Morgunblaðið - 10.06.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 10.06.2020, Síða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020 Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðar- gjafir eru meðal efnis í blaðinu. - meira fyrir áskrifendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 15. júní. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is BRÚÐKAUPSBLAÐ Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 19. júní SÉRBLAÐ Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson mun leggja land undir fót næstu vik- urnar með félögum sínum í Reið- mönnum vindanna og halda tónleika víða um land. Um síðustu helgi komu þeir fram í Hlégarði, þrjú kvöld í röð, og verða þar einnig núna um helgina en fyrst munu þeir ríða norður og halda tónleika á Húsavík, Akureyri og Siglufirði, 10. til 13. júní. Þá verður aftur riðið til Mos- fellsbæjar og troðið upp í Hlégarði. Í næsta reiðtúr verða haldnir tón- leikar á Ísafirði, 19. júní, og þaðan verður haldið austur og tónleikar haldnir á Eskifirði, á Borgarfirði eystri, Egilsstöðum og Vopnafirði dagana 25.-28. júní. Í tilkynningu er haft eftir Helga að tónleikaferðin sé þannig tilkomin að hann hafi verið hrærður yfir þeim góðu viðtökum sem þættir hans fengu í samkomubanninu. „Það er ekki hægt að taka þetta sem sjálf- sagðan hlut. Fyrir bannið vorum við með dagskrá á prjónunum í Há- skólabíói sem við urðum að færa fram í ágúst en það er allt saman uppselt. Okkur langaði því að fara til þeirra sem búa lengst frá borginni og eiga ekki auðvelt með að fara í það ferðalag. Þannig að við komum bara til þeirra og gleðjum og gef- um,“ segir Helgi. Tónleikaferðalagið verður um- fangsmikið þar sem öll hljómsveitin verður með í för og hluti af leikmynd og fjórtán tónleikar verða haldnir á þrjátíu dögum. Helgi og föruneyti hlakka mikið til að sjá framan í sól- brúna Íslendinga, skælbrosandi og glaða, eins og segir í tilkynningu. Reiðmenn vindanna eru Ingólfur Sigurðsson trommuleikari, Stefán Magnússon gítarleikari, Ingi Björn Ingason bassaleikari, Hrafn Thor- oddsen gítar- og píanóleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson sem leikur á trommur og önnur ásláttar- hljóðfæri. Öll miðasala fer fram á tix.is og þar má finna frekari upplýsingar. Heima Helgi streymdi þáttunum Heima með Helga í samkomubann- inu og skemmti landsmönnum með eiginkonu sinni Vilborgu Halldórs- dóttur og góðum gestum. Helgi og Reiðmenn vindanna í tónleikaferð AF MYNDLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Snemma sumars 1928 pakkaðiJóhannes Sveinsson samaneigum sínum eftir nokkurra mánaða dvöl í París og hélt heim á leið. „Hann klæðir sig í sín bestu föt, tínir til bækur og sitthvað smálegt, lætur í dúk og bindur saman á horn- unum eins og tíðkaðist í sveitinni hans […] Hann vafði fjórtán myndir upp og hafði strangann undir hand- leggnum og pinkilinn í hendinni og komst upp í lestina.“ Þannig lýsti Thor Vilhjálmsson í bók sinni um Kjarval því þegar málarinn hélt heim á leið eftir langþráða Frakk- landsdvöl, þar sem hann hafði notið þess að skoða heimslistina og mála sjálfur undir áhrifum frá því sem hann hafði verið að skoða, aðallega úti í skógunum við borgina, þessar fjórtán myndir í stranganum. Skömmu eftir heimkomuna hélt Kjarval tvær sýningar í Reykjavík og voru verkin frá Frakklandi áber- andi á þeim og vel tekið. Skrifað var um seinni sýninguna í Vísi að skógarmyndir Kjarvals væru „vafa- laust meðal hins fremsta sem eftir íslenskan listmálara liggur, svo vel er þar náð heildarblæ þeirrar feg- urðar sem auganu mætir þegar komið er í námunda við fjölskrúð- ugan skóg, nýútsprunginn“. Og skrifari bætir við, fyrir lesendur í skóglausu landi: „Eru þessar mynd- ir svo sannar að þær eru góð upplýs- ing fyrir þá sem aldrei hafa í skóg komið.“ Tólf af fjórtán saman Tólf af þessum fjórtán mál- verkum sem Jóhannes Kjarval bar snemmsumars 1928 heim með sér í stranga hafa undanfarna mánuði verið á heillandi sýningu á Kjarvals- stöðum, Að utan, saman í rými. Sýn- ingin hefur lengst af verið lokuð vegna kórónuveirufaraldursins en var framlengd um rúman mánuð og lýkur á morgun, fimmtudag. Það eru því síðustu forvöð að sjá þessar ger- semar saman komnar, 92 árum eftir að verkin voru máluð, en einungis þrjú málverkanna tólf eru í eigu safna, hin öll í einkaeigu. Með leigubíl út í skóg að mála Litadýrð „Dalakofinn (Frá Frakklandi)“, ein skógarmynda Kjarvals. Eins og kemur fram í hinni miklu bók Nesútgáfunnar frá 2005 um Jóhannes Kjarval og verk hans veitti Frakklandsdvölin honum mik- inn innblástur og komu áhrifin frá henni skýrt fram í verkum hans á næstu mánuðum. Vert er að hafa í huga að listamaðurinn var þá ekkert unglamb. Hann var á 43. aldursári og nýskilinn við Tove eiginkonu sína, sem var farin aftur til Danmerkur með börn þeirra. Kjarval ólst upp við mikla fá- tækt og komst seint til mennta. Árið 1911, þegar hann var 25 ára gamall, hélt hann til Lundúna en komst ekki í Konunglega listaskólann, eins og hann vonaðist til, en skoðaði þess í stað söfn og málaði. Vorið eftir hélt hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann hins vegar skráði sig í nám. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum má sjá í þremur sölum verk sem lista- maðurinn vann á þessum viðkomu- stöðum, í London, Kaupmannahöfn, einnig í tveimur Ítalíuferðum og loks í Frakklandi, þegar hann var orðinn vel mótaður listamaður sem tókst á við ólík myndefni um leið og hann þróaði stíl sinn og nálgun. Dvölin í Frakklandi átti eftir að verða eins konar lokahnykkur áður en hann ákvað árið 1929 að leggja fyrir sig að mála fyrst og fremst íslenskt lands- lag, og liggja við það úti; „við vernd alnáttúru“ eins og hann komst að orði. Þá má segja að hann hafi tekið að skapa þau verk sem gerðu hann að eftirlæti íslensku þjóðarinnar. Verkin þar sem segja má að hann hafi kennt þjóðinni að sjá fegurðina í hinu smáa í náttúrunni. Örugg sköpunargleðin Ekki eru miklar heimildir til um ferðir Kjarvals þessa mánuði í París. En síðla vetrar mun hann hafa notið þess að upplifa heimslistina í söfnum og þá málaði hann væntanlega eina verkið á sýningunni sem ekki er skógarmynd, hið óviðjafnanlega Bros Leonardo. Þetta er eitt allra fallegasta verk Kjarvals og vísar til upplifunar hans við að skoða Monu Lisu eftir da Vinci. Eins og Kristín G. Guðnadóttir skrifar í bókinni um Kjarval málar hann hér með ljósu og léttu litrófi „tvö undurfögur andlit, pilt og stúlku, og um varir stúlk- unnar leikur dularfullt bros. Kjarval spinnur hér saman á áhrifaríkan hátt frjálslega tilvísun í endur- reisnartímabilið og sindrandi létt- leika og pensilskrift impressjónism- ans.“ Önnur verk sem Jóhannes Kjarval hefur án efa skoðað vel voru þau sem landslagsmálararnir kenndir við Barbizon og ekki síður impressjónistarnir sköpuðu; þau síðarnefndu frjálsleg og léttleikandi, þar sem þeir máluðu utandyra beint eftir náttúrunni, „plein-air“ eins og það er kallað. Þeir hugmynda- straumar og nálgun hafa án efa haft mikil áhrif á Kjarval. Það er eftirminnilegt frá lista- sögutímum í Háskólanum þegar Björn Th. Björnsson lýsti því hvern- ig Kjarval steig þessa vordaga í Par- ís upp í leigubíla að morgni, setti hendi í vasa og dró upp einhvern miðann með nöfnum sérstakra staða í Fontainbleu-skóginum utan við París, sem bílstjórinn ók honum til og þar sem hann svo fann áhugavert sjónarhorn í skóginum og undi sér við að mála. Björn Th. sýndi okkur á skyggnum nokkur verkanna sem þá urðu til, verk sem vísuðu Kjarval inn á þá brautir sem hann átti eftir að taka í glímunni við að túlka íslenskt landslag og náttúru. Það er heillandi að rýna í þessi ólíku en ólgandi skógarverk sem Kjarval málaði fyrir utan París. Í einhverjum beitir hann sköfum á lit- ina, í öðrum skín víða í hvítan strig- ann eins og tíðkaðist hjá impressjón- istunum, svo eru einhver þar sem gróður í forgrunninum er dreginn skörpum pensildráttum en í mið- rýminu eru trén eins og þokukennd form í litaskala frá gulu, í grænt og svo fjólublátt. Þetta eru verk aug- sýnilega máluð hratt. Nálgunin við náttúruskoðunina er mismunandi en málverkin eru gerð af miklu öryggi og af augsýnilegri sköpunargleði listamanns sem er að finna sig, sem er hreinlega að springa út eins og vorblómin í skógarbotninum. » Það er heillandi aðrýna í þessi ólíku en ólgandi skógarverk sem Kjarval málaði fyrir ut- an París vorið 1928. Listasafn Reykjavíkur Skógarró Frá Frakklandi, eitt verkanna sem Kjarval bar heim 1928. Einstakt Verkið Bros Leonardo vísar til upplifunar af Monu Lisu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.