Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020 60 ára Kristín er úr Vesturbæ Kópavogs en býr í Austurbænum. Hún er iðjuþjálfi, MSc., frá Háskólanum í Lundi og er framkvæmdastjóri og stofnandi Janusar endurhæfingar og fram- kvæmdastjóri þróunar hjá Hjartavernd. Maki: Brynjólfur Y. Jónsson, f. 1955, bækl- unarlæknir. Börn: Siggeir Fannar, f. 1980, Jón Hjalti, f. 1984, og Ragnheiður Dóra, f. 1985. Barna- börn eru orðin fimm. Foreldrar: Siggeir Ólafsson, f. 1916, d. 1987, húsasmíðameistari í Kópavogi, og Fanney Tómasdóttir, f. 1930, húsmóðir, búsett í Kópavogi. Kristín Hanna Siggeirsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur gert of miklar kröfur til sjálfs þín og annarra. Ekki láta það draga kjark úr þér því þetta eru skilaboð um að þú eigir að bíða eftir betra tækifæri. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ástæðulaust að láta smá- munina vefjast fyrir sér. Hvort sem það tengist einhverju sem þú átt eða einhverju sem þú kýst að kaupa. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það gengur náttúrlega ekki að ræða ekki málin við þá sem þú þarft að eiga samstarf við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur góðan byr í seglin en þarft að gæta þess að fara ekki fram úr sjálfum/sjálfri þér. Hafðu þetta hugfast þegar þú gengur fram á vettvangi dagsins. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Blandaðu þér því ekki í vandamál annarra að óþörfu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft á hreyfingu að halda til að losa um spennuna sem hefur safnast upp í þér. Reyndu að brosa og sýna öðrum þol- inmæði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú ert nógu ákveðinn og bjartsýnn ætti það að reynast þér leikur einn að láta drauminn rætast. Ekki hlusta á þína innri rödd sem varar þig við hættunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það gæti verið vandasamt að velja réttu leiðina þegar fleiri en ein eru í boði. Reyndu að virkja aðra með mannúð þinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þetta er dagurinn til þess að halda upp á. Mundu að góð vinátta er gulli betri. Eins og oftast í þannig leit skiptir fólkið sem hjálpar þér meira máli en fund- urinn sjálfur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu í samræðum við aðra að frelsi þitt nær ekki lengra en þangað sem frelsi hins tekur við. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér líður vel og þú lítur til- veruna björtum augum. Talaðu skýrt og tæpitungulaust og þá færðu undirtektir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú þegar tæknin hefur tekið flest völd verður þú að fylgjast með sem aðrir og tileinka þér það sem hún hefur upp á að bjóða. G erður Kristný Guðjóns- dóttir er fædd 10. júní 1970 í Reykjavík og ólst upp í Safamýri. „Ég var sílesandi sem krakki og fór snemma að skrifa sögur. Ég á kvæði frá því að ég var tíu ára, enda heillaðist ég af Skólaljóðunum og byrjaði snemma að yrkja vísur. Mér fannst það gaman.“ Gerður Kristný var í Álftamýrar- skóla, varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1989 og lauk BA-prófi í frönsku með almenna bók- menntafræði frá Háskóla Íslands í febrúar 1992. Lokaritgerðin fjallaði um ljóðabókina Les fleurs du mal eft- ir Charles Baudelaire. Að því loknu lauk hún námi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Gerður var blaðamaður í áratug, var í sumarafleysingum á Tímanum tvö sumur og svo hjá tímaritaútgáf- unni Fróða og þar af ritstjóri tíma- ritsins Mannlífs í sex ár. Fyrsta bókin, ljóðabókin Ísfrétt, kom út árið 1994 en Gerður Kristný starfaði lengi jöfnum höndum sem ritstjóri og rithöfundur. „Undanfarin 16 ár hef ég verið skáld og rithöf- undur í fullu starfi en skrifa jafnframt greinar um íslenskar bókmenntir í Bokmagasinet, sem fylgir norska dagblaðinu Klassekampen um helgar og sinni formennsku nefndar um Ís- lensku menntaverðlaunin. Ég tók þátt í smásögukeppnum í menntaskóla og háskóla. Stundum komst ég á blað en stundum ekki. Það skipti samt engu máli því ég var löngu farin að líta á mig sem skáld,“ segir Gerður Kristný, spurð hvenær hún hafi ákveðið að verða rithöf- undur. Alls hefur Gerður skrifað 27 bæk- ur; ljóðabækur, barnabækur, skáld- sögur, ferðabók, ævisögu og smásög- ur. Auk þess samdi hún söngleikinn Ballið á Bessastöðum sem frum- sýndur var á Stóra sviði Þjóðleik- hússins í febrúar 2011 og svo hefur hún þýtt fjórar bækur. Næsta haust kemur út 28. bókin eftir Gerði Kristn- ýju en það er barnabókin Iðunn og afi pönk. „Nú er pönkkynslóðin komin í ömmu- og afahlutverkið. Það þarf að fjalla um það eins og hvað annað.“ Gerður var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóða- bækurnar Höggstað, Sálumessu og Blóðhófni en sú síðastnefnda hlaut verðlaunin árið 2010. Hún var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandráðs og hefur verið gefin út í sex löndum, nú síðast á spænsku. Þá hefur Gerður til dæmis hlotið Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvars- sonar og Ingibjargar Sigurðardóttur, Ljóðstaf Jóns úr Vör, Barna- og ung- lingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir Garðinn, Blaðamanna- verðlaun Íslands fyrir Myndina af pabba – Sögu Thelmu og Bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness fyrir Bát með segli og allt. „Mér finnst gaman að ferðast og lesa bækur,“ segir Gerður, spurð út í áhugamálin. „Skemmtilegast er að Gerður Kristný skáld – 50 ára Fjölskyldan Kristján, Gerður, Hjalti og Skírnir í Edinborg haustið 2017. Bækurnar nálgast að verða 30 Bókmenntahátíð Gerður með norsku rithöfundunum Monu Høvring og Per Petterson á bókmenntahátíðinni í Lillehammer vorið 2019. Morgunblaðið/Golli Skáldið Gerður Kristný kemur með nýja barnabók í haust. 30 ára Arnór er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi en býr í Grafarholti. Hann er að ljúka við- skiptafræðinámi frá HÍ og er vörustjóri hjá Vodafone Stöð 2. Maki: Elva Margrét Árnadóttir, f. 1990, flugfreyja hjá Air Iceland Connect. Dætur: Ísabella Eir, f. 2015, og Heið- dís Björk, f. 2019. Foreldrar: Theodór Sveinjónsson, f. 1971, knattspyrnuþjálfari hjá Víkingi, og kokkur í Kelduskóla, og Guðlaug Gísladóttir, f. 1970, leikskólakennari í Lyngheimum. Þau eru búsett í Reykja- vík. Arnór Fannar Theodórsson Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Til hamingju með daginn Reykjavík Heiðdís Björk Arnórsdóttir fæddist laugardaginn 12. október 2019 kl. 15.37 í Reykjavík. Hún vó 3.155 g og var 47,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Arnór Fannar Theódórs- son og Elva Margrét Árnadóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.