumarið 1944
ákvað hann loks að flýja og fór
huldu höfði í Kaupmannahöfn
um nokkurt skeið.
Danirnir tóku hin þýsku próf-
skírteini Ottós ekki gild og hann
varð því að láta sér lynda að
vinna næstu tvö árin sem „fram-
haldsnemi“ í Danmörku á lús-
arlaunum en tókst að drýgja
tekjurnar með því að kaupa not-
aðar skrifstofuvélar sem hann
gerði upp og seldi.
Í árdaga tölvualdar
Heimkominn frá námi árið
1946 hóf Ottó þegar að vinna í
iðngrein sinni og
stofnaði Skrifstofu-
vélar hf. en tveim-
ur árum síðar fékk
hann umboð fyrir
vörur hins alþjóð-
lega stórfyrirtækis
International Busi-
ness Machines,
skammstafað IBM.
Öll gagnavinnsla
þess tíma fór fram
á gataspjöldum, en
segja má að haust-
ið 1964 hafi tölvuöld haldið inn-
reið sína hér á landi þegar
Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurbæjar fengu af-
henta vélasamstæðu frá IBM og
Háskóli Íslands sömuleiðis.
Tölva Háskólans var gríðarstór
fjárfesting, andvirði fimm til
sex íbúða, og því fór fjarri að
skólinn hefði fjárhagslega burði
til kaupanna. Ottó beitti sér því
fyrir því að IBM í Bandaríkj-
unum gæfi eftir 60% af kaup-
verði tölvunnar og yrði það kall-
að háskólaafsláttur. Það varð úr
og Framkvæmdabankinn undir
forystu dr. Benjamíns H.J. Ei-
ríkssonar lagði til það sem upp
á vantaði.
Þessar nýju vélar gengu und-
ir ýmsum nöfnum en árið 1965
kom dr. Sigurður Nordal pró-
fessor fram með orðið tölva,
sem festist í sessi.
Útibú IBM stofnað
Þjónustu við skýrsluvélar
fylgdi umstang sem óx með
hverju árinu. Sífellt þurfti að
flytja inn nýjar og dýrar vélar
IBM sem Skrifstofuvélar leigðu
út. Úr varð að íslensk stjórn-
völd veittu leyfi til stofnunar
útibús IBM á Íslandi sem leigði
vélar og hugbúnað og veitti
þjónustu á þessum búnaði.
Þetta var sami háttur og IBM
hafði á hvarvetna í heiminum,
svo að þetta féll vel að fyr-
irkomulagi hins alþjóðlega
fyrirtækis. IBM á Íslandi leit
dagsins ljós og Ottó var ráðinn
forstjóri þess. Það segir sitt um
það álit sem Ottó naut hjá
stjórnendum hins alþjóðlega
fyrirtækis að Skrifstofuvélar, í
eigu hans, héldu áfram umboð-
um fyrir skrifstofutæki frá
IBM.
Þetta fyrirkomulag var lík-
lega einsdæmi hjá IBM í heim-
inum á þessum tíma.
Fyrirtæki í sérflokki
IBM á Íslandi laut ströngum
reglum móðurfyrirtækisins. All-
ir starfsmenn urðu að lesa og
staðfesta að þeir hefðu lesið
siðareglur IBM og reglur giltu
um klæðaburð. Erlendir sér-
fræðingar voru fengnir til að
kenna kerfisfræði og forritun,
en engin kennsla í þessum fög-
um fór þá fram í skólum hér-
lendis.
Nýráðnir starfsmenn voru
sendir á námskeið í skólum
IBM austan hafs og vestan.
Brátt hafði myndast svo mikil
þekking að hægt var að veita
fullkomna fræðslu um búnað
IBM fyrir íslenskan markað.
Hjá IBM var notast við af-
kastahvetjandi kerfi, menn gátu
notið kaupauka og var boðið
upp á veglegar utanlandsferðir
ef tilteknum árangri var náð.
Þetta var algjör nýlunda hér á
landi.
Fyrirtækinu vegnaði vel,
veitti um eitt hundrað manns
vinnu þegar mest lét og var
einn hæsti skattgreiðandi í höf-
uðborginni. Það var í samræmi
við stefnu IBM að vera hvar-
vetna „góður borgari“. Fyrir-
tækið skyldi greiða skatta þar
sem starfsemin átti sér stað.
Íslenska stafrófið
Í árdaga íslenskrar skýrslu-
tækni blasti við augljós vandi:
Vélbúnaðurinn var gerður fyrir
enskumælandi markað þar sem
bókstafir eru 26 en þeir eru 10
til viðbótar í íslensku.
Ottó ræktaði sambönd við
fjölmarga útlendinga. Meðal
þeirra var Þjóðverjinn Wilhelm
F. Bohn, sem starfaði hjá IBM í
Þýskalandi og hafði umsjón með
gerð stafataflna. Ottó gat komið
því til leiðar gagnvart Bohn og
yfirmönnum IBM að íslensku
stafirnir yrðu hafðir með í nýrri
alþjóðlegri stafatöflu. Þetta var
Ottó mikið kappsmál enda hafði
hann metnað fyrir hönd lands og
þjóðar.
Ekkert kemur af sjálfu sér
Ottó hafði sem ungur maður
strengt þess heit að hann skyldi
umfram allt gera kröfur til sjálfs
sín fremur en gera kröfur til
annarra, en sem yfirmaður gerði
hann vitaskuld ríka kröfu um
iðni og starfshæfni. Ekkert
kæmi af sjálfu sér – vinna yrði
fyrir öllu. Í tímaritsviðtali árið
1981 lagði hann svo út af þess-
um hugrenningum: „Ég hef allt-
af verið þeirrar skoðunar, að í
vinnunni ætti að felast gleði, en
þessa afstöðu finnst mér verið
að rífa niður hin síðari ár. Ég
tel, það mestu dásemd, sem
hægt að er að hugsa sér, að vera
frískur og geta unnið, – lagt
eitthvað af mörkum til þjóðar-
búsins.“ Hann taldi brýnt að
skapa meiri samstöðu launþega
og atvinnurekenda og vinna
gegn þeim áróðri að vinnan gæti
ekki verið gleðigjafi því slíkar
fullyrðingar væru beinlínis rang-
ar.
Ottó lét af störfum sem for-
stjóri IBM árið 1982 og á þeim
tíma unnu á bilinu 60 til 70
manns hjá IBM. Starfsmenn
Skrifstofuvéla voru þá milli 40
og 50. Árið 1992 fór fram róttæk
endurskipulagning á IBM og til
varð öflugt íslenskt hlutafélag,
Nýherji, sem nú ber nafnið
Origo.
Fjölskyldumaðurinn
Kona Ottós var Gyða Jóns-
dóttir, fædd 1924. Gyða var
heimilisiðnaðarkennari og hafði
numið við listaskóla í Noregi og
Finnlandi. Þau áttu fjögur börn.
Elstir eru tvíburarnir Kjartan,
sem var prófessor í Ósló, en
hann lést 2010, og Óttar kerf-
isfræðingur. Þá kom Helga
Ragnheiður hjúkrunarfræðingur
og yngst í systkinahópnum er
Geirlaug grunnskólakennari.
Fyrir átti Ottó Helgu Ursulu
Ehlers, blaðamann í Köln, og
Theodór Kristin, sem er við-
skiptafræðingur.
Starf í þágu kirkjunnar
Óhætt er að segja að Ottó
hafi verið einn dyggasti þjónn
kirkjunnar í leikmannastétt.
Hann sat í stjórn Hjálparstofn-
unar kirkjunnar frá stofnun til
ársins 1984, þar af sem formað-
ur síðustu fjögur árin. Mestu
störfin í þágu kirkjunnar vann
hann þó í sinni sókn sem for-
maður byggingarnefndar Bú-
staðakirkju.
Eftir að Ottó lét af störfum
sem forstjóri gafst honum tóm
til að sinna líknarmálum. Árið
1982 skipulagði hann söfnunar-
átak Krabbameinsfélagsins sem
gafst einstaklega vel og árið eft-
ir efndi hann til söfnunar fyrir
hjartveika telpu sem þurfti á
hjartaígræðslu að halda. Sú fjár-
mögnun tókst einnig vel og
ígræðslan heppnaðist sömuleið-
is.
Þrátt fyrir ferðalög vítt og
breitt um heiminn undi Ottó sér
hvergi jafn vel og í Skagafirði,
en sjálfur komst hann svo að
orði um æskustöðvarnar: „Það
er svo undarlegt að þó ég sé bú-
inn að ferðast víða um heiminn
þá hef ég aldrei nokkurs staðar
orðið eins gagntekinn af fegurð
eins og í Skagafirði. Ég hef aldr-
ei getað slitið þær taugar sem
ég á til Skagafjarðar og alltaf
langar mig norður og alltaf fæ
ég endurnæringu af því einu að
koma og vera fyrir norðan og
hitta þar alla mína tryggu vini,
sem ég hef átt frá barnæsku.“
Ottó lést 11. júní árið 2000.
Björn Jón Bragason.
Ottó A.
Michelsen
Ottó í vélasal IBM í Skaftahlíð árið 1981. Ottó með konu sinni, Gyðu Jónsdóttur, á síðari hluta sjötta
áratugarins.
Aldarminning
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GARÐAR SIGURÐSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 28. maí.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 11. júní klukkan 11.
Helgi Eyjólfsson Sveindís Sveinsdóttir
Dagur Garðars Guðrún Sigurðardóttir
Guðrún Garðars Guðmundur Vikar Einarsson
Margrét Garðars Mölk Rúnar Mölk
Helga María Kristinsdóttir
Sigurður Garðars Sigrún Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KOLBEINN ODDUR SIGURJÓNSSON,
lést á Hlévangi 27. maí.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 12. júní klukkan 13.
Aðstandendur
Ástkær bróðir okkar og frændi,
JÓNAS INGIMARSSON,
dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík,
lést 31. maí.
Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju
laugardaginn 13. júní klukkan 13:30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Guðrún Ingimarsdóttir
Steingerður Ingimarsdóttir
og fjölskyldur