Morgunblaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.06.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er auðvitað gríðarlega mikill heiður að fá verðlaun sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur, enda ólumst við upp með bókum hennar sem fyrir vikið mótaði hugmyndir okkar um hvað einkenni góða barna- bók,“ segir Arndís Þórarinsdóttir sem ásamt Huldu Sigrúnu Bjarna- dóttur hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur þegar þau voru veitt í annað sinn í seinasta mánuði og fjallað var um í blaðinu á sínum tíma. Verðlaunin fengu þær fyrir skáldsöguna Blokkin á heims- enda. „Það er ljúf viðurkenning að fá Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Ég hef litið upp til Guðrúnar frá bernsku, og gaman að fá að deila þessum heiðri með Arn- dísi sem ég lít einnig upp til,“ segir Hulda. Í samtali við Morgunblaðið bendir Arndís á að svo skemmtilega vilji til að Guðrún Helgadóttir eigi fyrstu íslensku blokkarbókina. „Blokkin sem ævintýrastaður varð ekki fyrr en með Jóni Oddi og Jóni Bjarna,“ segir Arndís. Að mati dómnefndar er Blokkin á heimsenda bæði grípandi og gaman- söm. „Það má með sanni segja að andi og arfleifð Guðrúnar Helga- dóttur svífi yfir. Horft er á samfélag hinna fullorðnu með augum barns- ins. Það er ekki allt eins og best verður á kosið en með samstöðu og samhygð komast sögupersónur vel frá verki og vaxa að völdum og virð- ingu,“ sagði meðal annars í umsögn dómnefndar þegar úrslitin voru kunngjörð. Forréttindi að vinna með Huldu Blokkin á heimsenda fjallar að sögn höfunda um Dröfn og fjöl- skyldu hennar sem er vön nútíma- þægindum en þarf að segja skilið við sitt hefðbundna líf til að komast í gegnum erfiða tíma. Fjölskyldan verður strandaglópur á eyju þar sem föðuramma barnanna ræður ríkjum og allir íbúar búa í einu blokkinni á eyjunni. Þar er fámennt samfélag og allir eyjarskeggar hafa ákveðnu hlutverki að gegna. Aðflutta fjöl- skyldan lærir að sætta sig við að búa við þröngan kost. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum og læra að taka ekki allt sem gefið. Það gengur á ýmsu á eyjunni. Margir eru ósáttir við sína stöðu, skemmdarverk eru unnin og nýbúarnir liggja undir grun. Blokkin á heimsenda er fyrsta bókin sem þær Arndís og Hulda skrifa saman. Arndís hefur áður sent frá sér unglingasöguna Játningar mjólkurfernuskálds, barnabækurn- ar Nærbuxnaverksmiðjan og Nær- buxnanjósnararnir og ljóðabókina Innræti. Undir höfundarnafninu Rune Michaels hefur Hulda skrifað fjórar unglingabækur á ensku sem forlagið Simon & Schuster gaf út í Bandaríkjunum og þýddar hafa ver- ið á ýmis tungumál. Bækurnar nefn- ast The Reminder, Nobel Genes, Genesis Alpha og Fix Me og komu út á árunum 2008 til 2011. Hvernig er samstarf ykkar til- komið? Hvar kynntust þið? „Við Arndís kynntumst á vefnum sáluga Rithring, þar sem rithöf- undar skiptust á gagnrýni og góðum ráðum. Seinna fórum við að skiptast á texta okkur til skemmtunar og æfingar, skrifuðumst til dæmis á í nafni einhverra tilbúinna persóna,“ segir Hulda. „Já, þótt við höfum óhjákvæmi- lega verið pennavinir í upphafi vin- áttunnar, þegar ég bjó í London og Hulda í Kaupmannahöfn, þá hefur vinátta okkar áfram verið mikið til skrifleg þótt við búum nú í sama landi,“ segir Arndís og rifjar upp að þegar þær kynntust hafi Hulda ný- lega verið búin að skrifa undir útgáfusamning við Simon & Schus- ter. „Hún var því á allt öðrum stað en ég sem rithöfundur þegar við kynntumst, og mér finnst það enn mikil forréttindi að fá að vinna með henni,“ segir Arndís og rifjar upp að bréfaskriftir þeirra síðustu árin hafi ekki síður verið til að hvíla sig á barnauppeldinu meðan börnin þeirra voru yngri, en þau eru í dag á aldrinum átta til tólf ára. Eyjan fullkomið sögusvið „Þegar börnin urðu eldri kviknaði sú hugmynd að gaman væri að nýta eitthvað af öllum þeim tölvupóstum sem farið höfðu á milli til að smíða bók. Við fórum þá í bunkann okkar og leituðum að einhverju sem lofaði góðu. Þá fundum við byrjun sem við höfðum gert fyrir einhverjum fimm árum sem fjallar um stelpu sem fer í heimsókn til ömmu sinnar þar sem heilt samfélag býr saman í einni blokk,“ segir Arndís. „Hugmyndin að bókinni kviknaði út frá umfjöllun sem við rákumst á um Whittier, bæ í Alaska þar sem allir búa saman í einni blokk, og við talsverða einangrun á veturna. Okk- ur fannst þetta heillandi staður og fullkomið sögusvið. Við settum blokkina svo á eyju til að gera ein- angrunina enn meira afgerandi,“ bætir Hulda við. „Við tókum því upp þráðinn og spunnum plott og ákváðum strax að skrifa alltaf eitt- hvað á hverjum einasta degi,“ segir Arndís. Skemmtun okkur mjög vel Hvernig unnuð þið bókina? „Við skrifuðum til skiptis og mað- ur hlakkaði alltaf til að opna skjalið og sjá hvað hin hafði verið að bardúsa. Það var ótrúlega gaman að koma að handritinu fersku á hverj- um degi og það lengdist hratt. En það er auðvitað heilmikil vinna að passa að allt gangi upp þegar tveir höfundar hafa komið að málinu,“ segir Hulda. „Hulda hafði skjalið fyrir hádegi og ég eftir. Sem var mjög ósann- gjarnt því ég hafði þá megnið af sólarhringnum til umráða og var iðulega að klára mína kafla undir miðnætti. Við vorum einnig með vinnudagbók þar sem við settum upplýsingar um það í hverju við hefðum verið að vinna hverju sinni þannig að sú sem kom að skjalinu hefði innsýn í hvað hefði gerst síðan síðast, því við vorum ekkert endilega að vinna á sama stað í skjalinu hverju sinni. Svona héldum við áfram þar til við vorum búnar. Við hittumst bara tvisvar eða þrisvar til að skipuleggja skrifin og síðan endurskrifin,“ segir Arndís. „Við styttum handritið mikið fyrir útgáfu. Maðurinn minn las það fyrir dætur okkar, átta og tólf ára. Ég fylgdist vel með hvar athygli þeirra flökti, og þar klipptum við mis- kunnarlaust. Við gjörbreyttum líka upphafi sögunnar eftir að við sáum að upphaflega byrjunin gekk bara alls ekki í börnin,“ segir Hulda. „Við endurskrifin reyndum við að taka út alla leiðinlegu partana, sem er nokkuð sem er alltaf gott að hafa í huga í öllum endurskrifum,“ segir Arndís kímin. Er auðveldara eða erfiðara að skrifa bók í samvinnu en ein? „Samstarf okkar gekk mjög vel og var án hnökra. Frumskrifin voru að mínu mati skemmtilegust. Þetta er eins og að vera með ósýnilegan vin. Stundum ef maður hafði áhyggjur af einhverju í skrifunum gat maður næst þegar maður settist við tölvuna séð að búið var að leysa vandann, sem er auðvitað ótrúlega skemmti- legt. Maður myndi oft vilja eiga þannig félaga í öðrum bókum og verkefnum. Þegar handritið var orð- ið stórt og við báðar að breyta hafði maður eðli málsins samkvæmt að- eins minni yfirsýn yfir tón, tempó og fínstillingu. Endurskrifin voru því aðeins snúnari en ef maður hefði verið að skrifa einn. En þetta gekk samt allt lygilega vel og við skemmt- um okkur mjög vel,“ segir Arndís. Tilvalin framhaldssögubók Fyrir hvaða aldur er bókin hugs- uð? „Það er nú alltaf erfitt að fullyrða um það, en börnin okkar eru á aldr- inum átta til tólf ára og hún hentar þeim aldri að minnsta kosti vel – og sjálfsagt aðeins eldri krökkum líka,“ segir Arndís. „Bókin er 256 blaðsíð- ur sem er allnokkuð fyrir barnabók. Við styttum hana samt talsvert eftir að okkur var tilkynnt að við hefðum unnið keppnina. En þetta var doðr- antur og er það að einhverju leyti ennþá. En mér finnst það skemmti- legt. Ég er býsna ánægð með að hún sé svona löng, því það þurfa ekki all- ar bækur að vera eins. Ég er mjög mikill vinur stuttu, hröðu og fyndnu bókanna með mörgum myndum. En það þurfa að vera til alls konar bæk- ur fyrir alls konar lesendur. Og það eru til lesendur á aldrinum átta til tólf ára sem eru mjög spenntir að fá langa, þykka bók. Þetta er líka góð bók til að fara inn í sumarið með og nota sem framhaldssögubók fjöl- skyldunnar,“ segir Arndís. Arndís er einn okkar bestu Hvernig kom það til, Hulda, að þú fórst að skrifa unglingabækur á ensku? „Ég bjó erlendis á þeim tíma sem ég skrifaði á ensku, og hef alltaf haft gaman af unglingabókum, sem taka oft á þungum og erfiðum málefnum á sérstakan hátt. Bækur eins og ég vildi skrifa voru hins vegar ekki gefnar út á Íslandi, allavega á þeim tíma. Mér var ráðlagt að nota höf- undarnafn sem myndi ekki vera of framandi á Bandaríkjamarkaði. Ég valdi að nota brot úr millinafninu mínu, Sigrún, og millinafn afa míns sem hét Jón Mikael,“ segir Hulda. Hvernig er svo að skrifa bók á móðurmálinu í stað enskunnar? „Það er auðvitað miklu auðveldara að skrifa á móðurmálinu, þar sem maður hefur miklu betri tilfinningu fyrir öllum blæbrigðum málsins. Ég hef lítið skrifað síðasta áratuginn, lífið hefur bara farið í aðrar áttir. Ég kom þó aðeins við í ritlistarnáminu í Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum, sem var skemmtileg upp- lifun,“ segir Hulda. Hver er munurinn á nýju bókinni og þeim fyrri sem þú hefur skrifað? „Blokkin á heimsenda er mjög ólík þessum bókum, það er mikill húmor í henni, þótt það sé líka alvarlegur undirtónn. Arndís er auðvitað einn af okkar bestu og fyndnustu barna- bókahöfundum og samstarfið var mjög skemmtilegt. Bókin var löngu skrifuð þegar kófið skall á, en það var áhugavert að sjá hversu margar samsvaranir komu þar upp, ástandið á eyjunni, og ástandið sem allt í einu var komið á í samfélaginu. „Hve lengi verðum við föst á þessari eyju?“ var þríeykið spurt á ein- hverjum blaðamannafundinum, sem er einmitt spurning sem bergmálar svolítið í gegnum bókina,“ segir Hulda. Á mörkum staðleysunnar Er þetta framtíðarsaga? „Við viljum helst ekki staðsetja hana. Hún er á einhverjum mörkum staðleysunnar. Veruleikinn sem aðalpersónan kemur úr er kunnug- legur veruleiki íslenskra barna. Dröfn er vön að spila Minecraft, fara á skauta og spila í skólahljómsveit sem er allt mjög hversdagslegt. Eyjan sem amman býr á einangrast á veturna vegna loftslagsbreytinga; þessi eyja er ekki til en tíminn er nú- tíminn. Þetta er bara mjög nálægur hliðarraunveruleiki,“ segir Arndís. Má lýsa bókinni sem glæpasögu? „Við Hulda höfum reyndar lengi talað um það að okkur langaði að skrifa glæpasögu fyrir krakka. Það væri hins vegar ofmælt að segja að þessi bók sé glæpasaga – en það er vissulega einhver í blokkinni sem vill hinum íbúunum illt og aðalpersóna bókarinnar kemst fyrir rest að því hver það er,“ segir Arndís Má búast við framhaldi á bókinni? „Það er ekki útilokað, en við erum ekki byrjaðar á slíkri bók,“ segir Arndís. En langar ykkur að vinna meira saman með þessum hætti? „Já, því þetta var mjög gefandi samstarf. Þessi saga varð til í tím- anum á milli tímanna. Við unnum þetta alltaf eins og áhugamál þannig að við upplifðum ekki að þetta tæki tíma frá öðrum verkefnum. Ég er alveg hissa á því að þessi bók skuli hafa orðið til. Ég reiknaði aldrei með henni þegar ég hugsaði um að hverju ég væri að vinna. Það væri mjög gaman að gera eitthvað meira,“ segir Arndís. Ljósmynd/Kristín Viðarsdóttir Gleði Höfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur þegar þær veittu Barnabókaverðlaunum Guðrúnar Helgadóttur viðtöku í Höfða í seinasta mánuði. „Ljúf viðurkenning“  Arndís Þórarinsdótir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir urðu pennavinir fyrir 15 árum  Nýttu bréfin til að skrifa verðlaunabókina Blokkin á heimsenda  „Þetta er eins og að vera með ósýnilegan vin“ » Bókin var lönguskrifuð þegar kófið skall á, en það var áhugavert að sjá hversu margar samsvaranir komu þar upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.