Morgunblaðið - 18.06.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
áhitabreytist eftir aldri?
ThermoScan7eyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
BraunThermoScan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarfélagið var illa í stakk búið til
að ráða við svo viðamikið verkefni
sem uppbygging kísilvers United
Silicon í Helguvík var. Mikilvægt er
að draga lærdóm af þeim hrakförum
sem áttu sér stað við uppbygging-
una. Svo segir í bókun sem tíu af ell-
efu fulltrúum í bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar lögðu fram á fundi bæjar-
stjórnar í fyrrakvöld. Fulltrúi Mið-
flokksins lýsti öndverðri skoðun og
sagði að þáverandi meirihluti hefði
borið ábyrgð á því hvernig fór.
Bæjarráð ákvað fyrir tveimur ár-
um að láta gera úttekt á stjórnsýslu-
háttum Reykjanesbæjar vegna upp-
byggingar kísilversins, í kjölfar
skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar
sem gerðar voru athugasemdir við
samskipti stofnana ríkisins við Unit-
ed Silicon, og athugasemda Skipu-
lagsstofnunar við eftirlit bæjarins.
Skýrslan var lögð fram í bæjarráði
fyrir nokkru og rædd í bæjarstjórn í
fyrrakvöld.
Annmarkar á byggingarleyfum
Meginniðurstaða skýrsluhöfund-
ar, Lúðvíks Arnar Steinarssonar lög-
manns, var að annmarkar hefðu ver-
ið á skipulagsferli og við útgáfu
byggingarleyfa. Deiliskipulag hefði
heimilað byggingu mannvirkja sem
voru hærri en umhverfismat gerði
ráð fyrir. Þá hefðu byggingarleyfi
verið gefin út í andstöðu við deili-
skipulag þar sem hæð samkvæmt
samþykktum teikningum var 1,2
metrum meiri en heimilt var sam-
kvæmt skipulagi.
Tekið er fram í niðurstöðum
skýrslunnar að ekkert sé í samskipt-
um fyrirtækisins eða forvera þess við
bæinn sem gefi tilefni til að ætla að
annarleg sjónarmið hafi ráðið för hjá
stjórnendum eða starfsmönnum
bæjarins.
Í bókun bæjarfulltrúanna tíu eru
þessar meginniðurstöður raktar.
Einnig kemur fram að svo virðist
sem mikil pressa hafi verið sett á
embættismenn um að afgreiða erindi
framkvæmdaraðila með hraði og það
leitt til verulegra mistaka. Vísað er
til umfjöllunar í skýrslunni um að
Reykjanesbær hefði skuldbundið sig
með samningi til að afgreiða um-
sóknir um byggingarleyfi innan sex
virkra daga. Megi því ljóst vera að
pressa hafi verið á að afgreiða um-
sóknir eins fljótt og auðið var en tek-
ið fram að engin heimild sé fyrir
stjórnvöld til að semja fyrirfram um
slíka málsmeðferð.
Margrét Þórarinsdóttir, bæjar-
fulltrúi Miðflokksins, lýsti sig ósam-
mála niðurstöðu hinna bæjarfulltrú-
anna og sagðist telja að Reykjanes-
bær hefði verið í stakk búinn til að
takast á við verkefnið. Ólöglegar
pólitískar ákvarðanir þáverandi
meirihluta hefðu verið meginástæða
þess hvernig fór. Vísaði hún þar til
samningsins um sex daga frest til að
afgreiða umsóknir. „Niðurstaða
skýrslunnar er sláandi og áfellisdóm-
ur yfir stjórnsýslu bæjarins,“ segir í
bókun sem hún las upp.
Hefðu getað beðið um frest
Baldur Guðmundsson, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, einn
tíumenninganna, tók fram að hann
hefði ekki vitað af sex daga ákvæðinu
en sagði einkennilegt að svona mikið
væri gert úr þeim þætti. Heilbrigð
skynsemi segði að þetta ákvæði væri
ekki ástæða mistakanna. Ef starfs-
maður hefði ekki ráðið við að af-
greiða mál innan þessa frests hefði
honum verið í lófa lagið að greina frá
því og biðja um meiri tíma. Aldrei
hefði komið til þess. Hann benti einn-
ig á að margir fleiri hefðu komið að
uppbyggingunni í Helguvík en meiri-
hluti sjálfstæðismanna í bænum.
Réðu illa við svo stórt verkefni
Tíu fulltrúar af ellefu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar segja mikilvægt að læra af hrakförum við upp-
byggingu kísilvers Pressa um hraða afgreiðslu byggingarleyfa sögð hafa leitt til verulegra mistaka
Morgunblaðið/Eggert
Helguvík Starfsemi kísilvers United
Silicon hefur lengi legið niðri.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Vísbendingar eru um að Grímsvötn
búi sig nú undir eldgos. Af þeim
sökum mun vísindaráð almanna-
varna hittast á fundi í dag til að
ræða nýjustu mælingar á svæðinu
auk þess sem farið verður yfir
stöðuna á Reykjanesskaga. Ráðið
hittist síðast á fundi 10. júní sl. en
sökum aðstæðna í Grímsvötnum
þótti ástæða til að boða annan fund
í dag.
Að sögn Magnúsar Tuma Guð-
mundssonar, prófessors í jarðeðlis-
fræði, er lítið hægt að lesa í boðun
fundarins. „Þetta þýðir bara að það
þurfi að fara yfir stöðuna varðandi
Grímsvötn. Ég held að það sé ekki
ástæða til að lesa eitthvað í það.
Það er ekkert sem segir að þetta
muni skella á akkúrat núna,“ segir
Magnús og bætir við að tíma taki
fyrir gos að myndast. Slíkt taki að
lágmarki viku. Ekki sé þó ólíklegt
að gjósa muni á svæðinu. „Það gæti
gerst en gerist ekki alltaf. Við
þurfum að vera við því búin að
þetta geti gerst,“ segir Magnús.
Öskufall slæmt fyrir skepnur
Spurður hvort gos á svæðinu sé
áhyggjuefni kveður Magnús nei
við. Ekki séu líkur á því að gos
nærri Grímsvötnum geti valdið
mjög miklum skaða.
„Þetta eru yfirleitt lítil eða
meðalstór gos. Málið er að Gríms-
vötn eru svo langt frá byggðu bóli
að þetta veldur sjaldan miklum
skaða. Aftur á móti er ekki gott að
fá öskufall af gosi í Grímsvötnum
yfir byggðir eða skepnur.“
Gosið getur í Grímsvötnum
Fundað í dag vegna vísbendinga um eldgos á svæðinu
Morgunblaðið/RAX
Jökull Í forgrunni sjást Grímsvötn
og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
„Þetta er gríðarlega mikill heiður og ég er stoltur
af því að taka við þessu fyrir hönd þess stóra hóps
sem hefur unnið að þessu verkefni í svo langan
tíma,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Hann var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu í gær, á þjóðhátíðardaginn, ásamt hin-
um tveimur úr þríeykinu svokallaða, Ölmu D. Möll-
er landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.
Alls fengu 14 fálkaorðuna í gær en þeir eru auk
þríeykisins: Anna Dóra Sæþórsdóttir prófessor,
Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur, Einar
Bollason fv. formaður KKÍ og stofnandi Íshesta,
Ellý Katrín Guðmundsdóttir fv. borgarritari, Helgi
Björnsson leikari og tónlistarmaður, Hildur
Guðnadóttir tónskáld, Hulda Karen Daníelsdóttir
kennari og formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga,
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, Jón Sigurðs-
son fv. rektor, seðlabankastjóri og ráðherra,
Sigrún Þuríður Geirsdóttir þroskaþjálfi og
Sigurborg Ingunn Einarsdóttir fv. hjúkrunarfor-
stjóri og ljósmóðir á Eskifirði.
Tekur stoltur við fálkaorðunni fyrir hönd hópsins
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
„Eru ekki allir sexí?“ sagði Helgi
Björnsson, tónlistarmaður og leikari,
þegar hann lauk þakkarræðu sinni
eftir að hann hafði verið útnefndur
borgarlistamaður Reykjavíkur 2020
við athöfn í Höfða. Hann hafði
skömmu áður tekið við fálkaorðunni
fyrir framlag til íslenskrar tónlistar
og leiklistar.
„Ég held að ég sé ekki alveg búinn
að melta þetta. Það tekur örugglega
smástund að átta sig á þessu öllu
saman. Þetta er svo mikið að maður
verður bara pínulítið feiminn og
staldrar við og hugsar hvort þetta sé
nú alveg rétt hjá þeim,“ segir Helgi
og heldur áfram: „Þetta er um leið
hvatning til betri verka. Maður lítur á
það þannig, að svona virðingarvottur
sé eitthvað sem maður nýtir […] til
að vanda sig meira og gera betur.“
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Borgarlist Dagur B. Eggertsson og
Helgi Björns í sólinni við Höfða.
Hvatning til
betri verka