Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 28
staklega vel fyrir strandblak á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum mánuði en vellirnir hafi engu að síð- ur verið vel nýttir. „Fyrir tveimur árum stofnuðum við Strandblak- félagið, áhugahóp um uppbyggingu strandblaks á Íslandi. Á fyrstu tveimur vikunum skráðu 220 manns sig í félagið og greiddu félagsgjald, en nú eru yfir 500 manns sem æfa og leika sér í strandblaki á höfuðborg- arsvæðinu og strandblakarar og al- menningur notuðu vellina þar í 1.100 klukkustundir í maí.“ Sporthúsið í Kópavogi setti upp sandvelli innanhúss fyrir nokkrum árum en Boot Camp tók síðan yfir aðstöðuna. Karl segir að mikil þörf sé fyrir aðstöðu innanhúss, en erfitt hafi verið fyrir fámennan hóp að vekja athygli á því. Með stuðningi Blaksambandsins og Íþrótta- sambandsins samfara gríðarlegri fjölgun iðkenda og áhuga Fjölnis hafi komist skriður á málið og ætla megi að langþráður draumur verði að veruleika áður en langt um líður. Karl bendir á að Alþjóðahand- knattleikssambandið sé að íhuga að hefja keppni í strandhandbolta 2024 eða 2028 og ætla megi að HSÍ sendi lið til keppni. Handboltamenn gætu því þurft sambærilega inniaðstöðu fljótlega auk þess sem sandíþróttir á öðrum sviðum njóti vaxandi vinsælda erlendis og sá áhugi gæti auðveld- lega smitast til landsins. „Strand- handbolti, -fótbolti og -tennis eru til dæmis vinsælar greinar víða,“ segir hann. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Áhugamenn um strandblak hér- lendis hafa unnið að framgangi íþróttarinnar undanfarin ár og eygja von um að strandblaksdeild íþrótta- félags verði að veruleika innan skamms, en Ungmennafélagið Fjöln- ir í Reykjavík er með slíka deild í bí- gerð, að sögn Guðmundar L. Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra félagsins. „Við höfum fengið jákvæð við- brögð frá Íþróttasambandinu og Blaksambandinu og ráðamenn Fjölnis eru tilbúnir að stofna deild, en við þurfum nauðsynlega inni- aðstöðu, því strandblak er stundað allt árið,“ segir þjálfarinn Karl Sig- urðsson, sem hefur verið í farar- broddi strandblakara frá byrjun. Mikill áhugi Karl bendir á að upp úr aldamót- um hafi mátt telja virka iðkendur á fingrum annarrar handar og hringja hafi þurft í fólk til að fá það til að taka þátt í mótum fyrstu þrjú árin. Fyrsta Íslandsmótið hafi farið fram á einum velli í Kópavogi á einum degi haustið 2004 með þátttöku innan við 30 manns, en á fyrsta móti ársins, sem fór fram um helgina, hafi 82 lið verið skráð til leiks eða 164 kepp- endur, og leikið hafi verið á sjö völl- um í Reykjavík, Kópavogi og Garða- bæ frá fimmtudegi til sunnudags. „Venjulega hefur verið stígandi í þátttökunni og hún verið mest á Ís- landsmótinu en það hefur orðið al- gjör sprenging og þetta er fjölmenn- asta mótið til þessa,“ segir Karl, en nýafstaðin keppni fór fram á tveimur völlum við Laugardalslaug, tveimur völlum í Fagralundi í Kópavogi og þremur völlum við Ásgarð í Garða- bæ. Á höfuðborgarsvæðinu eru auk þess vellir við Árbæjarlaug og í Mos- fellsbæ. Íþróttin er ekki bundin við höfuð- borgarsvæðið og til dæmis verður næsta mót á Þingeyri fyrstu helgina í júlí og síðan á Akureyri. Mótaröðin nær hámarki með Íslandsmótinu aðra helgina í ágúst. Karl bendir á að um 60 vellir séu á landinu og þar af tíu vellir í Reykjavík og nágrenni. Hann segir að ekki hafi viðrað sér- Sprenging í sandinum  Strandblaksdeild í bígerð hjá Fjölni í Grafarvogi  Segja þörf á aðstöðu innanhúss fyrir æfingar allt árið Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsta mót ársins Sigríður Eva Arngrímsdóttir og Alda Björg Karlsdóttir. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 70 Verð 369.000,- L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 70 Verð 449.000,- L 202 cm Leður ct. 25 Verð 66.000,- LEVANTE model 3187 L 204 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- L 224 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. BOTANIC model 3185 L 162 cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- L 192 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 162. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Það sem kom mér mest á óvart var umfang persónu- legra tengsla í stuðningi við knattspyrnuna. Ég vissi auðvitað af því að peningar kæmu inn í íþróttafélögin vegna þess að maður þekkir mann. En umfangið kom mér talsvert á óvart. Yfirgnæfandi meirihluti styrkja til knattspyrnufélaganna er vegna persónulegra tengsla. Meira að segja hjá stóru félögunum virðist lítið vera að sækja til fyrirtækjanna nema tengslin séu fyrir hendi,“ segir Björn Berg Gunnarsson m.a., en hann lauk nýlega við ritgerð um kostun knattspyrnuliða á Íslandi. »22-23 Íslensku knattspyrnliðin virðast ekki sterk söluvara sem stendur ÍÞRÓTTIR MENNING Vigdís Hrefna Páls- dóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna Elenu og Lilu í uppfærslu Þjóðleikhússins á Framúrskarandi vin- konu, sem byggist á Napólísögum Elenu Ferrante, í leikstjórn Yael Farber. Þjóðleikhúsið leitar af þeim sökum að tveimur stúlk- um á aldrinum átta til tólf ára til að fara með hlut- verk vinkvennanna sem börn. Skráningarfrestur er til og með 15. júní á vef leikhússins. „Við erum ákaflega spennt að sviðsetja þetta verk sem hefur snert streng í hjörtum fólks um alla veröld. Það er leitun að bókaflokki sem hefur náð svo mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. Sagan er hjartnæm, grimm en einnig falleg,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleik- hússtjóri í tilkynningu, og tekur fram að starfsmenn leikhússins hlakki mikið til að vinna með leikstjór- anum Yael Farber. Leikprufur fyrir ungar stúlkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.