Morgunblaðið - 10.06.2020, Qupperneq 23
tækjum þá má ekki vanta mat á fjár-
hagslegum árangri. Slíkt virðist hins
vegar ekki fylgja kostun á íslenskum
knattspyrnufélögum. En ef um sam-
félagslega ábyrgð er að ræða þá þarf
svo sem ekki að vera fjárhagslegur
ávinningur af samstarfinu,“ bendir
Björn á.
Er þetta sjálfbært?
Spurður um hvort eitthvað hafi kom-
ið honum á óvart, nefnir Björn eitt at-
riði sérstaklega.
„Það sem kom mér mest á óvart var
umfang persónulegra tengsla í stuðn-
ingi við knattspyrnuna. Ég vissi auðvit-
að af því að peningar kæmu inn í
íþróttafélögin vegna þess að maður
þekkir mann. En umfangið kom mér
talsvert á óvart. Yfirgnæfandi meiri-
hluti styrkja til knattspyrnufélaganna
er vegna persónulegra tengsla. Meira
að segja hjá stóru félögunum virðist lít-
ið vera að sækja til fyrirtækjanna nema
tengslin séu fyrir hendi.
Þetta tel ég vera áhyggjuefni. Hjá
stóru fyrirtækjunum er markaðs-
setning og samfélagsleg ábyrgð að
verða formfastari. Málin fara í gegnum
ferla og nefndir. Í auknum mæli er fag-
lega staðið að því í hvað fjármunirnir
skuli fara. Þar af leiðandi verður erf-
iðara fyrir félögin að toga í persónulega
spotta og redda sér peningum. Ég get
ekki ímyndað mér að sjálfbært sé að
stór hluti tekna íslenskra knatt-
spyrnuliða, sem er kostun, byggist á
því að hægt sé að nýta sér persónuleg
tengsl. Ef félögin vilja sækja tekjur
með öðrum leiðum þá þurfa þau að
gera sig að betri söluvöru. Þau eru að
einhverju leyti meðvituð um það og ein-
hver þeirra eru lengra komin í þessu en
önnur. Á hinn bóginn er íslenskur veru-
leiki þannig að knattspyrnufélögin hafa
tæplega bolmagn til að ráða starfs-
mann til að fylgjast með vörumerkinu
og vera í markaðsstörfum. Þetta er
því ákveðið vandamál,“ segir Björn og
þegar hann talar um persónuleg
tengsl þá er sem dæmi um að ræða
tengsl á milli stjórnarmanna í félögum
og háttsettra einstaklinga í fyrirtækj-
unum, en einnig að stjórnendur fyr-
irtækja hafi tengingar við félögin.
Hafi sjálfir verið í félaginu, eigi börn í
félaginu eða eitthvað slíkt.
Hægt að nýta upplýsingarnar
Björn Berg er þeirrar skoðunar að
hollt sé fyrir fólk í knattspyrnuhreyf-
ingunni að átta sig á þessari stöðu.
„Ég sá fyrir mér að niðurstöður
þessa verkefnis gætu orðið gagnlegar
og nauðsynlegar. Ég held að við séum
á þeim tímapunkti að fólk þurfi að
heyra þetta. Fólk hjá félögunum áður
en styrkirnir þorna upp og fólk hjá
fyrirtækjunum áður en þau útiloka
knattspyrnuna sem möguleika á
markaðssetningu.
Verkefnið gæti jafnvel orðið ein-
hvers konar handbók, bæði fyrir fé-
lögin og fyrirtækin, til að skilja betur
hvað hinn aðilinn er að hugsa. Ég held
að það sé heilbrigt því þar er ekki
nægilega mikill skilningur á milli. Í
verkefninu er að finna upplýsingar
um þetta. Ég tel því að gagnsemin í
þessu sé ótvíræð.
Ég heyri hjá mörgum félögum að
erfiðara sé að sækja styrki. Þá ættu
þau ef til vill að velta því fyrir sér að
nálgast þetta á faglegri hátt. Reyna
að nálgast fyrirtækin á annan hátt.
Fyrirtækin geta á móti kynnt sér bet-
ur hvað félögin hafa fram að færa. Þar
gætu leynst tækifæri sem fyrirtækin
hafa ekki nýtt sér,“ segir Björn Berg
Gunnarsson.
Morgunblaðið/Íris
Meistarakeppni Frá leik KR og Víkings í Vesturbænum á dögunum.
spila. Í staðinn hefur HK endurheimt
Guðmund Þór Júlíusson og Hafstein
Briem, sem misstu af síðasta tímabili
vegna meiðsla. Þá skiptir miklu að
varnarmaðurinn reyndi Hörður
Árnason fékkst til að hætta við að
hætta og verður með í sumar.
Brynjar Björn Gunnarsson er með
þokkalega sterkan 17 manna hóp til
umráða en það verður lykilatriði fyrir
Kópavogsliðið að meiðsli verði í lág-
marki, og að það nái að halda sama
ferskleika og fleytti því í gegnum síð-
asta tímabil. Agaður varnarleikur og
hraður sóknarleikur verður eflaust
áfram aðalsmerki HK-inga.
Tíunda sæti væri stórsigur
Uppgangur Gróttu síðustu tvö árin
er eitt mesta ævintýri í íslenskum
fótbolta á seinni árum. Félagið sem
aldrei hafði náð lengra en að vera í
botnbaráttu í 1. deild er komið í hóp
þeirra bestu eftir að hafa farið upp úr
2. deild á tveimur árum og unnið
óvæntan en glæsilegan sigur í 1.
deildinni á síðasta tímabili.
Seltirningar mæta til leiks með
nánast sama lið og í fyrra, og nær
óbreytt frá því það endaði í 2. sæti 2.
deildar 2018. Þeir segja jafnframt að
leikmenn þeirra fái ekki greidd laun
og Grótta er samkvæmt því eina al-
gjöra „áhugamannaliðið“ í deildinni.
Þá er liðið kornungt, enginn leik-
maður er eldri en 26 ára, og það hef-
ur vakið athygli fyrir góðan og vel
skipulagðan fótbolta undir stjórn
Óskars Hrafns Þorvaldssonar síð-
ustu tvö árin. Nú er Ágúst Þór Gylfa-
son tekinn við af honum og fær það
erfiða hlutverk að reyna að halda lið-
inu í úrvalsdeildinni í ár. Takist
Gróttu að ná 10. sætinu mun það telj-
ast stórsigur fyrir Ágúst og hans
stráka.
Aðeins fimm leikmenn í hópnum
hafa komið við sögu í efstu deild, og
samtals spilað þar 25 leiki, allir sem
ungir varamenn hjá KR og Breiða-
bliki. Sá leikmaður sem mesta at-
hygli vakti þó í fyrra var framherjinn
Pétur Theódór Árnason, sem sprakk
út og skoraði alls 24 mörk í deild og
bikar, þar sem hann varð marka-
hæsti leikmaðurinn í báðum keppn-
um. Kornungur markvörður, Hákon
Rafn Valdimarsson, hefur vakið at-
hygli, en hann er unglingalandsliðs-
maður og tekur virkan þátt í spili
liðsins út frá vörninni.
Engar væntingar í Grafarvogi
Fjölnismenn eru komnir aftur í
efstu deild eftir eins árs fjarveru en
óhætt er að segja að þeir séu með það
lið sem minnstar væntingar eru gerð-
ar til. Fæstir utan Grafarvogs virðast
reikna með því að Fjölnir eigi nokkra
möguleika á að halda sæti sínu í
deildinni í sumar og það gæti reynst
Ásmundi Arnarssyni og hans unga
liði vel að hefja mótið á þeim for-
sendum.
Fjölnir varð fyrir mikilli blóðtöku
því þrír þeirra leikmanna sem áttu
einna mestan þátt í velgengni liðsins í
1. deildinni í fyrra eru farnir. Mið-
vörðurinn öflugi Rasmus Christian-
sen sneri aftur til Vals eftir árs láns-
dvöl og Albert Ingason, framherjinn
reyndi sem var markahæsti leik-
maður liðsins í fyrra, ákvað að fara
frekar niður í 2. deild en að snúa aft-
ur í úrvalsdeildina. Þá varð Fjölnis-
liðið fyrir því áfalli á lokametrunum
að fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson
tilkynnti að hann væri hættur að
spila fótbolta.
Fjölnir endurheimti hins vegar
miðvörðinn Torfa Tímoteus
Gunnarsson sem var í láni hjá KA og
fékk miðjumanninn Grétar Snæ
Gunnarsson frá Ólafsvík. Að öðrum
kosti þarf Ásmundur að treysta á að
ungir leikmenn liðsins springi út,
ásamt því að Guðmundur Karl Guð-
mundsson og Hans Viktor Guð-
mundsson sýni bestu hliðar sínar.
Í Fjölnisliðinu eru annars margir
efnilegir leikmenn sem gætu nýtt
tækifærið vel í sumar. Þá hefur Jón
Gísli Ström skorað 70 mörk í neðri
deildunum og Fjölnir þarf á því að
halda að hann springi út í efstu deild.
Leikmannahópa liðanna sex og
allar breytingar á liðunum má sjá á
mbl.is/sport.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Svipuð? Miðvörðurinn Hallgrímur Jónasson skallar frá marki í leik KA og Fylkis í Lengjubikarnum í vetur. Liðunum er spáð sjöunda og áttunda sæti.
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur
Steinn Hafsteinsson hefur samið við
KA-menn um að leika með þeim á
komandi keppnistímabili en hann hef-
ur leikið með Stjörnunni undanfarin
tvö ár. Steinn, sem er þrítugur sóknar-
maður, lék áður með Víkingi í Ólafsvík,
ÍBV, Fram, HK og Val, sem og með
Notodden í Noregi og seinnipart vetrar
lék hann með Koblenz í þýsku D-
deildinni. Steinn hefur leikið 128 leiki í
efstu deild og skorað 31 mark, og ætti
að fylla skarð Elfars Árna Aðalsteins-
sonar sem leikur ekki með KA í sumar
vegna meiðsla.
Markvörðurinn reyndi Ben Foster
hefur skrifað undir nýjan samning til
tveggja ára við enska knattspyrnu-
félagið Watford. Hann er 37 ára gamall
og hefur varið mark liðsins í úrvals-
deildinni undanfarin tvö ár, og lék áður
með því í tvö ár sem lánsmaður frá
Manchester United. Foster, sem hefur
leikið átta landsleiki fyrir England, hóf
ferilinn undir stjórn Guðjóns Þórðar-
sonar hjá Stoke árið 2001 en var seld-
ur til United fyrir eina milljón punda
fjórum árum síðar án þess að hafa náð
að spila aðalliðsleik fyrir Stoke.
Enski knattspyrnumaðurinn Adam
Lallana hefur framlengt samning sinn
við Liverpool til loka tímabilsins og
getur því leikið með meistaraefnunum
í síðustu níu umferðunum í sumar.
Lallana er 32 ára og hefur leikið með
Liverpool frá 2014 en samningur hans
átti upphaflega að renna út í lok þessa
mánaðar.
Ada Hegerberg, besta knattspyrnu-
kona heims, hefur gert nýjan styrktar-
samning við íþróttavöruframleiðand-
ann Nike. Hin norska Hegerberg er 24
ára gömul en samkvæmt heimildum
AFP-fréttastofunnar er samningurinn
til tíu ára. Þá er hann metinn á eina
milljón evra en Hegerberg var áður
samningsbundin Puma.
Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario
Balotelli var sendur aftur heim þegar
hann hugðist mæta á æfingu hjá
ítalska liðinu Brescia í gærmorgun.
Balotelli er sagður hafa gengið að æf-
ingasvæði Brescia en eftir stutt sam-
tal við starfsmann félagsins hafi hann
haldið aftur á braut.
Á dögunum var sagt í ítölskum fjöl-
miðlum að félagið hefði rekið hann
fyrir að sinna ekki æfingum þegar hlé
var gert vegna kórónuveirunnar. Leik-
maðurinn kvaðst þá hafa verið þjáður
af magaverkjum. Gazzetta dello Sport
segir að Balotelli hafi sent félaginu
vottorð frá lækni í gærkvöld þar sem
fram kæmi að hann væri búinn að
jafna sig. Vottorðið hafi hins vegar
ekki borist nægilega snemma til að
Balotelli væri tryggður fyrir meiðslum
á æfingunni.
Balotelli gekk
til liðs við
Brescia í
ágúst
2019. Hann
hefur skor-
að 5 mörk
í 19 leikjum
í A-deildinni
á yfirstand-
andi tímabili
en Brescia, þar
sem Birkir
Bjarnason er einnig
meðal leikmanna,
situr á botni deild-
arinnar.
Eitt
ogannað